Fylkir


Fylkir - 10.02.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 10.02.1967, Blaðsíða 4
Neðanfrá sjó. •Veðráttan: Veðráttan hefur ver- ið alveg sérstaklega erfið, varla komið góður dagur, ef frá er skil- inn föstudagurinn í fyrri vikú. — Þrátt fyrir þetta hafa bátarnir ver- ið á sjó flesta dagana, en misjafn- lega margir dag hvern. Ef þessu heldur áfram má gera ráð fyrir, að lítið verði úr línuvertíðinni, eins og hún fór þó vel af stað. Aflabrögð: Botnvörpubátarnir hafa varla komizt út alla þessa viku. Rétt komizt á miðin, en þá komið rok og þeir haldið í höfn. Línubátarnir hafa aflað sæmilega. Aflinn er auðvitað háður veðri, en þegar veður hefur leyft er ekki hægt að segja annað en hann sé allgóður. Margir bátar hafa komizt í 10—12 tonn í róðri. Aflahæstu bátarnir á línu eru Sæbjörg með 139 tonn, Stígandi með 108 tonn og Kap með 87 tonn. Hæstu bátarnir á trollinu eru Andvari með 57 tonn (slægt) og Ver með 40 tonn (slægt). Síldin: Síldarbátarnir hafa lítið getað verið að. Komust þó aðeins út á þriðjudag og miðvikudaginn. Mestan afla hafði Sigurpáll, 530 tunnur. Loðnan: Nú er loðnan komin á miðin. Ef að vanda lætur fer þá að styttast í línuvertíðinni. Kristj- án Valgeir fékk 2600 tunnur af loðnu rétt vestan við Ingólfshöfða fyrri part vikunnar. Eitthvað af loðnunni var tekið í beitu, en megn ið fór í bræðslu. Loðnan var aðeins fyrr á ferðinni í fyrra. — Netin: Einhver netahugur er kom inn í menn. Sigurgeir á Lundanum lagði eina trossu á Stakkabótinni hérna á dögunum og varð aðeins var. Annars er Lundinn enn á trolli, en lagði þessi net svona til þess að þreifa fyrir sér. Björg mun leggja net í næstu viku, og í gær heyrði ég talað um bát, er væri að „steina niður“. — Ný skip: Margur maðurinn hefur áhyggjur af því, hve skipin, er bol fiskveiðar stunda ganga úr sér og ekkert eða vægast sagt mjög tak- markað kemur í staðinn. Er þetta að vonum, svo mjög sem við erum háð bolfiskveiðum um lífsafkomu. Það blæs að vísu ekki byrlega fyr ir þessum atvinnuvegi í dag, um að fylla í skörðin, en þrátt fyrir það verður að horfast í augu við það, að ný skip verður að fá. Á þetta ekki sízt við um okkur hér í Eyjum, með þessi stóru fiskiðju- ver, en nýting þeirra er fyrst og fremst komin undir, hvernig geng- ur um bolfiskveiðarnar. Um þessa hluti verður að fara að hugsa af al- vöru og leggja niður fyrir sér hvað sé heppilegast og bezt og hver á í Malgogn Sjóifstæðis- í'okksins Innilegar bakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför okkar hjartkæru litlu dóttur, SIGRÍÐAR ÓSKAR AUÐBERGSDÓTTUR. ;*o» Margrét Sigríður, Auðberg Óli Valtýsson. FRÁ FLUGMÁLASTJÓRA. í Eyjablaðinu 11. janúar 1967 er grein um flugvöllinn í Vestmanna- eyjum, þar sem óskað er upplýs- inga um nokkur atriði, er hann varða. Vil ég hér með leyfa mér að svara spurningunum í þeirri röð er þær koma fram: 1—2. Hinn nothæfi hluti flugbraut arinnar er hinii sami nú og síðast- liðið vor eða 720 metrar. Unnið var að því í sumar og haust að sprengja úr Sæfelli og aka grjótinu í uppfyllingu á suðurenda flug- brautarinnar. Er uppfyllingin nú um 100 metrar á lengd og er ætlun in að aka í hana yfirlagi og taka í notkun í vor. 3. Fjárfesting fyrir árið 1966, nam vegna Vestmannaeyjaflugvall- ar samtals kr. 6.123.409,38. Er þar innifalinn kostnaður við undirbún- ing flugbrautarinnar fyrir malbik- un og malbikun beggja enda A—V flugbrautar, kostnaður við að sprengja grjót úr Sæfellinu og aka því í suðurenda flugbrautar, ný loftpressa o. fl. 4. Flugfélag íslands h. f. hefur óskað, að flugbrautin verði lengd í 930 metra vegna Fokker Friend- ship flugvéla félagsins. Létthlaðn- ar í nokkrum vindi þurfa þær þó ekki svo langa braut. 