Fylkir


Fylkir - 24.02.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 24.02.1967, Blaðsíða 4
/--—-----------V Neðan frá sjó. v.____ ____J Veðráttan: Aðeins hefur veðrátt- an lagazt, það hefur þó verið kom- izt á sjó. Annars eru sjóveður hvergi nærri góð, vindstrekkingur alla daga, og úfinn sjór. Línan: Róið hefur verið alla daga daga vikunnar, misjafnlega margir dag hvern. Afli hefur verið í treg- ara lagi, nema í gær, þá var ágæt- ur afli, nokkrir bátar með 11—12 tonn, flestir með 7—10 tonn. Yfir- borðið af aflanum er langa, en þó er farið að sjást í honum meira af þorski en verið hefur. Hæstu bát- arnir eru (miðvikudagskvöld): Sæ- björg 157 tonn, Stígandi 120 tonn, og Kap 101 tonn. Netin: Segja má, að netavertíðin sé byrjuð. Fyrstu bátarnir lögðu í vikubyrjun. Beztan afla hafði Björg, fékk liðlega 10 tonn, eftir nóttina, á miðvikudaginn. í gær var aftur tregara 4—5 tonn. Bát- arnir eru ýmist vestur undir Mel eða þá austur undir Pétursey. Trollbátarnir: Það er að glæðast hjá togbátunum. Aflinn er ennþá yfirleitt tregur, en bátur og bátur rekur þó í góðan túr, t. d. fékk Siggi á Freyjunni 17 tonna túr í vikunni. Og í gær landaði Sveinn Valdemarsson Sæbjörgu BA, 14 tonnum og var sá afli eftir dag- inn, og það er alveg ágætt. Loðnan: Góður loðnuafli hefur verið þessa dagana. Júlli á vigtinni sagði, að flestir hefðu verið með fullfermi í gær. Fór mestalhir sá afli í Fiskimjölsverksmiðjuna og á ■ -j\. . hún nú orðið um 35 þús. tunnur óbræddar. Hjá Einari eru birgðir um 5 þús. tunnur. — Gert er ráð fyrir, að bræðsla í verksmiðjunum hefjist núna um helgina. FRÁ eýverjum. Á morgun, laugardag, efna Ey- verjar til helgarráðstefnu í Sam- komuhúsinu. Mun Styrmir Gunn- arsson, lögfræðingur, þar flytja er- indi um stjórnmálaviðhorfið. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið á ráð- stefnuna, er hefst kl. 4. Sjálfvirk vatnsdæla óskast til kaups. — Upplýsing ar í prentsmiðjunni. Framkvæmdamenn! Tek uð mér hvers konar trésmíða vinnu innan húss sem utan. Smíða útihurðir með stuttum fyrirvara á mjög góðu verði. ÁGÚST HREGGVEÐSSON Brimhólabraut 35. Simi 2139 > Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför JÓNS GUÐJÓNSSONAR, frá Þorlaugargerði. Sérstaklega færum við Dráttarbraut Vestmannaeyja þakkir. Ingibjörg Jónsdóttir, Garðar Arason, Sigurgeir Jónsson, Katrín Magnúsdóttir, Anna J. Oddgeirs, Friðrik Hjörleifsson. Stjúpmóðir og systkini. JARÐARFÖR LÁRUSAR G. ÁRNASONAR frá Búastöðum, fer fram frá Landa- kirkju laugardaginn 25. febrúar n. k. kl. 2. AÐSTANDENDUR. Hugheilar þakkir til allra, nær og fjær, er minntust mín á áttræðisafmælinu. Ykkar heill. Sigurður Sæmundsson, Brekastíg 11. Fermingar Ka fötin upfé komin. lag Vestmannaeyja JÓN GUÐJÓNSSON, minning. Framhald af 1. síðu. mun Jóni og Guðrúnu hafa fundist eins og Gunnari forðum, að þarna vildu þau una, alla þá daga, sem Guð, þeim sendi. Og okkur, sem til þekkjum finnst að eftir hans löngu samleið við þetta umhverfi, sé sem hlý ástúð felist í þögninni, er ríkir eftir hann látinn. Jón missti konu sína Guðrúnu 1953, en hún hafði átt við vanheilsu að stríða. Þau eignuðust tvö börn, sem hefur lánazt vel, Ingibjörgu húsfreyju í Þorlaugargerði, gifta Garðari Arasyni og Sigurgeir kenn ara. Auk þess ólu þau upp frá Náttúrugripasafnið: Friðrik Jes- son umsjónarm. gat þess við okk- ur að nú um helgina gæfist fólki kostur á að sjá enn eitt sjávardýr í safninu. Er þar um að ræða selkóp, sem hafði villzt inn fyrir ramma- þilið í Friðarhöfn. Friðrik náði kópnum, þvoði af honum grút og olíu og verður nú eitt af búrunum rýmt fyrir gestinn, meðan heim- sókn hans stendur yfir. Er þess að vænta að marga fýsi að sjá kópinn. Safnið er opið laugard. og sunnu dag frá kl. 3—7. barnsaldri Önnu Oddgeirs, sem bú- sett er hér í bæ, og reyndust henni sem beztu foreldrar. Eftir lát konu sinnar bjó Jón á- fram með börnum sínum í Þorlaug- argerði. Með Jóni Guðjónssyni ir geng- inn merkur maður, sem hægara verður að muna en gleyma. Hann andaðist 12. febrúar s. 1. En á ströndinni handan hafsins mun honum fagnað af henni, sem reyndist honum sannur lifsförunaut ur á þeirra samleið hér a jörð. Friðfinnur Finnsson, Oddgeirshilum. ---------------.—--------------------SfcMúAVT- BÆJARBLÖÐIN í HÖNDUM KENNARASTÉTTARINNAR Bæjarblöðin eru nú öll með tölu komin að mestu leyti í hendur kennarastéttarinnar. Þannig koma rit- stjórar þeirra snillingnum Sigmund fyrir sjónir á meðfylgjandi mynd. Fyrst skal frægan telja Framsóknarspekúlantinn Hermann Einarsson, sem eins og flokksbræður hans, reynir með öllum ráðum að hefta verðbólguófreskjuna og notar auðvitað það haft, sem nærtækast er. Garðar Sigurðsson bendir í austurátt og fer að dæmi kollega sinna í flokknum og dansar línudans á haft- inu. Hið bezta samstarf hefur verið :milli stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, og er ekki annað að sjá en sú sé einnig raunin á með Sigurgeir Jónsson og Reyni Guðsteinsson í gervi tveggja vel .þe.kktra sjónvarpshetja.-Ekki.munum við leggja dóm á það, hvort slíkur dýrðarljómi leikur um Fylki og hans ritstjóra, "að' 'réttmætt "sé* áð“líkja því við sjálfan Dýrþnginn, né heldur,- að Brautin sé svo steinrunnið blað, að líkt sé við steinaldarstigið, en hvað um það hér er ritstjórnarkennaraliðið og það í allri sinni dýrð.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.