Fylkir


Fylkir - 03.02.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 03.02.1967, Blaðsíða 4
r Til ritstjóra Eyjablaðs. 'N Neðan f rá sjó. v---------- ---------) Veðráttan: Ennþá er tíðin mjög erfið, einlægt vindstrekkingur, ekki að vísu stórviðri, en nóg til þess að sjóveður er slæmt. Línubátarnir komust flestir á sjó á mánudag- inn og síðan hefur verið eitthvað róið alla daga, það sem af er viku, en misjafnlega margir hverju sinni. Dagarnir lengjast og með hækk- andi sól vona menn, að veður fari að stillast og vertíðin komist í full- an „gang“. Aflamagn: Um mánaðamótin núna voru komin á land 822 tonn af bolfiski, en á sama tíma í fyrra var aflinn 776 tonn, en í fyrra voru í aflanum 460 tonn af ufsa, er síldarbátarnir fengu í síldarnæturn ar. Af þessu sést, að aflamagnið er meira núna heldur en í fyrra, þrátt fyrir alla ótíðina, og mun meira, ef tekið er tillit til ufsaafla síldarbátanna, sem sérstætt er um. Má af þessu ráða, að hefðu gæftir verið skaplegar, þá myndi vera komið mun meira á land af bol- fiski heldur en á sama tíma í fyrra. Aftur á móti er mun lakara með síldina, núna um mánaðamótin var síldaraflinn 1485 tonn, á sama tíma í fyrra var búið að landa hér 7901 tonni. Hér er gífurlegur mun- ur, er hlýtur einhvers staðar að segja til sín. Línan: Svo sem fyrr segir, kom- ust línubátarnir á sjó á mánudag- inn eftir landleguna, þá var vont sjóveður og afli tregur, mestan afla þann dag hafði Stígandi, 6 tonn. Mestan afla í róðri það sem af er viku hafði Sæbjörg VE á miðviku- daginn, II tonn. Aflahæstu bátarn- ir á línu eru: Sæbjörg 110 tonn, Kap 74 tonn og Stígandi 68 tonn. Um mánaðamóti í fyrra var Skálabergið hæsti bátur með 40 tonn í 5 róðrum. Botnvarpan: Dauft hefur verið hjá trollbátunum. Fisk helzt að fá „austur með“, en þangað er erfitt um sjósókn í þessum umhleypingi. Oft komin bræla, er loks er kom- ið á miðin eftir 8—10 tíma stím. Mestan afla í túr hafði „Ver,“ 11 tonn. Síldin: Síldarbátarnir hafa lítið getað aðhafzt, komust þó út á þriðjudaginn og þann dag komu á land 250 tonn, mestan afla hafði þann dag Gullberg, 44 tonn. í gær komust þeir svo út aftur og var Ó- feigur II aflahæstur með 75 tonn. Kristbjörg: í fyrradag, er Krist- björg var á leið út á miðin kom í ljós veruleg vélarbilun á aðalvél bátsins. Við athugun reyndist sveif arásinn mjög skemmdur og það svo, að talið er að viðgerð geti tek- ið allt að 6 vikur. Er hér um að ræða mikið og tilfinnanlegt tjón. Bj. Guðm. Framhald af 2. síðu. Því er til að svara, að mér sýnist ógerlegt að hafa ekki bíl, enda hef ur það tíðkazt fjölmörg undanfarin ár. Það er með ólíkindum hve mik ið snatt og snúningar eru í kring um þetta, ef vel á að vera. Að vísu á flugvöllurinn hér tvo bíla, fólks- bíl, sem flugumsjónarmenn hafa til sinna nota eingöngu og er nauðsyn- legt og sjálfsagt, og svo stóran vöru bíl, sem mér finnst of dýrt að taka úr vinnu til sendiferða og flutn- inga á hinu og þessu smádóti. Og að taka bíl á stöð í hvert sinn, sem á þarf að halda, er líka allt of dýrt og væri hreint bruðl með peninga. Loks er ekki úr vegi að geta þess hér, að sú bæjarstjórn, sem þú veitir varaforstöðu, hefur einmitt viðurkennt þessi sjónurmið með þeim hætti, sem nú skal greina. Eitt af fyrstu verkum bæjar- stjórnarinnar í vor, var að taka þann bíl af verkstjóra áhaldahúss- ins, sem hann hafði haft til um- ráða um skeiö, með þeim ummæl- um a. m. k. sumra bæjarfulltrúa, að hann hefði ekkert við bílinn að gera. En þegar verkstjórinn skömmu síðar flutti tæki sín upp á flugvöll við upphaf malbikunar- framkvæmda, þá lítur út fyrir að bæjarstjórn hafi séð fram á, að ó- hentugt væri að hafa verkstjórann bíllausan á meðan þær fram- kvæmdir stæðu yfir. En hvort sem framsýni bæjarstjórnar náði nú langt eða skammt, þá tók hún þá þegar bíl á leigu hjá Bílaleigunni S.A., og hafði verkstjórinn þann bíl til umráða, meðan á flugvallar- framkvæmdum hans stóð eða sam- anlagt í rúman mánuð. Ekki er ég að geta um þetta hér bæjarstjórn