Fylkir


Fylkir - 14.04.1967, Page 1

Fylkir - 14.04.1967, Page 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 14. apríl 1967 12. tölublað Málgagn Sjálfsf-æðisr- flokksins - r-'-'n': Stækkun Samkomuhússins GOS og J MID4S1U r : Pt""T71 \W'i u Þannig verður umhorfs inni í húsinu, þegar breytingunum er lokið. í meira en aldarfjórðung hefur Samkomuhús Vestmannaeyja ver- ið aðal samkomu- og skemmtistað- ur Eyjabúa. Það var á sínum tíma byggt með stórhug og framsýni, en er nú í dag tæplega til þess búið að geta mætt kröfum tímans hvað skemmtanahald snertir. Fyrir fáeinum árum var sam- þykkt að stækka og byggja við Samkomuhúsið, og var ákveðið að stækka bygginguna til vesturs, og bæta við öðrum sal, sem mætti tengja við þann gamla, ef þyrfti. Einnig var ákveðið að bæta við það nýju eldhúsi og einnig fundar herbergjum, nýjum salernum, sem brýn þörf var á, og fleiru, sem til mætti nefna. Vinna við bygginguna hefur gengið vel, og verður þess nú ekki langt að bíða, að menn vona, að hægt verði að taka bygginguna í notkun. Sem fyrr er reynt að hugsa af framsýni og haga aðgerðum eftir því, til dæmis, hvað snertir eldhús ið, sem verður mjög vel útbúið af tækjum og góð aðstaða fyrir hendi. Má segja, að þar skipti algerlega yfir frá því, sem verið hefur, og er hreinasta furða, hvað Óla ísfeld hefur tekizt að matreiða fyrir fjöl- menn samkvæmi, sem haldin hafa verið, oft og tíðum 300—400 manns. Er þess að vænta, að þessi stækk un Samkomuhússins verði til þess að bæta skemmtanalíf okkar svo að við verðum ekki algjörir eftirbátar höfuðstaðarins í þeim efnum. Hvað er nú með fyrri fullyrðingu í síðasta blaði Brautar- innar var frá því skýrt, að vel miðaði áfram með gang vatnsmálsins á öllum víg- stöðvum. Má það vel satt og rétt vera. í fregninni, sem var stutt og skorinorð var hinsvegar ekki minnzt á framkvæmdirnar inni í botni. Þar er nú unnið að því með krafti miklum að auka og endurbæta vatns- ból það, sem þar er stað- sett. En hvernig var það nú aftur með fullyrðingar og blaðaskrif núverandi bæj- arstjóra hér um árið, að þar væri aðal uppspretta saurgerla, sem áttu að hafa fundizt í vatninu?

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.