Fylkir


Fylkir - 03.03.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 03.03.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjnm, 3. marz 1967 8, tölubl. ADOLF BJARNASON Enn um vatnsmálið Eg get ekki látið hjá líða að gera enn athugasemd vegna skrifa bæj- arblaðanna um „vatnsmálið”. Það sem sérstaklega vekur athygli mína eru hinar nýju merkilegu upplýsingar er hinn háttvirti bæj- arfulltrúi, ritstjóri og gagnfræða- skólakennari Garðar Sigurðsson kemur fram með. Eg ætla um leið að nota tækifær ið og gera athugasemdir við grein- ar þeirra Magnúsar Magnússonar í Brautinni 7. febr. og Guðlaugs Gíslasonar í Fylki 10. sama mán- aðar. G.G. vísar í grein sinni til þeirra upplýsinga er Þórhallur Jónsson gaf fyrir bæjarráðsfund 12. janúar, og enn einu sinni er mið að við 1700 tonna flutningsgetu og 70 kg|cm vinnuþrýsting, en ég vil hér taka upp orðrétt kafla úr bréfi frá N.K.T. til bæjarstjórnar Vest- mannae^ja er birtist í Eyjablaðinu 11. janúar: Hvers vegna 1700 tonn? „Á fundi á skrifstofum okkar var reiknað út kostnaður fyrir mismun andi verkáætlanir. Við urðum sam- mála um að varlegt væri af tækni- legum ástæðum að hafa vinnuþrýst ing hærri en 50 loftþyngdir (50 kg|cm2) jafnvel þótt leiðslurnar þyldu talsvert meiri þrýsting”. Mér er spurn, hversvegna bæjarstjórn miðar svo verðtilboð við 70 kg|cm vinnuþrý'sting, þegar samkomulag hefur náðst um að nota aðeins 50 kg|cm2, sem þýðir 1430 tonna flutn ingsgetu, sem bæjarstjórn reiknar sem 14590.00 kr. fjármagnskostnað. Eins og ég hef áður bent á tel ég þessa tölu- ranga þ.e. 1430 tonn gera 16.000,00 kr. í fjármagnskostn- að en ekki 14.590,00. Ófullnægjandi svargreinar. Mest furðar mig á að M.M. skuli ekki gefa skýr. á þessu atr. og einn ig það atr er varðar þýðingu á skeyti því er ég minntist á í Fylki 3. febr. þar sem M.M. og G.G. telja sig vera að gera athugasemd við grein mína hefur þeim alveg „ó- viljandi” yfirsést þessi atriði. Ef tilboðin verða borin saman á þeim grundvelli að tilboð Pirellis hefði verið réttilega lagt út, kem- ur í ljós að fjármagnskostnaður hjá þessum fyrirtækjum er mjög líkur og þó hagkvæmari hjá Pirelli ef tekið væri með í reikninginn að bankavextir af lánum hjá Dönum eru 8 1/2 % og geta breytzt með seðlabankavöxtum, sem fara víst síst lækkandi í Danmörku. ítalirn- ir bjóða 6 1/2 % fasta vexti og er þá Pirelli kominn niður fyrir N.K. T. auk þess sem leiðslurnar fengj- ust árinu fyrr. M. M. segir orðrétt í sinni grein: „Bæjarstjórn gerði sér grein fyrir að greiða mátti allt að 5 miljónum meira, ef vatnið fengist árinu fyrr”. Þetta atriði hef ur svo sannarlega verið tekið með í reikninginn eða hitt þó heldur. G.G. kveðst skilja afstöðu mína í þessu máli, þar sem ég gæti hags- muna Pirellis. Er það þá nokkur furða þótt ég geri athugasemdir við þetta mál þegar ranglega er farið með málið og tölum hagrætt eftir vild. Eg beini þeirri fyrirsp. tl G.G. þar sem hann er kunnugur þessu máli hver gætir hagsmuna N.K.T. í þessu máli og almennt á íslandi. M.M. virðist undrandi yfir því að ég skuli ekki hafa gefið bæjar- stjórn upplýsingar um þá aðila, sem framleitt gætu jafnvel allt að 6 tommu innanmálsleiðslur. M.M. er vel kunnugt um að bandaríska fyrirtækið Raybestos-Manhattan Inc. hafði áhuga á þessu máli og ég held honum sé einnig kunnugt um hversvegna þeir drógu sig til baka. Skilyrði og ekki skilyrði Eg vil hér vísa orðrétt í fundar- gerð bæjarráðs 12. jan. en þar er ritað: Bæjarráð samþykkir að til- boði frá N.K.T. verði tekið, enda verði fullgengið frá samningnum fyrir n.k. mánaðarmót (þ.e. mán- Að undanförnu hefi ég undirrit- aður orðið var mikillar vanþekk- ingar og þó einkum vanmats á kröf um þeim, sem gera skal, lögum samkvæmt, til svonefndra 30 tonna réttinda. Að gefnu tilefni þykir mér rétt að fá birtan þann kafla í siglinga- lögunum sem fjallar um þetta efni, svo að hlutaðeigendur geti betur áttað sig á hverrar kunnáttu og hve langs siglingatíma er krafist. Kafli sá, sem hér birtist, er tek- úr lagasafni II. sem fjallar um ísl- enzk lög til 1. apríl 1965, en laga- safn í 2 bindum var gefið út að til- hlutan Dómsmálaráðuneytisins það ár. Siglingalög þessi eru orðin rúm- lega 20 ára gömul og mun senn von breytinga á þeim vegna lag- færinga, sem hafa orðið á menntun stýrimanna í landinu undanfarið. Lög um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum eru nr. 66 frá 17. júlí 1946. Fer hér á eftir 4. grein úr öðrum aðarmót jan.-febr.) Nú er rúmur mánuður síðan N.K.T. og bæjar- stjórn áttu að gera með sér endan- lega samning en ekki er mér kunn- ugt um að svo sé, Fróðlegt væri að vita hvað veldur og hversvegna get ur N.K.T. sett skilyrði, en ekki bæjarstjórn Vestmannaeyja. Nýjar upplýsingar. Að lokum er það svo áðurnefnd grein hins háttvirta ritstjóra Eyja- blaðsins, sem kemur fram með mjög athyglisverðar upplýsingar. Eins og ritstjórans er vandi, notar hann óspart hið fágaða og hógværa orðalag af mikilli snilld, auk þess mikla fróðleiks, sem hún hefur að Framhald á 2. síðu. kafla laganna, sem fjallar um skip- stjórnarmenn á fiskiskipum frá 6- 30 rúmlestir: „4. gr. Rétt til að vera skipstjóri eða stýrimaður í innanlandssigling- um á íslenzku skipi 6-30 rúmlestir að stærð, hefur sá einn, er leggur fram vottorð frá siglingafróðum manni, tilnefndum af atvinnumála- ráðuneytinu til 5 ára í senn eftir tillögum skólastjóra stýrimanna- skólans í Reykjavík, um að hann: a. Þekki á áttavita og kunni að leiðrétta stefnur og miðanir fyrir segulskekkju og misvís un. b. kunni alþjóðareglur til að forðast ásiglingu og þekki neyðarbendingar og kunni að nota þær. c. kunni að setja stefnur og mið anir á sjókort. d. kunni að nota vegmæli og djúpmæli í sambandi við sjó- kort. Kröfur til 30 tonna réttinda Framhald á 2. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.