Fylkir


Fylkir - 17.02.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 17.02.1967, Blaðsíða 4
~---- Neðan frá sjó. v_____________) Veðráítan: Ekki blæs hann byr- lega þessa dagana. Sama óveðrið dag eftir dag, og það sem verra er að ekki er sýnilegt að lát sé á. Auðvitað má alltaf búast við mis- jöfnum veðrum á þessum hluta heims og það að vetrarlagi, en þessi óveðrakafli er nú orðinn ó- venju langur. í bæ, sem allt bygg- ir á því, sem úr sjónum fæst, skap ar svona ótíðarkafli mjög mikla erfiðleika á athafna og fjármála- sviðinu, enda sjást þess þegar merki í bæjarlífinu, doði og drungi hvílir yfir öllu. En þrátt fyrir þetta mega menn ekki láta svartsýnina heltaka sig. Það hafa komið kaflar sem þessir og vel úr rætzt fyrir því. Og einhvern tíma lægir, og komi góðviðristímabil og sjór verði gjöfull þá getur orðið ágætis ver- tíð — og það vonum við öll. Nýr bátur: Hinn góðkunni útgerð armaður Sigurður Bjarnason frá Hlaðbæ, hefur fest kaup á m.b. Sigurði frá Siglufirði. Er bátur þessi um 100 smálestir að stærð, að sögn bezta skip og í mjög góðu „standi“. Er ástæða til þess að óska Sigurði til hamingju með þenn an nýja farkost og gott til þess að vita, að hann skuli hafa fengið tækifæri til þess að breyta um far- kost, komast á nýrra og stærra skip. — Endurnýjun flotans: í seinasta pistli drap ég lítillega á nauðsyn þess að endurnýja þann hluta flot ans, sem boKiskveiðar stunda. Þessi hluti flotans er sí og æ að / ganga úr séf og um nær enga end- urnýjun er þar að ræða. Við svo búið má ekki standa. Sá, sem þetta ritar flutti á seinasta þingi Lands- sambands ísl. útvegsmanna tillögu þess efnis, að stjórnarvöldin hefðu forgöngu um það að láta smíða stálbáta 80—120 smálesta, er ætl- aðir væru eingöngu til bolfisk- veiða. Vakti fyrir flutningsmanni, að ríkisstjórnin léti smíða 15—20 slík skip t. d. í Austur-Þýzkalandi og þau síðan seld þeim útgerðar- mönnum eða fiskvinnslufyrirtækj- um, er þess óskuðu. Með því að smíða svo mörg skip í einu og öll sömu stærðar ug gerðar mætti án efa komast að góðum kjörum. Ekki er hægt að fullyrða neitt um verð skipa sem þessara, en gera má ráð fyrir, að kostnaðarverð yrði a. m. k. 7 milljónir króna. Til þess að gera mönnum kleyft að kaupa þessi skip, yrðu lánskjör að vera mjög góð, t. d. 85% af kaup- verði. Eflau.t eru margir, sem finnst, að hér sé of í lagt, en það er misskilningur, þegar tekið er til- lit til þýðingar þess fyrir þjóáfélag- ið, að bolfiskveiðar haldi áfram með eðlilegum hætti og þær sé Faðir okkar tengdafaðir og afi JÓN GUÐJÓNSSON, frá Þorlaugargerði, sem andaðist 12. þ. m., verður jarðsunginn frá Landakirkju laug- ardaginn 18. febrúar kl. 2 e. h. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Börn, tengdabörn og barnabrörn. Frá Flugfélaginu. Flutningar Flugfélags íslands juk- ust á s. 1. ári. — Alls flugu 167.000 farþegar með flugvélum félagsins. Flutningar flugvéla Flugfélags ís lands jukust verulega á síðasta ári miðað við árið á undan. Mest varð aukningin í farþegaflutningum inn anlands, svo og í vöruflutningum innanlands og milli landa. Millilandaflug. í áætlunarflugi milli landa fluttu flugvélar Flugfélagsins 48.604 far- þega, en 42.986 árið áður. Aukning er rúmlega 13%. Póstflutningar milli landa námu 148,5 lestum en 136,8 lestum árið á undan. Aukning er 8,5%. Vöruflutningar með flug- vélum félagsins milli landa jukust verulega: Á s. 1. ári námu þeii 