Fylkir


Fylkir - 03.02.1967, Side 1

Fylkir - 03.02.1967, Side 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 3. febrúar 1967 4. tölublað Malgagn Sjálfstæðisi* flokksini ADOLF BJARNASON: Athugasemd vegna Undanfarnar vikur hefur vatnsmálið borið mjög á góma í blöðum bæjarins. Það, sem sérstaklega hefur vakið athygli er, að danska fyrir- tækinu N. K. T. mistókst að framleiða leiðslur þær, er þeir ætluðu að afhenda næstkomandi sumar til flutnings á vatni frá Krosssandi til Vest- mannaeyja. Þáttur N.K.T. og Simplex. Hinsvegar töldu forsvarsmenn N.K.T. hægt að afhenda eina leiðslu sumarið 1968, ef bæjar- stjórn tæki endanlega ákvörðun um kaup á leiðslu fyrir 15. janúar. Þar af leiðandi var sá rammasamn- ingur er gerður var við N.K.T. úr gildi fallinn og þar með ekki bind- andi fyrir Vestmannaeyjabæ. Þá á- kvað bæjarstjórn seint í desember að leita fyrir sé í því skyni að aðr- ir aðiljar gerðu tilboð, og þá í þeirri von að afgreiðsla gæti farið fram sumarið 1967. Þar sem N.K.T. setti þau skilyrði, að bæjarstjórn- in tæki endanlega ákvörðun 15. jan. þýddi að gjörsamlega var úti- lokað fyrir aðra tilbjóðendur að gera nákvæmt tilboð, nema þeir þekktu til aðstæðna áður. Auk þess var ekki til útboðslýsing um hvað af sjálfu útlagningarverkinu væri í verkahring viðkomandi tilbjóðanda Enda kom á daginn að aðeins þeir aðilar er höfðu kannað þetta mál til hlítar áður, gátu komið fram með endanlega ákveðin tilboð, þ. e.a.s. N.K.T., sem hefur verið að gera tilraunir með þessa gerð af pípu u.þ.b. ár, svo og Simplex í Bandaríkjunum, sem gerði tilboð í verkið sjálft og sína sérstöku gerð af pípu í oktober 1965 og hafa frá þeim tíma upplýsingar er verk- fræðingar þeirra höfðu aflað sér í sambandi við það tilboð. Þáttur Pirellis. Hlutur þriðja aðilans, Pirelli á á ftalíu, var sá að þeir gátu aðeins gert tilboð í leiðsluna sjálfa, en varðandi lagningar- og flutnings- kostnað, var tíminn svo naumur að ekki var hægt að gera nema mjög ónákvæmt tilboð. Auk þess höfðu umboðsmaður og Þórhallur Jónsson verkfr.. tilkynnt fyrirtæk- inu acf tilboðið yrði að berast fyrir Bútur af vatnsleiðslu Pirellis. 15. janúar. Þann 11. janúar tilkynn ir svo bæjarstjóri umboðsmanni Pirelli að tilboðið verði að berast fyrir bæjarráðsfund er halda átti 2.s.m., Pirelli var að búast við að geta gert bráðabirgðatilboð 14. jan. og bjóst við að gera tilboð, þó tími væri naumur. Pirelli gerði að sjálf sögðu athugasemd við umboðs- mann sinn og Þórhall Jónsson, þar sem þeir töldu, að þessir dagar skiptu þá verulegu máli, þannig, að þeir töldu sig geta notað þessa þrjá daga til frekari upplýsinga (t.d. varðandi pramma, sem þeir ætluðu að leigja hér eða í Hollandi í stað þess að flytja sinn eigin pramma frá Ítalíu, sem hefði orðið mjög seinlegt) þessum upplýsing- um bjuggust þeir við næsta dag, og hefði getað skipt máli um allt að 25% af útlagningarkostnaðinum. Þá voru og fleiri atriði í athugun, enda kom á daginn að Pirelli bauð t.d. 200.000 dollara á móti 104.655 er Simplex bauð þrátt fyrir að að- stæður Pirellis ættu að vera sízt verri. í dag telja verkfræðingar Pirellis að þeir hefðu getað lækkað sinn út lagningarkostnað um nær 30-40% og eru þó ekki öll kurl kominn til grafar. Meðferð bæjarráðs. Bæjarráði var sent bréf að beiðni Pirellis um að frestur yrði veittur til að gera endanlegt tilboð og bjóða Þórhalli Jónssyni verkfr. til Ítalíu í boði Pirellis til að kynnast framleiðslu þeirra og til frekari viðræðna, síðan ætluðu verkfræð- ingar að koma til íslands og gera hér endanlegt tilboð og barst það bæjarstjóra í skeyti fyrir bæjar- ráðsfund. En einhver fáranlegasta „þýðing” fór fram á þessu skeyti. Afgreiðslutíminn var fyrir tvær leiðslur afhentar í júlí og lagningu lokið í ágúst. En þegar bæjarráð leggur út skeytið, sem var á ensku verða tvær leiðslur að einni og júlí ágúst verða september. Þá má benda á að í fundargerð bæjarráðs er reiknað með sem aðalútboði frá N.K.T. pípu með 70 kg/cm2 vinnu- þrýstingi og flutningsgetu 1700 tonn á sólarhring eða fjárfestingu pr. flutningsgetu kr. 13.460,00 m3 dag þetta atriði er með breyttu letri en svo kemur kostnaður mið- að við 50 kg/cm2 sem þýðir 1430 tonna flutingsgetu pr. sólarhring í sviga en samkvæmt bréfi því sem bæjarstjórn barst dags. 14. des. er N.K.T. fram á að notaður verði þessi vinnuþrýstingur við væntan- legar pípur þeirra. Upphæðin 14.590,00 per tonn í fjármagnskostn að á dag er svo sett innan sviga eins og þetta sé aukaatriði, sem er raunverulega hin rétta viðmiðun, en ekki nóg með það þessi tala 14.590,00 er óskiljanleg að viti und- irritaðs nema -um einhvern frá drátt geti verið að ræða vegna breytts stofnkostnaðar t.d. raf- magnsdælu, því þessi tala ætti að öðrum kosti að vera rúmar Framhald á 3. síðu Talsverðu hefði munað á verði, ef þeir hefðu fengið pramma hér.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.