Fylkir


Fylkir - 17.03.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 17.03.1967, Blaðsíða 3
F Y L l< I R PÁSK.AR Þér fáiS ekki annað befra en Tvær rúður — Þurrt loft. TVÖFALT EINANGRUN- ARGLER. YFIR 20 ÁRA REYNSLA HÉRLENDIS. Málmrammi Soðinn við glerið Engin líming. Vér útvegum Thermopane einangrunargler með stuttum fyrirvara frá Belgíu. Verð’ og aðrar upplýsingar hjá umboðsmönnum. GLAVERBEL S. JL Effert KrctjÉffiN & (o. hf. Sími 1-14-00 UMBOÐSMAÐUR I VESTMANNAEYJUM: Jónas Guðmundsson Símar: 1561 & 2061. Að viku liðinni höldum við páska. Páskarnir eru önnur stærsta hátíð mótmælenda, jólin eru talin meiri' hátíð. Aftur á móti eru þeir mesta hátíð kaþólskra og öllu meiri svipur yfir páskunum hjá þeim. Gyðingar héldu páska hátíðlega til forna og gera reyndar enn, til að mínnast burtfararinnar úr Eg- yptalandi. Orðið páskar merkir framhjáganga, og er komið frá því, Kristnir menn minnast krossfest- ingarinnar og upprisunnar á páskunum. er engillinn gekk milli húsanna í borginni. Kristnir menn halda aftur á móti páska til að minnast kross- festingar og upprisu Krists, sem átti sér stað um þessa hátíð Gyð- inga. En það er ýmislegt, sem hefur þróazt í kringum þessa hátíð, eins og reyndar fleiri hátíðir, siðir, sem komið hafa eftir á og er oft erfitt að setja í samband við sjálfa há- tíðina. Til dæmis páskaeggin, sem eru orðin fastur liður í páskahaldi nú á dögum. í Evrópu, sérstaklega í Þýzkalandi, eru egg og ungar ná- tengd páskunum, súkkulaðiegg Víða um Evrópu er sú trú við líði, að páskahérinn dreifi eggjum um hús manna. reyndar á boðstólum líka, en mikil áherzla lögð á hænsnaegg. Til dæm is fer öll fjölskyldan snemma á fæt ur á páskadagsmorgun til að leita að páskaeggjunum, sem páskahér- inn hefur dreift hér og þar um húsið og lóðina. Reyndar eru það víst pabbi og mamma, sem dreifa eggjunum, en það er auðvitað ekki aðalatriðið hjá þeim yngri, enda haldið leyndu. Frá fornu fari hefur frjósemis- dýrkun einnig verið nátengd pásk- um, og má ef til vill rekja eggja- átið þangað. Ýmsir siðir og önn- ur trú á allskonar hlutum og fyr- irbærum er sett í samband við páskana, til dæmis er það algeng trú víða í Evrópu, að börn, sem eru fædd um páskaleytið eigi fyrir höndum bjarta og gæfuríka fram- tíð. Sama trú gildir um skepnur, sem fæðast um það leyti, svo sem kýr, kindur og hesta, að það verði úrvalsgripir og öðrum betri. Ekki veit ég, hvort sú trú er við líði hér á landi, en vel getur þó svo verið einhvers staðar á landinu. En alla vega eru þó páskarnir settir í sam- band við fæðuöflun hér í Eyjum og sú trú á, sem oft hefur reynzt rétt að meiri afli berist á land en venju lega í páskahrotunni. Það væri ósk andi, að þessi gamla spá ætti eftir að rætast nú rétt einu sinni enn. S. J. Þálm^snRiRindéiflnr | ■ Kristniboðsdagur. | • l Atburðir pálamasunnudags end- urtaka sig ár eftir ár. Við erum minnt á konunginn, sem kemur til sinna manna, og fjöldi vina hans sýnir honum hollustu sína, hver á sinn hátt. Samband íslenzkra kristniboðsfé laga hefur undanfarin ár efnt til fjáröflunar þennan dag til efling- l ar kristniboðinu í Konso í Suður- Eþiópiu. Segja má, að seint hafi ís- lendingar áttað sig á skyldum sín- um við skipun konungsins: „Farið og kristnið allar þjóðir,“ ef borið er saman við aðrar kristnar þjóðir. En undraverð blessun hefur hvílt yfir þessu starfi þann stutta tíma, sem það hefur verið rekið. Á þeim fjórtán árum, sem liðin eru frá því að starfið hófst, hafa fjórtán ís- lendingar verið vígðir til kristni- boðsstarfs, stöðin í Konsó hefur verið vel upp byggð með sjúkra- skýli, skólahúsnæði, heimavist og íbúðum starfsfólks. Allstór söfnuð- ur kristinna manna hefur myndazt þar syðra og starfið breiðist út og blómgast með hverju ári, sem líð- ur. Það er augljóst mál, að þetta starf krefst mikilla fjármuna, en það undur hefur gerzt hér heima, að frjálsar gjafir hafa aukizt í hlut falli við vaxandi þörf og kristni- boðsvinum fjölgað svo ört, að segja má með sanni, að þjóðin standi nú að því starfi sem Samband ísl. kristniboðsfélaga ber ábyrgð á í Afríku. Vestmannaeyingar hafa frá upp- hafi lagt kristniboðinu ómetanleg- an, fjárhagslegan stuðning og eru alúðarþakkir fluttar fyrir þann góða skerf. Enn verður reynt á velvild ykk- or og fórnfýsi á sunnudaginn kem- ur, pálmasunnudag. Fjáröflun verð ur hagað á sama hátt og undanfar- in ár: Kristniboðsumslög verða send um bæinn, gjöfum verður veitt viðtaka við messu og síðast en ekki sízt efna konur í K. F. U. K. til kaffisölu í húsi K. F. U. M. Þess er að vænta, að fyrirhöfn kvennanna verði að verðleikum og hlutur kristniboðsins þá um leið gerður sem beztur. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir og minna á, hvað kristni boð kostar, en því sem það gefur má heldur ekki gleymast. Fórnfýsi þeirra ungu íslendinga, sem yfirgefa þægindi okkar velferð arríkis til þess að lifa við hin frum stæðustu kjör í þeim tilgangi að bera ljós kristinnar trúar inn i myrkur fáfræði og heiðni, er þjóð Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.