Fylkir


Fylkir - 03.02.1967, Síða 3

Fylkir - 03.02.1967, Síða 3
FYLKIR ó. Alhugasemd vegna vatnsmálsins Framhald af 1. síðu. 16.000,00 í fjármagnskostnað. Fróð- legt væri að fá skýringu á þessu atriði. Var málið kannað til hlítar? Enn reyndi Pirelli að fá frest hjá bæjarstjórn og sendi bréf fyrir bæjarstjórnarfund 14. janúar, en því var hafnað, en skellegastur and mælandi þess að bréfið yrði lesið upp hvað þá til umræðu var fyrr- verandi bæjarstjóri Guðlaugur Gíslason, enda viðkvæmt mál fyrir hann, þar eð hann hafði áður lýst því yfir að N.K.T. væri eini aðil- inn, sem gæti framkvæmt þetta verk, og taldi að fyrrverandi bæj- arstjórn hefði kannað málið ýtar- lega. Hinsvegar hafði N. K. T. aldrei framleitt slíka leiðslu, sem þeir nú bjóða í. Undirritaður getur hinsvegar sannað að fjöldi fyrir- tækja getur framleitt ámóta leiðslu og N.K.T. og það allt upp í 6 tommu innanmál. Það væri fróð- legt að vita hversu mörg fyrirtæki fyrrv. bæjarstjórnarmeirihl. hafði samband við um þetta mál. Hversvegna sá fyrrverandi bæjar stjórn ekki ástæðu til að bjóða verkið út að nýju er leiðsla Simpl- ex kom fram? Undirrituðum er kunnugt um að Innkaupastofnun ríkisins telur að þetta mál hefði átt að vera í þeirra höndum en ekki í höndum bæjar- stjórnar eða neins eins aðila. Þa væri fróðlegt að vita hvort Efna- hagstofnuninni sé kunnugt um með ferð málsins og hún hafi lagt bless- un sína í þeirri góðu trú að tilboða hafi verið leitað fyrir milligöngu Innkaupastofnunar ríkisins. Meðíerð málsins. Sannleikurinn er sá að meðferð þessa máls frá upphafi hefur ver- ið með algjörum eindæmum, fyrsx í höndum meirihluta sjálfstæðis- manna og síðan í höndum núver- andi bæjarstjórnarmeirihluta, sem gagnrýnt hefur fyrri meðferð þessa máls og hafði um það ýmsar sög- ur hversu samningar fóru fram á milli N.K.T. og fyrrverandi meiri- hluta, en svo þegar til kemur og þessir menn eru komnir í meiri- hlutaaðstöðu leggja þeir blessun sína yfir allt er þeir áður gagn- rýndu. Gott dæmi um kunnáttu- leysi bæjarfulltrúa eins er grein er birtist í Eyjablaðinu 11. janúar s.l. þar sem lesendum er skýrt frá því að N.K.T. hafi gert hagstæðasta til- boðið í leiðsluna. Sannleikurinn er sá, að N.K.T. gerði aldrei tilboð er hið opinbera útboð fór fram í októ- ber 1965. Það var aðeins Simplex, sem gerði tilboð í þá gerð leiðslu, sem nú er óskað eftir. Hinsvegar bárust um 20 tilboð í polyethylene leiðslur, en aðeins eitt tilboð í lögn ina sjálfa, sem er ekki að ástæðu- lausu. Það væri fróðlegt að upp- lýsa lesendur um álit nokkurra við urkenndustu verkfræðifirma í Evr- ópu og Ameríku um það útboð, þ. e. lögnina og hversu fráleit sú leið hefði verið ef út í það hefði verið farið, en sem betur fór bjargaði Simplex þessu með því að kynna sína ágætu framleiðslu. N.K.T. kann sannarlega að slá á viðkvæma strengi og láta okkur vita af þeirri fórn er þeir færa okkar vegna í þessu sambandi varðandi tilraunir er hafa kostað þá um 4 millj. ísl. kr. Við þurfum þó varla að láta okkur detta í hug að þetta sé ein- göngu gert okkar vegna eða verks þessa, enda fara þeir Guðlaugur Gíslason og Þórhallur Jónsson ekki dult með að fyrirtækið ætli sér að komast inn á markaðinn í sambandi við botngasið í Norðursjónum. Hinsvegar þarf N.K.T. að hafa verkefni á hendi til að fá leyfi til að reisa þessa