Fylkir


Fylkir - 10.03.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.03.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 10. marz 1967 9. tölublað. Málgogpi Henntun hennnra og fleiro Fyrir nokkru síðan, kom Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri fram í sjónvarpinu í þættinum Æskan spyr. Var viðfangsefni þátt- arins skólamál yfirleitt og var víða komið við, sem vonlegt er. Til dæmis bar á góma endurskoð un fræðslulaganna, sem nú er í at- hugun, og kom þar fyrir atriði hjá einum spyrjandanna um það, hvort ekki væri ráðlegt að stytta barna- skólana, þannig að gagnfræðanám- ið gæti byrjað fyrr. í þessu sam- bandi benti umræddur spyrjandi á, að margir nemendur væu svo vel að sér í hinum ýmsu greinum, að þeir gætu sem hægast byrjað gagn- fræðanámið alltað einum eða jafn- vel tveimur vetrum fyrr en nú er. Að dómi undirritaðs væri hér um alrangt spor, ef stigið væri. Frem- ur væri hitt að lengja barnaskól ann um eitt eða tvö ár, en hafa námsefnið auðvitað í líkingu við það sem er í fyrstu bekkjum gagn- fræðaskólanna. Spyrjandi þessi ræddi einungis um nemendur, sem væru vel að sér í hinum ýmsu námsgreinum, rétt eins og hinir skiptu engu máli. En hvað á þá að verða um hina, sem ekki eru eins miklir námshestar og hinir? Á að hlunnfara þá enn meira en nú er gert með núverandi skólakerfi? Það er álit flestra ef ekki allra foreldra og kennara, að mikil breyt ing verði á öllu háttarlagi barna, er þau skipta um skóla. Fara úr barna skóla upp í gagnfræðaskóla. Þeg- ar þangað er komið, líta þau yfir- leitt öðrum augum á tilveruna en var, meðan þau voru enn í barna- skóla. Þeim finnst mörgum hverj- um að nú sé fullorðinstakmarkinu náð og nú séu þau orðin sjálfs síns herrar og sjálfum sér ráðandi. Þetta er mjög algeng skoðun barn- anna við skólaskiptin, þó svo að bæði andlegur og líkamlegur þroski sé hvorugt fyrir hendi. Þess vegna getur það oft verið bæði grátlegt og broslegt að fylgjast með öllum þeirra viðbrögðum í að apa eftir hinum fullorðnu. Það mun álit flestra, að slíkt sé miður heppilegur hugsunarháttur fólks á gelgjuskeiði og að heldur beri að sporna við honum en hitt að auka á hann. Og til að draga úr honum, væri eflaust einna árang- ursríkast að lengja veruna í barna- skólanum, þar til segja má, að nem andinn sé ekki barn lengur, heldur megi kallast unglingur. Þá mætti gagnfræðaskólinn taka við. Það eru ófáir foreldrar, sem ég hef átt tal við, sem hafa spurt, hvort ekki yrði aftur tekið upp það gamla lag að hafa sjö bekki í barna skóla en ekki sex, eins og nú er. Það er einlæg ósk mín, að svo megi verða, og þá ekki einungis sjö heldur jafnvel að allt skyldunámið verði í barnaskólanum og að bekk- irnir verði átta. Slíkt væri áreið- anlega spor í rétta átt. í umræddum þætti var einnig rætt um áframhaldandi menntun kennara og hvernig henni væri háttað. Fræðslumálastjóri sagði sem satt er, að nauðsynlegt væri að kennarar fylgdust með öllum nýjungum, sem koma fram í starf- inu, og kynntu sér þær sem bezt. Þeir menn eru til, sem af þröng- sýni sinni álíta að ekki þurfi neina sérstaka framhaldsmenntun til að troða staglinu í börn, það hljóti alltaf að verða svipað og verið hef- ur. En menn verða að gera