Fylkir


Fylkir - 10.02.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.02.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 10. febrúar 1967 5. tölublað. í Fylki 3. þ. m. ræðir Adolf Bjarnason vatnsveitumálið og þó sérstaklega þá aðstöðu, sem bæjar- stjórn komst í, eftir að danska fyr- irtækið NKT hafði tilkynnt, að það af tæknilegum ástæðum í sambandi við að koma leiðslunni frá verk- smiðju og niður að höfn, yrði að fresta afgreiðslu hennar um eitt ár, eða til sumarsins 1968 í stað 1967, eins og áður hafði verið gengið út frá. Vegna þessa breytta viðhorfs hafði bæjarstjórn látið athuga aðra möguleika, en áframhaldandi samning við NKT. Niðurstaðan af þeim athugunum lágu fyrir aukafundi bæjarstjórnar, sem haldinn var hinn 13. jan. s. 1. og birtist í tilboðum frá þremur að- ilum, sem úr var að velja, og fara þau hér á eftir: 1. NKT, Kaupmannahöfn. Ein 4 tommu leiðsla, útlögð í júní/júlí 1968. Flutningsgeta með hámarksálagi 1700 tonn á sólarhring. Verð kr. 22.890.000,00. 2. Pirelli, ítalíu. Ein 3,7 tommu leiðsla, útlögð í september 1967. Flutningsgeta með hámarksá- lagi 1300 tonn á sólarhring. Verð kr. 26.510.000,00. 3. Simplex, U. S. A. Ein 4 tommu leiðsla, útlögð í síðasta lagi í ágúst 1967. Flutningsgeta með hámarksálagi 1800 tonn á sólarhring. Verð kr. 37.550.000,00. Framangreindar upplýsingar eru niðurstaða Þórhalls JÓnssonar, fyrrverandi bæjarverkfræðings, eft ir að hann hafði unnið úr umrædd- um tilboðum. Það skal tekið fram, að allar leiðslurnar fullnægja styrkleika- kröfum, sem tæknilegir ráðunautar bæjarstjórnar hafa sett fram. Einnig skal það tekið fram, að bæði NKT og Pirelli hafa boðið hlut- fallslega lægra verð, ef samið væri í Framsóknarblaðinu 1. febrúar s. 1. ritar Jóhann Björnsson, 2. bæj- arfulltrúi Framsóknarfl. grein, sem hann nefnir: Byggingarmiðstöð. — Segir orðrétt í greininni: Bæjarfé- lagið á nærri 15 milljónir króna í Sambýlishúsinu. Þetta eru skuldabréf, sem greið- ast eiga á næstu 15 árum. Má á þessum línum Jóhanns Björnssonar skilja svo, að væntanlegir eigendur sambýlishússins komi til með að gefa út skuldabréf bæjarsjóði til handa 1 upp á 15 milljónir króna, þegar búið verður að undirskrifa kaupsamninga. Þetta langar mig til að véfengja hjá Jóhanni Björnssyni, og segja, að þarna sé farið með alrangt mál. í sambýlishúsinu eru 24 íbúðir, eins og flestum bæjarbúum mun vera kunnugt, þar af á bæjarsjóður 2 íbúðir, en kemur sennilega til með að eignast þriðju íbúðina. Þessar í- búðir notar bæjarsjóður fyrir fólk, sem hann þarf að sjá fyrir húsnæði. (Svo ekki ætla ég, að bæjarsjóður selji þessar íbúðir að sinni). Svo þá verða væntanlegir eigendur Sam býlishússins, 21 að tölu ásamt bæj- arsjóði. Kemur þá til að þessi 21 eigandi gefi út skldabréf bæjar- sjóði til handa upp á 500 þús. kr. fyrir hverja íbúð, svo að ekki verða þessi 21 skuldabréf upp á hærri upphæð en 10,5 milljónir. um tvær eða fleiri leiðslur samtím- is. Þessar upplýsingar sýna, að verð tilboð NKT var miðað við kaup á einni leiðslu, 3,6 milljónum lægra eri verðtilboð Pirelli, sem var næst lægst og flutningsgeta leiðslu NKT er 500 tonnum meiri á sólarhring, en leiðsla