Fylkir


Fylkir - 17.02.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 17.02.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 17. febrúar 1967. 6. tölublað. ÁLVERKSMIÐJAN lyftistöng Helgi Bergs ritar í síðasta Fram- sóknarblað langa grein og mikla, er hann nefnir Skipulag í stað óstjórn ar. Virðist Helgi vera töluvert á eftir tímanum með þessa grein sína, því ekki hefði verið órétt- mætt, að hún hefði borið þetta nafn á tímum vinstri stjórnarinnar sálugu, og hefði þá verið algert réttnefni. En það er nú einu sinni svo, að það mál er heldur við- kvæmt fyrir þá Framsóknarmenn og reyndar fleiri, ef á það er minnzt. Þarf heldur engan að furða þótt þeir líti undan þegar rætt er um þá stjórnartíð, ekki var hún svo blómleg, meðan hún var og hét. Alþingismaðurinn minntist á það í grein sinni, sem vissulega er satt og rétt, að fiskifræðingar héldu því fram, að þorskstofninn við landið væri þegar fullnýttur og jafnvel um ofveiði að ræða. Að vísu mun þetta ekki vera álit allra, sem telja sig hafa vit á málunum, en skylt mun þó vera að taka mark á þeim mönnum, sem lagt hafa fyrir sig rannsóknir á þessum atvinnuvegi. Taldi hann þá, að beinast lægi við fyrir okkur íslendinga að reyna að hrifsa eins mikið til okkar af hrá- efninu og hægt væri, meðan eitt- hvað væri enn til af því í sjónum, svo að ekki yrðu aðrir á undan okkur til þess. En þetta mátti helzt ráða af skrifum hans. Þá hlýtur þeirri spurningu að skjóta fram í kollinum á mönnum, hvað þeir Framsóknarmenn hafi hugsað sér að gera, ef svo færi, að fiskimið landsins yrðu upp urin, og ekki lengur hægt að treysta á fisk- veiðarnar sem aðalatvinnuveg. Það væri auðvitað óskandi, að svo yrði ekki, en má samt gera ráð fyrir því að svo gæti orðið. Allir hugsandi menn sjá strax, að ei.na leiðih yrði að snúa sér að öðrúm. at.vinnuveigum, sem hægt væri að byggja afkomu. landsins á. Þessu hafa samt Framsóknarmenn fyrir íMt og kommúnistar í stjórnarandstöð- unni barizt á móti af alefli að hægt væri að gera. Á ég þar við álverk- smiðjuna, sem þeir sáu rautt yfir, ef á hana var minnzt. Til allrar hamingju öðluðust þau lög þó gildi sem kváðu á um framtíð hennar, til mikillar gremju fyrir andstæð- inga hennar, an auðvitað gleði fyr ir framsýna landsmenn. Það þykir sjálfsagt að hafa sem mest og bezt björgunartæki um borð í hverju skipi, sem um höfin siglir, og á flestöllum fiskibátum eru nú orðnir tveir björgunarbátar, svo hægt sé að treysta á annan þeirra, ef hinn skyldi bila. Er ekki rétt og sjálfsagt að gera einnig slíkar varúðarráðstafanir fyrir land og þjóð? Er ekki heldur mikið að treysta einungis á einn stopulan at- vinnuveg í landinu? Er það ekki rétt spor að fara að dæmi annarra þjóða og reyna að hafa sem víð- astan grundvöll undir atvinnu landsmanna? ÞesSar spurningar mættu menn hugleiða með sér og jafnvel hugsa nokkur ár eða ára- tugi fram í tímann. Stjórnarandstaðan lagði sig alla í framkróka á sínum tíma með að véla um fyrir almenningi í álverk- smiðjumálinu. Kenndi hjá þeim margra grasa í blekkingum og rang túlkun á málinu. Voru það aðallega þrjár fullyrðingar, sem þeir skelltu fram til stuðnings sínum málflutn- ingi. Ein þeirra var sú, sem lítillega hefur verið minnzt á hér að fram- an, að hér væri ekki um þjóðhags- lega hagkvæma framkvæmd að ræða. Það er aftur á móti svo, að bein þjóðhagsleg áhrif af álverk- smiðjunni eru hagstæð fyrir fslend inga bæði hvað snertir byggingu verksmiðjunnar svo og rekstur hennar. Áætlað er, að útflutnings- verðmæti verksmiðjunnar verði í lireinum. gjaldeyristekjum um það bif 300—350 millj. króna á ári, eða um. 6.50 þúsund kr. á hvern vinn- andi mann hjá