til lasts, síður en svo. Eg veit manna bezt, að þennan tíma gat maðurinn naumast bíllaus ver- ið. En þar fyrir sýnist mér ekki úr vegi, þó ekki væri nema til þess að gera öllum jafnt undir höfði, að inna þig, herra varaforseti, eftir því hver kostaði þessa leigubifreið og hversu hárri upphæð nam sá kostn aður? Ennfremur leyfi ég mér ■ í réttlætis nafni að spyrja um frek- ari viðskipti við bílaleigur á veg- um bæjarstjórnar í sumar og haust, ef einhver eru. Hvers vegna fóru þau fram og hvaða upphæðir hafa verið greiddar þeirra vegna? Þá er og rétt að taka lítillega til athugunar hvort bifreið sú, sem ég hef haft, er of dýr flugvellinum miðað við notagildi hennar fyrir völlinn og ekki síður miðað við þær venjur eða hefðir, sem skapazt hafa í hliðstæðum efnum. Bæjarfyrirtæki gera sínum verk stjórum annað tveggja, leggja þeim til hentuga bíla fyrir sinn eigin reikning eða greiða þeim svo nefndan bílastyrk. Framkvæmda- stjórar fiskvinnsluhúsanna hafa bílastyrki, sumir skrifstofumenn þeirra og ýmsir verkstjóranna einnig. Fiskimatsmenn munu og hafa bílastyrk. Fleiri dæmi mætti nefna. Bílastyrkir þessir munu yfirleitt nema frá 3000—3500 krónum á mánuði. Þeir munu á engan hátt rýra eignarrétt þessara starfsmanna á bílum sínum í vinnutíma, ekki leggja þeim á herðar notaskyldu á neinn hátt, heldur virðist styrkjum þessum í flestum tilfellum einungis ætlað það hlutverk, að mæta kostn aði þeirrar þjónustu, sem starfs- mönnum sjálfum líkar að leggja bíla sína í. Þessu er öðruvísi farið með þá bifreið, sem verkstjóri flugvallar- gerðarinnar hefur, hvort sem hann á hana sjálfur eða ekki. Þeirri bif reið er ætlað það hlutverk að spara fyrirtækinu fé. Þetta hefur flug- málastjórnin séð og viðurkennt, svo sem vænta mátti. Til sönnunar því sé ég mig tilknúinn að fræða þig á því, að fyrirrennari minn í starf- inu, sem að jafnaði hafði sína eig- in bifreið tl afnota, fékk greddar hennar vegna hin síðari ár kr. 350,00 — þrjú hundruð og fimm- tíu krónur — fyrir hvern starfsdag (helgidagar undanskildir) og get- ur þú þá séð, að dýrtíðardraugur- inn hefur heldur betur sneitt hjá garði flugvallargerðarinnar upp á síðkastið í þessu efni. Og ég tek þó fram, að ég tel þessa greiðslu til fyrirrennara míns sízt of mikla fyrir þá ágætu bíla, sem hann átti og notaði a. m. k. hin síðari árin. Og er þar vissulega ólíku saman að jafna, þeim og þessum, sem ég hef haft. En þessi bifreið hefur þó kom- ið fyrirtækinu að fullum notum að ég tel, þótt útlitið sé kannski ekki upp á marga fiska. Hannvc mTý wnf hfim §k |j/j HÁSKÓL ösIS&I ANS Landakirkja: Messað kl. 2 n. k. sunnudag. Sr. Jóhann Hlíðar. Betel: Barnaguðsþjónusta kl. 1 n. k. sunnudag. Almenn samkoma kl. 4,30. Eykyndill: 26. janúar s. 1. var aðalfundur Eykyndils haldinn. Mætti á fund- inum Hannes Hafstein erindreki og sýndi hann myndir og flutti er- indi varðandi slysavarnamál. Formaður félagsins, frú Sigríð- ur Magnúsdóttir, átti 25 ára stjórn arafmæli um þessar mundir. Minnt ist deildin þess og færði henni blóm í tilefni afmælisins. Mættar voru á fundnum milli 140—150 félagskon- ur. Eg læt nú þessu rabbi lokið að sinni, enda að venju orðinn full langorður. Ýmsir hafa látið í ljós við mig þið álit sitt, að spurning þín um .bíldrusluna, sem ég hef, eigi rætur sínar að rekja til löng- unar þinnar í þá áttina, að koma mér í bölvun, ef hægt væri. Mér er það sannkallað gleðiefni að geta sagt með nokkurri vissu, að svo er ekki, enda ekki þér líkt. Eg mundi fremur hallast að þeirri skoðun, að þú hafir farið að minnast á þetta, til þess að gefa mér tækifæri til að koma opinberlega á framfæri leiðréttingu á ýmsum getgátum, sem aðrir en þú hafa séð sig til- knúna að hafa uppi um þetta. En hvort þér helzt lengi uppi svoleiðis moðreykur í þeim herbúðum, þar sem þú starfar nú, er svo annað mál. Steingrímur Arnar. Endurnýjun til 2. flokks er hofin. — Glevmið ekki oð endurnyja. Umboðsmaður. Happdrætti Háskóia íslands

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.