5. Kostnaður flugmálastjórnar vegna leigubifreiðar þeirrar, sem minnst er á síðast í greininni, hef- ur verið allt að kr. 5000,00 á mán- uði. Minnzt er á það, að Vestmanna- eyjaflugvöllur hafi verið afskipt- ur í þróun flugmála hérlendis und- anfarin ár. Er í því sambandi fróð legt að athuga neðangreint yfirlit yfir hlut Vestmannaeyja af heild- arfjárveitingu til flugmála frá því 1958: Landakirkja: Messað kl. 2 n. k. sunnudag. Séra Þorst. L. Jónsson. Betel. Barnaguðsþjónusta kl. 1 n. k. sunnudag. Almenn samkoma kl. 4,30. Merkisafmæli: í dag er Guðjóns Jónsson, Reykjum, 75 ára. Blaðið óskar afmælisbarninu allra heilla. FRAMS ÓKNARMENN OG SAMBÝLISHÚSIÐ Framhald af 1. síðu. ar en 1. forseti bæjarstjórnar, Sig- urgeir Kristjánsson, 1. bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins. Ekki finnst mér Sigurgeir Kristj ánsson síður kunna að hagræða töl- um til, en J óhann Björnsson, flokksbróðir hans, enda varla von, þar sem bygging Sambýlishússins virðist fara svo mjög í þeirra fínu taugar (ef að einhverjar eru). Segir Sigurgeir Kristjánsson orð rétt í sinni grein: Það var ekki vænlegt til stuðnings í bæjarstjórn arkosningum að tilkynna fólkinu í Sambýlishúsinu, að byggingin hefði farið 10 milljónir króna fram úr á- ætlun. Svo mörg voru þau orð. Eg verð að segja Sigurgeiri Kristjánssyni, að hér er farið með staðlausa stafi og alrangt mál. Þegar kostnaðaráætlun fyrir sam býlishúsið var gerð og lögð fram var hún upp á 4,6 milljónir króna. Var þá gert ráð fyrir því, að íbúð- irnar yrðu afhentar fokheldar og að allt sem að sameiginlegt er yrði fullgert. Tel ég að Sigurgeiri Kristj ánssyni sé þetta mjög vel kunnugt, þar sem hann átti sæti í bæjar- stjórn þegar þetta mál var tekið Ár Til Vestm.eyjaflugv. Hlutf. Til flugm. samt. milj. þar til meðferðar. 1958 kr. 558.144.17 8.5% 6.6 Síðar var farið inn á þá braut að 1959 — 671.579,06 7,9% 8,5 skila íbúðunum tilbúnum undir tré 1960 — 685.693,82 7,5% 9,2 verk, eins og þær voru afhentar 1961 — 918.012,87 10,0% 9,2 væntanlegum eigendum. 1962 — 1.292.544,06 11,5% 11,2 Hér hlýtur að vera um mjög 1963 — 3.234.951,41 24,5% 13,2 mikinn kostnaðarmismun að ræða. 1964 — 4.535.440,87 29,8 15,2 Tel ég að Sigurgeir Kristjánsson 1965 — 3.054.082,53 12,1% 25,2 viti þetta mjög vel og geri sér 1966 — 6.123.409,38 11,0% 55,6 grein fyrir því, að ekki geti verið Virðingarfyllst, um sambærilegan kostnað að ræða, Agnar Kofoed-Hansen. hvort íbúðirnar séu seldar fokheld ar, eða tilbúnar undir tréverk. ' - ÍIÍFI! Ekki dylst það fyrir mér, að Sam AÐALFUNDUR. Iðnaðarmannafélag Vestmanna- eyja hélt aðalfund sinn í Samkomu húsinu þriðjudaginn 31. janúar s. 1. Var þar m. a. rædd og samþykkt þýðingarmikil lagabreyting fyrir félagið. Samþykktin var sú að breyta félaginu í deildir, þannig að hver iðngrein myndar sér stjórn innan félagsins og formenn deild- anna svo fulltrúaráð. Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarð- ar gerði þessa skipan innan síns raun og veru að vera framtíðar- stefnan varðandi endurnýjun þess bátafl.ota, sem framtíð þessa byggð arlags hvíiir á. Bj. Guðm. félags fyrir mörgum árum síðan, og hefur það gefið góða raun. Þá voru og rædd mörg mál, er varða félagið og félaga í heild, til dæmis um sölu á húseign félagsins, Breiðabliki . Kosið var í stjórn. Að þessu sinni áttu að ganga úr stjórn, vara- formaður, ritari og gjaldkeri, en voru endurkosnir, og skipa þá stjórnina nú: Formaður: Eggert Ólafsson, Skipasmíðameistari. Varaformaður: Finnbogi Ólafsson netagerðarmeistari. Ritari: Gísli Engilbertsson, mál- arameistari. Gjaldkeri: Valtýr Snæbjörnsson, húsasmíðameistari. býlishúsið hefur farið talsvert fram úr kostnaðaráætlun og tel ég þar margt koma til greina, sem ég læt órætt hér að sinni. En ef ekki er hægt að kalla slík skrif eins og þessi hjá bæjarfulltrú um Framsóknarflokksins siðlausan málflutning og hagræða til tölum, þá veit ég ekki hvað slíkt er. „Einn úr Sambýlishúsinu.“ Meðstjórnandi: Garðar Júlíusson, raf vir k j ameistari. Varastjórn: Einar M. Erlendsson, húsgagnasmíðameistari og Garðar Bj örgvinsson, húsgagnasmíðameist- ari. Endurskoðendur: Vigfús Jónsson, vélsmíðameistari og Ólafur Jóns- son skipasmíðameistari.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.