613,6 lestum en 437,3 lestum árið áður og er aukning 40%. Innanlandsflug. í áætlunarflugferðum innanlands fluttu flugvélar félagsins á árinu 111.052 farþega á móti 88.064 árið á undan, og er aukning 26%. Póst- flutningar innanlands námu 350,8 lestum, en voru 176,9 árið áður. Aukning er 98,3%. Vöruflutningar námu 1924,7 lestum en voru 1287,7 árið áður og jukust um tæplega 50%. Alls fluttu flugvélar Flugfélags- ins því á árinu 159.656 farþega í á- ætlunarferðum. Auk þess fóru flug vélar félagsins allmargar leiguflug- ferðir og fluttu samtals 7904 far- þega. Samanlögð farþegatala með flugvélum Flugfélagsins árið 1966 er því 167.560, sem er rúmlega 22% fleiri farþegar en árið áður. Landakirkja: Messað kl. 2 n. k. sunnudag. — Séra ^óhann S. Hlíðar prédikar. Betel: Barnaguðsþjónusta kl. 1 n. k. sunnudag. Almenn samkoma kl. 4,30. Andlát: S. 1. sunnudag andaðist Jón Guð- son, Brekastíg 11, áttræður. Blaðið óskar honum allra heilla með af- mælið. S. 1. miðvikudag andaðist Lárus Árnason frá Búastöðum. Afmæli: í gær varð Sigurður Sæmunds- son áttræður. Blaðið óskar honum allra heilla með afmælið. Frá K. F. U. M. og K. Á almennri samkomu kl. 5 á sunnudag verður flutt erindi með skuggamyndum um táknmál (sym- bol) kirkjunnar í myndum og lit- um. Virðulegu Eykyudilshonur Fyrir hönd Björgunarfélags Vest mannaeyja vil ég færa ykkur alúð- ar þakkir fyrir störf ykkar í þágu slysavarnanna, fyrir stórgjafir og fjárframlög til Björgunarfélagsins, svo og fyrir liðveizlu til margvís- legra velgjörðarmála, sem þið haf- ið innt af höndum, með ykkar sterku, samstilltu mannúðar félags samtökum. Um leið og ég þakka gott sam- starf á liðnum árum, vil ég árna félaginu ykkar velgengis í hví- vetna. Félagsformanni ykkar, frú Sig- ríði Magnúsdóttur, vil ég sérstak- lega færa mína beztu hamingjuósk ir með aldarfjórðungs stjórnarfor- ustu, fyrir giftusöm störf, sem hún hefur unnið í þágu áhugamálefna Eykyndils, ásamt sínum dugmiklu félagssystrum. í fjórðung aldar hefur frú Sig- ríður Magnúsdóttir haldið styrkri hendi um stjórnvöl félagsgnoðar- innar, og stýrt markvisst göfuga stefnu, gegn brimi og boðum hins daglega lífs, félaginu til heilla og sæmdar. Með virðing og þökk fyrir vel stýrt og örugg handtök um stjórnar taumana, óska ég félagsformanni gæfu og fararheill á láðs og laga lífsbárum á komandi tímum. Ey- kyndilskonum öllum og félaginu hlotnist í ríkum mæli áframhald- andi velgengni. Ykkur heill í nútíð og framtíð. Jón í. Sigurðsson. Heimdallur 40 ára Hvöt 30 ára Um þessar mundir eiga tvö af sjálfstæðisfélögum Beykjavíkur merkisafmæli. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Eeykjavík, heldur upp á 40 ára afmæli sitt, og Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt held- ur upp á 30 ára afmæli. Bæði hafa þessi félög verið virkir þátttakendur í starfi Sjalf- stæðisflokksins undanfarna áratugi og unnið mikið og gott starf af höndum. Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum vilja á þessum ierku tímamótum félaganna óska þeim til hamingju með afmælið og árna þeim allra heilla í framtíðinni. Megi starf þeirra halda áfram á sömu braut giftu og velfarnaðar og verið hefur. ;gt að stunda á öðru en gömlum eltum og viðhaldsfrekum skipum m -’vonlítið er um að -hægt sé að ka nieð árarigri. Bi. Guðm. Tapazt hefur . KARLMANNSÚR. — Finnandi hringi vinsamleg- ast í síma 1677.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.