Fylkir


Fylkir - 17.03.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 17.03.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 17. marz 1967. OG ER þeir komu til þess staðar, sem kallaður er Hauskúpa, krossfestu þeir hann og illvirkjann annan til hægri handar, en hinn til vinstri. En Jesús sagði: Faðir fyr- irgef þeim því þeir vita ekki, hvað þeir gera. Því næst skiptu þeir á milli sín klæðum hans og köstuðu lilutum um. Og fólkið stóð og horfði á, en höfðingjarnir gjörðu og gys að honum og sögðu: Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálf- um sér, ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi. Sömleiðis hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik og sögðu: Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér. Yfirskrift var og yfir honum: Þessi er konungur Gyð- inga. En annar af illvirkjunum, sem upp voru liengdir, lastmælti honum og sagði: Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur. En liinn svaraði, ávítaði hann og sagði: Hræðist þú ekki einu sinni Guð, þar sem þú ert þó undir sama dómi? Og við erum það með réttu, því að við fáum makleg málagjöld fyrir það, sem við höfum gjört, en þessi hefur ekkert rangt aðhafzt. Og hann sagði: Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í konungs- dýrð þinni. Og hann sagði við hann: Sannlega segi ég þér: f dag skaltu vera með mér í Paradís. Og nú var hér um bil sétta stund, og myrkur kom yfir allt landið allt til níundu stundar, við það, að sólin missti birtu sinnar. Og fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju. Þá kallaði Jesús hárri röddu og sagði: Faðir, í þínar hend ur fel ég anda minn. Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann. Og er hundraðshöfðinginn sá það, er við bar, vegsamaði hann Guð og sagði: Sannarlega hefur þessi maður verið réttlátur. Og allt fólkið, sem komið hafði saman til að sjá þetta, sá það sem gjörðist barði það sér á brjóst og sneri aft- ur. En allir þeir, sem honum voru kunnugir og konur þær, sem hon- um höfðu fylgt úr Galíleu, stóðu langt frá og sáu þetta. (Lúk. 23. 33—49). J)áskar 1961 SON GUÐS ERTU MEÐ SANNI, SONUR GUÐS, JESÚ MINN; SON GUÐS, SYNDUGUM MANNI SONAR ARF SKENKTIR ÞINN, SON GUÐS EINN EINGETINN. SYNI GUÐS SYNGI GLAÐUR SJERHVER LIFANDI MAÐUR IIEIÐUR í HVERT EITT SINN. OG HVÍLDARDAGINN héldu þær kyrru fyrir, samkvæmt boðorðinu. En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafar- innar með ilmjurtirnar, sem þær höfðu út búið. Og þær fundu stein- inn veltan frá gröfinni. Og er þær gengu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. Og er þær skildu ekkert í þessu, stóðu allt í einu tveir menn hjá þeim í skínandi klæðum. Og er þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit sín til jarðar, sögðu þeir við þær: Hví leitið þér hins lifandi meðal hinna dauðu? Hann er ekki hér, hann er upprisinn, minnist þess, að manns- sonurinn ætti að verða framseldur í hendur syndugra manna og verða krossfestur og rísa upp á þriðja ctegi. Og þær minntust orða hans og snéru aftur frá gröfinni og kunn gjörðu þetta allt þeim ellefu og öll- um hinum. En það voru þær María Magdalena og Jólianna og María Jakobs, hinar sögðu og postulun- um frá þessu með þeim. Og orð þessi voru í augum þeirra eins og hégómaþvaður, og þeir trúðu kon- unum ekki. En Pétur stóð upp og hljóp til grafarinnar og er hann gægðist inn, sá hann líkblæjurnar einar, og hann fór heim og undr- aðist það, sem við hafði borið. (Lúk. 24. 1—12). Og sjá þennan sama dag voru tveir af þeim á ferð til þorps nokk- urs, sem er hér um bil sextíu skeið rúm frá Jerúsalem, að nafni Einmaus, og voru þeir að tala sín á milli um allt þetta, er við hafði borið. Og svo bar við, er þeir voru að tala saman og ræða um þetta, að sjálfur Jesús nálgaðist þá og slóst í ferð með þeim. En augu þeirra voru haldin svo að þeir þekktu hann ekki. Og hann sagði við þá: Hvaða samræð- ur eru þetta, sem þið hafið ykkar á milli á leið ykkar? Og þeir námu staðar daprir í bragði. (Lúk. 24. 13—17).

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.