Fylkir


Fylkir - 24.02.1967, Qupperneq 2

Fylkir - 24.02.1967, Qupperneq 2
2. \ FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Áuglýsingast jóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrun h. f. Vatnsveitan og Ijdrlögin 15. þ. m: er jórþargrein um vatnsveituna pg afgreiðsiu Alþíngis á ríkisfram- lagi herini til handa. : Er fulltrúum Framsóknar og : kommúnista hrósað fyrir að koma riieð breytingatillögu um hækkun á ÍEramlagi úr kr. 3 millj. í kr. 5 millj. Er að sjálfsögðu ekkert við það að athuga þó að þingmenn stjórnar- andstöðunnar flytji sýndartillögu um hækkað fjárframlag jafnvel þó að þeir viti, að málið hefur feng- ið fullnægjandi afgreiðslu hjá fjár veitinganefnd. Slíkt er eins og gengur og gerist og af engum tek- ið alvarlega, ef menn vilja vera hieð slíkan leikaraskap. Hitt er alvarlegra, að þessir Sömu fulltrúar fluttu tillögu um tollaeftirgjöf til handa vatnsveit- unnij því allir vi'ssu, að ef það þefði verið samþykkt, hefði það ’komið í staðinn fýrir fjárlega fram lagið. Vatnsveitan hefði -þá fengið í tveimur eða þremur áföngum eftirgefna tolla, sennilega að upp- hæð ca. 12—14 millj. króna, en ekki verið viðurkennd styrkhæf samkvæmt vatnsveitulögunum. Eg hef ekkert farið dult fneð það, að slíkt hefði verið riijög til óhagræð- is fyrir þessa framkværiid og byggð arlagið í heild og byggi ég það á út reikningum Efnahagsstofnunarinn- ar um fjárþörf fyrirtækisins um- fram áætlaðar lántökur og tekjur þegar til kemur, sem í áætlun hennar er talið, sem framlag bæj- arsjóðs, þar sem ekki var vitað um framlag ríkisins, þegar hún var samin. Áætlun Efnahagsstofnunarinnar um fjárþörf vatnsveitunnar um- fram tekin lán og tekjur lítur þannig út: Árið 1967 kr. 2,5 millj. Árið 1968 kr. 3,5 millj. lelegor Hér áður fyrr, meðan sultur og seyra var allt of ríkjandi meðal þjóðarinnar, þótti hvalreki miklum tíðindum sæta. Enn í dag er þetta °rð svo ríkjandi í hugum lands- manna, að ef einhver verður fyrir óvæntu happi er það í mörgum til- fellum kallað hvalreki. Því miður reyndist hvalreki hér áður fyrr allt of oft frekar sýnd veiði en gef in, eins og sagt er. Ávallt var um sjálfdauðar skepnur að ræða, sem oft voru svo illa farnar, að lands- mönnum hraus hugur við að leggja sér þær til munns, jafnvel þótt matarskortur og algert hallæri væri. í hallæri núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar í samskiptum hans við íbúðarkaupendur í sam- býlishúsinu við Hásteinsveg telur hann, þó aðallega vinur minn Sig- urður Stefánsson, að um hvalreka á fjörur þeirra sé að ræða, er í ljós kom á skrifstofum bæjarins form að kaupsamningi um íbúðirnar, er einn íbúðarkaupandi hafði undir- ritað. Svo mikinn feng taldi meirihlut- inn sér þetta, að Brautin birti feit- letraða frétt um það hinn 7. þ. m. og taldi samningsformið „Leyni- Árið 1969 kr. 1,0 millj. Árið 1970 kr. 3,0 mill. Eða að jafnaði kr. 2,5 milljónir á þessi fjögur ár. Á árunum 1971 til 1972 er talið að f járþörfin næmi kr. 6 millj. á ári. 1975 til 1977 kr. 5 millj og 1978 til 1980 kr. 3 millj. á ári. Samtals nemur þetta allan tím- ann 52 milljónum króna og eru þá væntanlegar tekjur vatnsveitunnar byggðar á lægsta vatnsskatti í á- ætlun Efnahagsstofnunarinnar eða tilviki III, eins og það er nefnt þar. Ef tollaeftirgjafaleiðin hefði ver- ið farin, eins og tillaga Framsóknar og kommúnista hljóðaði um, hefði heildarframlag ríkissjóðs aldrei numið meiru en 12 til 14 milljónum eins og áður er sagt, en getur numið allt að 52 milljónum, ef fjár veitingavaldið fæst til að viður- kenna fjárþörf vatnsveitunnar á hverjum tíma, eins og gert var í sambandi við afgreiðslu fjárlaga fyrir þetta ár, þar sem ríkisframlag ið er hálfri milljón krónum hærra, en áætlun Efnahagsstofnunarinnar gerði ráð fyrir, og verð ég að segja að það lofi góðu um undirtektir Al- þingis í framtíðinni. Guðl. Gíslason. skjal“, og þykist himin höndum hafa tekið. Eyjablaðið gengur hreinna til verks og birtir samningsformið í heild nokkru síðar og tel ég mig hafa fulla ástæðu til að vera því þakklátur, jafnvel þó ég hafi held- ur litla sannfæringu fyrir, að birt- ing samningsformsins hafi átt að vera mér til