verksmiðju nálægt sjó er gerir þeim kleift að standa betur að framleiðslu þessara pípna. Því hefur verið haldið mjög á lofti, að N.K.T. sé heimsfrægt fyrirtæki og eitt stærsta í Evrópu. Vissulega hefur N.K.T. gott orð á sér en til gamans má geta þess að Pirelli er þriðji stærsti kapalframleiðandi heims og hlutur þeirra stærstur í sjávarköplum (submarine cable). T.d. hafa þeir framleitt og lagt neð ansjávarkapla á milli eyjanna Sardinu og Elbu annarsvegar og hinsvegar meginlands Ítalíu. Það skal tekið fram að engin af þessum pípum eru eins, og ein hefur kosti fram yfir aðra og þess vegna ekki hægt að einblína á tölur. Einnig er það fráleitt að ákvörðun, sem þessi skuli vera í höndum leikmanna, en ekki sé leitað álits sérfræðinga, og þá helzt með sérhæfingu í neðan- sjávarlögnum. Þess ber að gæta að reynsla á sérhverju verksviði er þáttur sem aldrei verður ofmetinn. Leikmenn taka ákvörðun. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa alira og þá ekki sízt skattborgara Vestmannaeyjabæjar, að þetta mikilvæga mál hljóti varanlega og heiðarlega meðferð, er verði í senn hagkvæm og örugg til frambúðar. Því hlýtur hver réttsýnn maður að krefjast þess að bæjaryfirvöldin láti þá aðila fara með þetta mál, sem um þetta eru dómbærir og lát- in verði fara fram fullkomin til- boðasöfnun á grundvelli nákvæmr- ar útboðslýsingar og þeir, sem reynslu og þekkingu hafi á þessu máli verði látnir fjalla um að taka því tilboði, sem reynist hagstæð- ast í raun. Undirritaður vill að endingu taka fram að núverandi bæjarstjóri og Þórhallur Jónsson, verkfræðingur, hafa sýnt, að þeir eru fúsir til að kanna alla mögleika en mega sín því miður ekki sem skyldi, þar sem völd t.d. verkfræðings í þessu máli virðast heldur lítil og það furðu- lega var, að er þessi mál voru rædd hér í bæjarráði og bæjarstjórn var Þórhallur Jónsson ekki viðstaddur umræður um þetta mál. Undirrituðum var kunnugt um, að Magnús Magnússon, bæjarstjóri, hafði áhuga á að Þórhallur væri viðstaddur þessa fundi, en þar sem hann átti ekki heimangengt þá stundina, tóku pólitískusar að sér hlutverk „sérfræðingsins”. Hvern- ig, sem þessu máli lyktar er samt óskandi að „sérfræðingarnir” hafi valið réttu leiðina. Adolf Bjarnason. Barnavagn til sölu. — Vel með farinn. — Upplýsingar aff Brimhóla- braut 4. — Sími 2335. Lopapeysur Tek aff mér aff prjóna LOPAPEYSUR. HREFNA ÓSKARSDÓTTIR, Flötum 10. Hárgreiðslustola. HEFI OPNAÐ Hárgreiffslustofu aff Boffa- slóð 16. BRYNJA HALLD ÓRSD ÓTTIR Sími 1658. Golfklúbbur Veslmannaeyja heldur ársfagnað í Samkomuhúsinu 11. febrúar n. k., er hefst með borðhaldi kl. 7. Aðgöngumiðar seldir í Samkomuhúsinu 9. febrúar kl. 4 — 7. Auglýsendur í firmakeppni félagsins vitji aðgöngu- miffa um leiff. S TJÓRNIN. Frá EYVERJUM Á morgun (laugardag) kl. 4 efna Eyverjar til ráðstefnu í Samkomuhúsinu. Mun Styrmir Gunnarsson, lögfræffingur, þá flytja erindi um stjórnmálaviffhorfiff í dag. Allt sjálfstæffisfólk er velkomiff á ráffstefnuna. EYVERJAR. Aðalf undur. BJÖRGUNARFÉLAGS VESTMANNAEYJA verffur haldinn í Samkomuhúsi Vestmannaeyja (litli salur), sunnudaginn 5. febrúar klukkan 4 síffdegis. — Venjuleg affal- fundarstörf. — Fjölmenniff á fundinn og sérstaklega allir þeir sem hafa áhuga á björgunarmálum. STJÓRNIN.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.