Fylkir


Fylkir - 14.04.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 14.04.1967, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Kdlt Jtríí lilli FMókndr oil kommfl Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingast jóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Ábyrgð tg dbyrgðarleysí Það er ákaflega algengt, eftir að slys og óhöpp hafa hent, svo sem húsbrunar, að blöðin birta fregn- ir um, að hið brunna hafi verið lágt vátryggt eða jafnvel ótryggt. Síðan eru birtar hjálparbeiðnir fyr ir þá, sem fyrir tjóninu hafa orð- ið og almenningur beðinn að hlaupa undir bagga með tjónþol- endum. fslendingar eru manna hjálpfúsastir og yfirleitt fljótir að bregðast við slíkum áskorunum. Þetta hefur líka bjargað mörgum sem án aðstoðar hefðu hreinlega farið á vonarvöl. En að vissu marki er verið að ýta undir ábyrgðarleysi manna með þessum aðgerðum og velta ábyrgðinni yfir á aðra. Það skyldi enginn skilja þetta sem svo, að þeim er þessar línur ritar sé eitthvað í nöp við þá, sem missa sitt og fá bætur fyrir af fé almenn- ings. En það er óafsakanlegt kæru leysi af hverjum, sem er að hafa jafnvel allt sitt ótryggt, hvort sem það stafar af óforsjálni eða nízku# Slíku kæruleysi verður ekki mælt bót, og sama hver á í hlut. Nýlega birtist hér í blaðinu hjálparbeiðni um aðstoð við einn ágætan Eyjabúa, sem á við van- heilsu að stríða, og verður að dvelja utan til að ráða sér bót við meini sínu. Það er eins og áður er sagt engin ástæða til annars en að styrkja þá, sem þess þurfa með. Einn af lesendum blaðsins hringdi til undirritaðs og bar fram þá tillögu, að aðgætt væri, hvern- ig fyrirtæki umgetins manns væri stjórnað, meðan hann væri fjar- verandi, og hvernig um eignir hans væri hugsað, áður en lagt væri út í annað honum til aðstoðar. Undir- ritaður er ekki nógu kunnur þeim málum til að ræða þau, en þessari tillögu er hér með beint til við- komandi aðila og þá þeirra er að söfnuninni standa. S. J. Þáð fer nú óðum að styttast til kosninganna, sem framundan eru Hafa flestir listar birt sín fram- boð um gervallt landið, en ekki er trútt um, að sums staðar hafi verið um nokkra erfiðleika að ræða og heldur harðar fæðingar- hríðir. Ekki veit ég, hvort fram- boð Alþýðubandalagsins í Reykja- vík verður að fullu ákveðið, þegar þessar línur komast á þrykk, en þegar þetta er skrifað, hefur það ekki enn birzt. Mun þar vera um einhverja meiriháttar sundrung að ræða, enda flokkurinn klofinn og vilja báðir helmingar halda sínu. Hefur staðið í hinu mesta stappi á hinum „lokuðu” fundum þeirra og flokksfélögum ýmsum þótt held ur óefnilegt. Hér á Suðurlandi tókst að berja saman listann, og var þar gömul stjarna vakin upp og sett í fyrsta sætið. Ekki eru allir flokksmenn ánægðir með framboðið, þar sem alþingismannsefni þeirra axlaði poka sinn að afloknum síðustu kosningum, þegar útséð var um að hann fengi ekki þingsæti, og hélt til Reykjavíkur. Hann átti ekk ert vantalað við Vestamannaey- inga meira, fyrst hann komst ekki á þing með þeirra fulltingi. Af þessum sökurú eru ekki allir G- lista menn í sjöunda himni, og hafa við orð að kjósa ekki listann, fyrst svona er uppstillt. Má flokkurinn þó ekki við að tapa fleiri atkvæð- um, ef hann á að eiga sér eitthvað lengri lífdaga hér, enda var hann eini flokkurinn, sem tapaði at- kvæðamagni í bæjarstjórnarkosn- ingunum, þó svo að hann fengi tvo menn kjörna. í þeim kosning- um reyndust þeir einnig heldur seinheppnir með val á frambjóð- endum. Gamalreyndur flokksmað- ur var þar látinn víkja úr sæti fyr- ir nýju leynivopni, sem vera átti, en reyndin varð sú, að talið er að flokkurinn hafi tapað atkvæða- fylgi á nýja manninum, þótt sagð- ur væri hann kröftugur. Eitt hið skemmtilegasta við kosn ingabaráttu Eyjablaðsins, sem nú er hafin, er það að þeir veitast með hinu mesta offorsi að frænd- flokki sínum Framsóknarflokknum með dylgjum um það, að þeir hafi á heldur óheiðarlegan hátt náð frá sér atkvæðamagni í síðustu al- þingiskosningum, og þar með