Fylkir


Fylkir - 07.04.1967, Qupperneq 1

Fylkir - 07.04.1967, Qupperneq 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 7. apríl 1967 11. tölublað Málgagn Sjálfstæðís* flokkslns LOFTPÚÐASKI PIÐ: Wl óshadraumur er dð verða «i veruleiha Bráðlega fáum við með eigin augum að sjá og reyna þetta nýja farartæki, sem eingöngu fram til þessa hefur verið til á pappírnum og að- eins þekkzt af afspurn. Það hefur nú verið tilkynnt, að um næstu mánaðamót verði tekið loftpúðaskip á leigu hér á landi til að kanna möguleika á notkun þessa samgöngutækis á íslandi. Það ber vissulega að fagna þessari tilraun, sem vonandi er að takist sem bezt. Það væri vissulega ómet- anlegt, ef sú yrði raunin á, að þessi tegund farartækja hentaði hér við SKATTALÖGREGLA Hið mesta þjóðþurftarmál hefur skotið upp kollinum hér í bæ. Er hér um að ræða vísi að skattalög- reglu og eru það hinir framtaks- sömu ritstjórar Brautarinnar sem að fyrirtækinu standa. Eru rann- sóknirnar framkvæmdar með við- tölum við athafnamenn í þættinum Dagsins önn. Koma þeir þar beint framan að mönnum og spyrja, hvort þeir geti stolið miklu undan skatti. Vænta þeir Brautarmenn sér hins bezta af viðtölum þessum, en heldur mun vera orðið erfitt að fá menn til að ræða við, síðan þessi háttur var upp tekinn og höf um við það meira að segja fyrir satt, að ýmsir séu farnir að taka til fótanna, ef þeir koma auga á þá Reyni óg Jónatan, þótt við selj- um það ekki dýrará en við keypt- um. land, en víða erlendis hafa þau get- ið sér hið bezta orð og reynzt mjög vel við misjafnar aðstæður, sumar ekki ósvipaðar og hér við land. En eflaust verða einhverjir erfiðleik- ar til að byrja með, eins og ætíð má búast við, þegar um algerar nýjungar er að ræða. Það má vænta þess, að menn byrji á að fella sleggjudóma um skipið og notkun þess, ef eitthvað bjátar á í byrjun, slíkt hefur alltaf gerzt, og verið aðalsmerki hinna þröngsýnu, sem mótfallnir eru hverskonar nýj- ungum og vilja einskorða sig við hið gamla, jafnvel þótt úreÞ sé. Vonandi er þó, að Vestmannaeying ar sýni biðlund og þolinmæð', þótt eitthvað kunni að fara úrskeiðis í byrjuninni, jafn þýðingarmikið og mál þetta er fyrir byggðarlagið um að vel takist til um. Þess má kannske vænta, að aldan reymst of kröpp hérna fyrir þessa tegund skipa eða að annað komi ti.1, sem hindrar notkun þeirra, en þö er rétt að vera bjartsýnn og vona hi.ð bezta. Það mun vera nokkurnveg- inn ákveðið, að skipið verði revnt í förum til Eyja, og eitthvað aust- ur á bóginn, og ætti þai) að vera okkur gleðiefni. Einna helzt mæ'l að finna, að einn mánuður væri (-).ki nægur reynslutími, þegar ]aet er út í annað eins fyrirtæki, sern skiptir milljónum króna. En sjaif- sagt vita þeir, sem um þessi mal fjalla, hvað þeir syngja, og rétí að láta þá ráða reynslutímanura. Þetta mál hefur fengíð nokk ið skjóta afrgeiðslu, ef svo mætti orð i það, miðað við ýmis önnur mál, sem oft hafa fengið að sitja á hak- anum lengur en góðu h ófi þætti gegna. Það er ekki ýkjalangt síðan, að bryddað var upp á þessu máli. sem nú er að komast í framkvæind, þó aðeins sé til reynslu fyrst í stað að minnsta kosti. Það má því ekki gleyma þeim, sem mestan eiga heiðurinn af framgangi málsins. Sá, sem hvað mest hefur unnið að því, að þetta stórmál kæmist áleið- is að settu marki, er án efa þing- maður byggðarlagsins Guðlaugur Gíslason, sem hefur rutt þessa braut til heilla fyrir byggðarlagið. Fleiri hafa auðvitað lagt hönd á plóginn, eins og gefur að skilja, en við mættum öll minnast þess, að við eigum á þingi mann, sem vel hugsar um að koma fram málefn- um byggðarlagsins, og tæplega völ á öðrum betri í þeim efnum. Að lokum mætti koma fram með uppástungu um heppilegri nafn- gift á farartækið en loftpúðaskip, sem er heldur óþjált í munni og þar að auki hálfgert rangnefni, samkvæmt eiginleikum þess og lög málum. Sú nafngift yrði helzt að ákveðast, áður en önnur festist við skipið. Nýyrðanefnd hefur oftast verið heldur sein á sér með nafn- giftir, svo að ekki væri úr vegi að hafa nú eitt sinn tímann fyrir sér með að velja heppilegt nafn. Og því skyldu Vestmannaeyingar ekki koma með upástungur um nafn á þessa tegund farartækja, sem ef til vill á eftir að verða þeirra lífæð í framtíðinni. Hvernig væri nú að hefna fyrir ófarirnar í sambandi við Vestureyjarnafnið? S. J. Loftpúðaskip, að vísu ekki sömu tegundar og hér verður reynt.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.