Pirellis, en afgreiðslu- frestur aftur á móti níu til tíu mánuðum lengri. Þetta er sú upphæð, sem ég tel, að væntanlegir eigendur skuldi bæjar sjóði þegar þeir hafa undirritað kaupsamninga við bæjarsjóð, en ekki 15 milljónir eins og Jóhann Björnsson vill láta í veðri vaka í fyrrnefndri grein sinni. Nú segjum svo, að bæjarsjóður seldi.svo sínar 3 íbúðir gegn einnar milljón króna skuldabréfum hverja íbúð, dugir það hvergi til að koma Jóhanni Björnssyni upp í 15 millj- ónir, Hann kemst aldrei að mínu áliti nema upp í 13,5 milljónir, hvernig sem hann fer að. Ef ég fer hér með rangt mál sé ég mig til neyddan að fara fram á það við Jóhann Björnsson, að hann b.eiti sér fyrir því, að meirihluti bæjarstjórnar leggi fram uppgjör fyrir Sambýlishúsið og sanni fyrir mér og öðrum, sem koma til með að eignast íbúðir í Sambýlishúsinu, hver sannanlegur byggingarkostn- aður fyrir Sambýlishúsið hefur orð ið, og að það verði birt opinberlega, og í uppgjöri þessu yrði hver kostn aðarliður fyrir sig lagður fram, og ekki mundi það saka þótt með fylgdi yfirlit yfir þær íbúðir, sem bærinn á í Sambýlishúsinu. Önnur grein er rituð í þessu sama blaði og nefnist hún: Siðlaus um málflutningi svarað. Höfundur hennar ' er enginn ann Framhald á 4. síðu. A. B. telur í grein sinni, að um bráðabirgðatilboð hafi verið að ræða hjá Pirelli, þar sem of naum- ur timi hafi verið til athugunar á öllum aðstæðum. Þetta er vafalaust rétt. Hins vegar hefur bæjarstjórn nú borizt formlegt tilboð frá þessu fyrirtæki með bréfi dags. 17. jan. s. 1. og verður ekki séð, að þar sé um neina lækkun á verði sjálfrar leiðslunnar að ræða, en hins vegar um 20 þúsund dollara, eða um 900 þúsund króna lækkun á lögn henn ar. En ekki verður annað séð, en að tilboð þessa fyrirtækis sé enn mun óhagstæðara en tilboð NKT, sérstaklega þegar athugað er, að flutningsgeta leiðslu Pirellis er nær einum þriðja minni. Eg tel því, að það hafi legið nokk uð ljóst fyrir að bæjarstjórn varð að gera það upp við sig, hvort hún vildi semja um kaup á mun dýrari leiðslu til þess að fá hana afgreidda 9 til 10 mánuðum fyrr, eða halda áfram samningum við NKT mið- að við afgreiðslu sumarið 1968. Að lagningu leiðslunnar yfir sundið út til Eyja seinkar um þessa mánuði eru bæjarstjórn í heild auðvitað nokkur vonbrigði. Ef hins vegar er á það litið, að verulega hefur seinkað með að hefjast handa um lagningu innanbæjarkerfisins taldi ég þeta ekki hafa nein úrslita- áhrif og fylgdi því að samið yrði við NKT um lögn leiðslunnar á grundvelli fyrirliggjandi upplýs- inga. Og tel ég, að enn hafi ekkert komið fram, sem rökstyðji, að aðr- ar leiðir hafi verið heppilegri. Eg skil afstöðu Adolfs Bjarnason ar og met hana út af fyrir sig. Hann kom fram sem umboðsmaður hins ítalska fyrirtækis Pirelli og því eðlilegt og sjálfsagt að hann gætti hagsmuna þess. Hins vegar hljóta bæjarfulltrúar, hvar í flokki sem þeir standa að líta fyrst og fremst á hagsmuni byggðarlagsins, þegar taka á ákvörðun um stórmál eins og þarna var á ferðinni. Engin önnur sjónarmið mega koma til greina. Framsóknarmenn og Sambýlishúsið Guðl. Gíslason.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.