fellt Karl Guðjónsson, sem að áliti Framsóknarmanna átti öruggt uppbótarþingsæti, hvernig svo sem allt snérist. En svo bregðast nú krosstré sem önnur tré. í síðasta Eyjablaði kom meira að segja feit- letruð fregn og áskorun til kjós- enda um að eyða ekki atkvæði sínu á Framsóknarflokkinn, þar sem útséð væri um, að hann gæti hvergi bætt við sig manni, hvern- ig sem leitað væri um landið að í fyrsta hefti tímaritsins Göte- borgsaktuelt 1967 birtist grein eft- ir sænskan lækni, dr. Carl Carls- son í Gautaborg. Læknir þessi hef- ur sjálfur rannsakað nokkuð ýmsar hliðar áfengisvandamálsins og er talinn kunnáttumaður í þeim efn- um. Hann er óneitanlega óvenju- lega bermáll og hreinskilinn svo að frekar er sjaldgæft, þegar um lækni er að ræða, en ályktanir hans og dómar verða þungir á met- unum þar sem hér er um að ræða merkan mann og fróðan á því sviði sem hann ræðir um. Dr. Carlsson segir í fyrrnefndri grein, að opinberar dánartölur gefi á engan hátt rétta mynd af of- drykkju sem dauðaorsök. Rann • sóknir hans sýna, að fimm dauðs- föll að meðaltali á viku í Gauta- borg orsakist beinlínis eða óbein- línis af áfengisneyzlu. „Svo tíðum dauð;folIum hefur berklaveikin aldrei vatdið og eng- inn annar sjúkdómur á þessu ald- ursskeiði, hefur verið cins stór- höggur”. Varanleg (kronisk) veröur á- fengissýkin venjulega i aldrinum frá ?5 - 55 ára, eða á því aldurs- skeiði, sem afkastageta mannsins er að öðru jöfnu mQst. Meöalald- ur 300 áfangissjúklinga, sem rann- sakaðir vora reyndist v;n milli e5 og 50 ár. Þetta þýðir að þessi ógæfusömu fórnardýr eru rænd helmingi starfs ævi sinnar, eða þeir verða eins og reköld sjálfum sér og umhverfi sínu til armæðu og byrði. Ijíf áfengissjúklingsins fjarar út, — fyrst félagslega. Sjúklingurinn bíður félagslegan bana, þ.e.a.s. eng- inn vill hafa samskipti við hann, hann er í raun og veru útskúfaður smugu fyrir hann. Og þetta er nú hin margrómaða vinstri samstaða, sem ætlar að einbeita sér að því að fella ríkisstjórnina. Annars er talið að framboð Karls Guðjónssonar eigi að vera nokkurs konar hefnd á Framsókn, og skuli þeim nú launað lambið gráa, og Helgi Bergs verða felldur með sömu vopnum og hann og hans menn beittu fyrir síðustu kosning- ar. Kosningaspá Eyjablaðsins hef- ur birt greinargerð fyrir úrslitum kosninganna, ef menn leggi Karli lið sitt, og eru þeir útreikningar Framsóknarmönnum heldur í óhag, ef sannir reynast. Og nú vegur hvor í annars garð, en menn brosa og hafa gaman af. S. J. jafnvel af sínum nánustu. Síðan lýkur þessum sorgarleik lífs ins oft skyndilega í algerum ein- stæðingsskap. Og hvað er unnt að gera? Dr. Carlson telur, að hugsunin, sem liggur á bak við starfsemi drykkjumannahæla og aðra með- ferð, sem reynt er að veita drykkju sjúklingum, sé bæði eðlileg og sanngjörn. En á þessu er þó einn megin galli: Erfiðleikar hins sjúka við að minnka áfengisneyzlu sína, eru svo miklum mun meiri, en menn eiga auðvelt með að gera sér í hugarlund. Opinber starfsmaður, er getið hafði sér frábæran orðstír í starfi sínu, var haldinn banvænum lifrar- sjúkdómi, er orsakaðist af of- drykkju. Honum var fullkomlega kunnugt um sjúkdóm sinn. En hann gat ekki stillt sig um að ná sér í ölflösku við og við. Þessi mað ur átti ung börn og hann þráði að fá að lifa fyrir þau. Jafnvel mjög lítil áfengisneyzla gat valdið hon- um dauða og það vissi hann. En hann stóðst ekki freistinguna. Þetta dæmi er samkvæmt reynslu læknisins, engin undantekning miklu frekar almenn regla_. Dr. Carlsson hefur meiri trú á því, sem kemur í veg fyrir sjúk- dóminn, en á einhverjum enn ó- þekktum undralyfjum. ,,Ef við virðum fyrir okkur sögu i.yfjanna, komumst við að raun um að það eru ekki bin stóru og glæsi- legu sjúkrahús, sem mest hafa stuðlað að því að gefa mönnum !~ngra líf og betri heilsu, heldur hmar fyrirbyggjandi aðgerðir, svo s?m aukið hreinlæti og heilsuvernd bolusetning, holl fæða o. s. frv., Framhald á 4. síðu. LÆKNIR LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.