Fylkir


Fylkir - 17.03.1967, Blaðsíða 5

Fylkir - 17.03.1967, Blaðsíða 5
FYLKI R 5. Skipuleg hagnýting iandhelginnar þolir enga bið. Ný sending Sængursett, vöggusett og bróderaðar framreiðslu- svuntur. Á undanförnum árum hefur Guð laugur Gíslason unnið að því á Al- þingi, að togbátum væri veittar undanþáguheimildir til veiða í land helgi á ákveðnum tímum og svæð- um. Yrði þetta ákveðið í samráði við álit fiskifræðinga. Þetta mikla hagsmunamál Vest- mannaeyinga hefur átt mikilli and spyrnu að mæta þótt skilningur fleiri ábyrgra manna hafi' heldur aukizt að undanförnu. Það segir sig sjálft, að baráttan fyrir útfærslu landhelginnar var ekki aðeins til að bægja útlending um frá veiðum uppi í landsteinum, heldur einnig, að þjóðin fengi sem bezt notið auðæfa hafsins í kring um landið. Afli togbátanna og vinnsla hans er undirstaða vinnu landverkafólks við sjávarsíðuna mestan hluta árs- ins, og afkomu allra, sem þar búa, beint og óbeint. Með tilkomu nótaveiða hinna stóru síldveiðiskipa, hefur skapazt þvilíkt ósamræmi í framkvæmd lög gæzlunnar innan fiskveiðilandhelg- innar, að lengur verður varla við unað. Á sama tíma, sem 2—300 tonna skip stunda ótrufluð nótaveiðar hvar sem er innan landhelginnar, þá eru hinir litlu togbátar, flestir 40—100 lestir að stærð, hundeltir af löggæzlunni af sjó og úr lofti. Sýnist okkur, sem hjá stöndum, það skýlaust óréttlæti að reka burtu þá litlu og rýma þannig til fyrir hinum stóru. Það er augljóst, að mál þetta er vandmeðfarið og hefur margar hlið ar, en krefjast verður þess, meðan beðið er eftir varanlegri lausn, að öll veiðarfæri litlu bátanna hafi sama rétt og stóru skipin, þótt þau heiti öðru nafni. Afkomumöguleikar byggðarlags- ins eru eins og nú horfir gersam- lega háðir því, að mál þetta verði undanbragðalaust leitt til lykta þannig, að flestir geti við það un- að. Jóh. Friðf. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. Vestmaiuiabraut 31, Kaupangi. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. Sími 1847. NÝKOMIÐ! Teryleene buxur á drengi 2—8 ára og jakkar á 2—12 ára. Prjónakjólar í úrvali, meðal annars frúarkjólar í stórum númerum. Verzlunin ÖRIN Sími 1202. Verzlunin Reynir Húsmæður! Gerið páskainnkaupin tímanlega. Munið okkar mikla vöruúrval. Daglega nýmalað KAFFI. SPARIÐ TÍMANN. — NOTIÐ SÍMANN! SENDUM IIEIM! V erzlun Guðjóns Scheving Njarðarstíg 1. — Sími 1775. Skólavegi 1. — Sími 1783. LYKKJUTEPPI ný munstur. Verzlunin Reynir Bárugötu 5. — Sími 2340 FEBOLIT nylonteppin, nýir litir, kr. 385,00 pr. ferm. Verzlunin Reynir Sími 2340 Seglagerð Halldórs Sími 2333 Fyrirliggjandi: AEG-eldavélasamstæðan og Huskvarna-eldavélasam- stæðan. Har. Eiríksson h.f. Sími 1966. Væntanlegl: AEG sjálfvirku þvottavél- arnar væntanlegar í næstu viku. Har. Eiríksson h.f. Sími 1966. Ö X Ö 2 X tn -t-vft ■■ v -«- HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG Ö 5 X Ö s X Ö s X Ö Húsgagna- og gólfteppaverzlun NoriÉ Guðmundssonar Brimhólabraul 1. — Sími 1200. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT! Ódýru sófasettin komin aftur, verð frá kr. 10.300,00. Væntanleg eftir helgi MAX-sófasett, útskorin, póleruð. Plastsófasettin CARMEN og CAPRI, með 3ja og 4ra sæta sófum. SÓFABORÐ og INNSKOTSBORÐ. Gólfteppi horna á milli margir verðflokkar. HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGKMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMC 5HMGHMGHMGHMGHMGHMG

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.