hagræðis eða fram- dráttar. Eins og ég sagði áður reyndist hvalreki oft tálvon ein og lítt til úrbóta, jafnvel þótt hallæri væri. Hygg ég, að eins fari með samn- ingsformið eða leyniskjalið hjá meirihluta bæjarstjórnar. Hvers vegna var samningsformið gert og hver ber ábyrgð á því? Um þetta spyr Brautin og er sjálfsagt að svara því. Sem bæjarstjóri á þeim tíma ber ég að sjálfsögðu fulla ábyrgð á að samningsuppkastið var gert. Mun það af eðlilegum ástæðum hafa verið útbúið af lögfræðingi bæjar- ins í fullu samræmi við einróma samþykktir bæjarstjórnar, eins og þær lágu fyrir, og eðlilegt talið, að kaupsamningur væri gerður við í- búðakaupendur áður en þeir flyttu inn í íbúðirnar. Eg tel og taldi þetta eðlilega ráð- stöfun frá minni hendi, sem bæjar- stjóra. En livers vegna var hætt við að láta unðirrita samninginn? Við því er einnig augljóst svar og hefði verið eðlilegra að Brautin og Eyjablaðið hefðu um þetta spurt. Á því hlýtur íbúðakaupendum og öðrum að leika meiri forvitni, held- ur en þó að til sé á skrifstofum bæj arins samningsform fyrir væntan- legum kaupsamningi jafnvel þó það hafi verið undirritað einhliða af einum íbúðarkaupanda. En eins og áður er sagt er einnig við þessari spurningu til einfalt og augljóst svar. Þegar tillagan um byggingu sam- býlishússins var lögð fyrir bæjar- stjórn, fylgdi henni kostnaðaráætl- un verkfræðings, að upphæð að mig minnir 4,7 millionir króna mið að við byginguna -fokhelda. Inn borgun á hverja íbúð var ákveðin kr. 40 þús. á tveggja herbergja í- búðir, kr. 60 á þriggja herbergja í- búðir og kr. 80 þús. á fjögra herb- ergja íbúðirnar. Var gengið út frá að skila íbúðunum fokheldum en kaupendum ætlað að nota húsnæð- ismálastjórnarlánið, sem þá var kr. 150 þúsund til þess að fullgera í- búðirnar og var talið að ,það myndi nægja fyrir tveggja og þriggja herbérgja íbúðirnar en kaupendum fjögra herbergja íbúðanna þyrftu að bæta einhverju við. Miðað við þessa áætlun hefði meðallán bæjar ins út á hverja íbúð verið rúmlega 140 þúsund krónur og var bæjar- stjórn öll sammála um að íbúðar- kaupendur myndu ráða við 10 ára skuldabréf fyrir slíkri upphæð með skuldabréfavöxtum banka eins og þeir þá voru, að ég hygg sjö eða áttá prósent. Þegar gera átti margumtalaðan kaupsamning kom hinsvegar í ljós að byggingarkostnaður hússins myndi fara verulega fram úr áætl- un og byggingartími einnig. Eg taldi því að allar forsendur fyrir upphaflegri áætlun bæjar- stjórnar væru brostnar og að bæj- arstjórn yrði að endurskoða af- sföðu sína í sambandi við væntan- leg skuldabréf íbúðarkaupenda. Af þeirri ástæðu lét ég hætta við fyr- irhugaða gerð kaupsamnings um íbúðirnar. Siðferðileg skylda bæjarstjórnar. Eg hefi ekert farið dult með það að ég hefi talið og tel enn, að það sé siðferðileg skylda bæjarstjórnar fyrst svona fór, að haga samning- um við þá aðila, sem þara eiga hlut að máli þannig, að með eðlilegum hætti verði talið að þeir geti við þá staðið. S. St. segir í grein sinni í Eyjablaðinu, að ég muni sjá eftir að hafa ekki verið búinn að semja við íbúðarkaupendur í sambýlis- húsinu fyrir kosningar í vor. Þetta er alveg rétt. Eg hefi lýst þessu yfir á almennum bæjarstjórn arfundi og get vel staðfest það hér. Eg byggi þetta á því að ég er alv- eg sannfærður um, að bæði mér og fyrrverandi meirihluta hefði tekizt að halda þannig á málunum, að ekki hefði komið til ágreinings við þá, sem þar eiga hluta að máli og tel ég þetta beina skyldu bæjaryf- irvalda, alveg jafnt eftir kosningar sem fyrir, þar sem íbúðarkaupend ur verða í engu sakaðir um upp- haflega áætlun um kostnaðarverð hússins eða að byggingartími stóðst ekki. Afstaða núverandi meirihluta. Því miður hefur greinilega kom- ið í Ijós, að núverandi meirihluti lítur þetta allt öðrum augum, og þarf í rauninni engum að koma það á óvart þegar tekið er tillit til þess að kommúnistar virðast ráða þar ferðinni, því þeir hafa svo margoft sýnt það bæði hér á landi og annarsstaðar, að sé þeim gefið. eitthvert vald, eru siðferði- leg hugtök þeim lítils virði. Eða hyerjiig.yar .þaðí tíð vinstri stjórnarinnar. Framhald á 3. síðu

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.