sér grein fyrir því, að tímarnir breyt- ast og kröfur um menntun fólks þar með. Það má alveg eins gera ráð fyrir að eftir svo sem einn ára- tug verði kennari, sem útskrifaður er í dag og eykur ekki við mennt- un sína alls ekki fær um að inna kennslustörf af höndum. Hvernig yrði með lækni, sem ekki fylgdist með uppgötvunum læknavísind- anna? Skyldi hann verða langær í starfi? Um kennsluna hlýtur að gilda hið sama. Svo að segja dag- lega koma fram nýjungar í kennslu tækni, sem viðkomandi kennarar þurfa að kynna sér, ef þeir ætla ekki að staðna í sínu hlutverki og hreinlega daga uppi eins og nátt- tröll. Fræðslumálastjórn hefur reynt að kynna sér ýmsar nýjungar og þá aðallega með því að halda nám- skeið fyrir kennara að haustinu til. Því miður hefur kennurum barna- skólanna ekki gefizt kostur á að sækja námskeið þessi, þar eð þau hafa verið haldin í byrjun septem- ber, en þá eru barnaskólar almennt teknir til starfa. Námskeiðin eru þvi einkum ætluð fyrir framhalds- stigið. Auðvitað er þó ekki síður þörf á að kennarar barnaskólanna geti sótt slík námskeið, og hljóta þeir að kref jast þess, að þeim verði gefinn kostur á slíku, eins og fram- haldsskólakennurum. Ekki þarf síð ur að fylgjast með nýjungum á yngra stiginu. Fylkir hefur nú undanfarið gerzt ærið langorður um skólamál og það sem þeim viðkemur, jafnvel svo að sumum hefur þótt nóg um. En efni sem skólamál verða seint krufin til mergjar, svo að algerlega sé, enda er þar um að ræða eitthvert mesta mál einnar þjóðar, hvernig hún getur sem bezt búið í haginn fyrir uppvaxandi kynslóð, henni til sem mestrar og beztar hamingju á lífsleiðinni. S. J. Tímamót Það má segja, að prentlistin í Vestmannaeyjum standi nú á merkum tímamótum í sögu sinni. Frentsmiðjan hefur tekið mikl- um stakkaskiptum frá því hún tók fyrst til starfa, hvað allan tækjakost snertir. Samt hefur verið fram að þessu um einn tals- i verðan galla á rekstri hennar að ræða, vöntun á einu tæki, sem | telja verður nauðsynlegt við prentun í dag, það er myndamóta- gerð (klisjugerð). Nú hefur rætzt úr þessu, því að Gunnar Sigurmundsson, hef- ur nýlega fest kaup á vél til þessarar notkunar, og er hún nú að taka til starfa og reynist vel. Hið mesta vandræðaástand hefur oft ríkt vegna mynda, sem hafa átt að birtast með grein- um í blöðunum, en öll myndamót hefur fram að þessu orðið að láta gera í Reykjavík. Hafa oft hin mestu vandræði spunnizt út úr slíku, afgreiðslufrestur oft naumur fyrir myndirnar, samgöng- un verið erfiðar og þær af þeim sökum ekki komizt í tæka tíð, og svo hafa myndir og myndamót stundum týnzt í flutningun- um, þegar kannski hefur verið um að ræða, að þær færu um hendur sex eða sjö milliliða, áður en þær næðu áfangastað. Þá er ekkert um rætt öll þau hlaup, snúninga og óþarfa kostnað, sem þetta ástand hefur haft í för með sér. En nú ætti slíkt sem betur fer að verða úr sögunni, og það ekki framar að henda, sem komið hefur fyrir, að sleppa þyrfti greinum, sem birtast áttu í [ blöðunum, vegna þess, að myndamót vantaði með þeim. Fylkir óskar Gunnari til hamingju með vélina, og væntir | þess, að hún megi verða bæjarblöðunum til góðs i framtiðinni. '

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.