verksmiðjunni, en það er mun hærra hlutfall en hjá sjávarútveginum. Eru tekjurnar af verksmiðjunni það miklar, að þær eru álíka og kostnaðurinn við þann hluta Búrfellsvirkjunarinnar, sem tekinn verður til hennar nota og í þágu álbræðslunnar. Önnur ástæðan fyrir því, að stjórnarandstaðan vildi ekki fall- ast á byggingu verksmiðjunnar var sú, að þeir töldu, að hún legði byrðar á herðar almennings með hækkuðu rafmagnsverði. Nægir þar það eitt að tilgreina, sem áður er sagt um tekjurnar af verksmiðj unni í sambandi við rafmagnskostn aðinn. Annars hefur þessari grein verið gerð svo greinargóð skil af hendi ráðamanna verksmiðjunnar, að þess gerist ekki frekar þörf hér. Þriðja meginástæðan til hindr- unar byggingar verksmiðjunnar frá hendi stjórnarandstöðunnar var að hún drægi til sín svo mikið vinnuafl, að með því væri öðrum atvinnuvegum þjóðarinnar, svo sem landbúnaði og fiskveiðum stefnt í hreinan voða. Hér er um ósannar fullyrðingar að ræða, eins og hér verður rakið. Sem betur fer er full atvinna í landinu, eins og stendur. Þess vegna getur vinnuaflsskortur orðið, meðan á byggingu verk- smiðjunnar stendur. Þess vegna er nauðsynlegt, meðan á þeim fram- kvæmdum stendur, að draga eftir mætti úr opinberum framkvæmd- um, sem minni þýðingu hafa, svo að hægt verði að einbeita kröftun- um að verksmiðjunni. Einnig mætti hafa erient vinnuafl í huga í þessu sambandi. Menn mættu minnast þess, að það yrði ekki í fyrsta sinn, sem íslendingar þyrftu að leita á náðir annarra þjóða með vinnuafl, það hafa þeir orðið að gera svo að segja á hverju ári til að geta mann- að bátaflotann á vertíð, og hefur þá aðallega verið leitað til frænda vorra Færeyinga. Svo að það atriði ætti ekki að þurfa að vera neinn ásteytingarsteinn fyrir menn. í áætluninni er gert ráð fyrir 60 þúsund tonna verksmiðju, sem yrði byggð í áföngum. Er áætlað, að rekstur verksmiðjunnar krefjist í mesta lagi 300 manna vinnuafls á fyrsta stiginu, þ. e. árið 1969, og í mesta lagi 200 manns til viðbótar, þegar fullum rekstri verður náð nokkrum árum síðar, eða samtals 500 manns. Efnahagsstofnunin hefur gert at hugun um vinnuafl í sambandi við rekstur álbræðslunnar, og kemur þar fram sú ályktun, að 500 manna vinnuafl við verksmiðjuna verði árið 1975 um það bil 2% af vinnu- afli alls íslenzks iðnaðar. Sé miðað við allt vinnuafl landsmanna á ár- inu 1975 eftir áætlun, verður pró- senttalan auðvitað enn minni. Tal- ið er samkvæmt útreikningum Efnahagsstofnunarinnar, að árið 1975 verði tala vinnandi fólks í landinu um það bil 91.650, (var ár- ið 1965 74.600). Hlutfall þeirra, er vinna myndu við álverksmiðjuna á því ári verður þá 0,5% af vinnu- afli þjóðarinnar og er það ekki neinn óskaplegur fjöldi, að minnsta kosti ekki svo, að til landauðnar horfi í öðrum atvinnugreinum, eins og stjórnarandstæðingar vildu halda fram. Rétt er að minna á það að lok- um, hvílík geypileg þýðing það er fyrir landsmenn í heild með tilliti til iðnþróunar hér á landi í fram- tíðinni, að hafa jafn mikilvægt hrá efni til iðnaðar nærtækt og ál er. Á1 hentar vel til ýmiss konar nota í þarfir iðnaðarins svo sem til bygginga, allskonar umbúða og síð ast en ekki sízt til skipabygginga, svo að jafnvel eru líkur fyrir því, að útgerð landsmanna og sjávarút- vegur í heild færi frekar með hagn að en tjón út úr stofnun og rekstri verksmiðjunnar. Það hefur sýnt sig, að fullyrðing ar og bölsýnisspár stjórnarandstöð- unnar hafa ekki rætzt fram að þessu, og vonandi að áframhald megi verða á framgangi þessa stór- máls, og það megi verða í framtíð- inni stór lyftistöng fyrir íslenzkt atvinnulíf. S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.