Fylkir


Fylkir - 14.04.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 14.04.1967, Blaðsíða 4
Hjartans þakkir færi ég til allra barna minna, tengda barna, systkina og vina, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu þann 25. marz, með heillaskeytum, heimsóknum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll. NIKÓLÍNA EYJÓLFSDÓTTIR, Laugardal. Innilegustu þakkir til allra, sem glöddu mig á 60 ára afmæli mínu 29. marz, með gjöfum, skeytum og blómum. Og sérstaklega þakka ég börnum mínum og tengdabörnum fyrir sín elskulegheit. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ólafsdóttir, Vatnsdal. Húsbyggjendur! Framleiðum útveggjaliolstein. Einnig miiliveggjastein 7 og 10 cm þykkan. Nú er rétti tíminn að panta hleðslusteininn fyrir vorið. Afborgunarskilmálar. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. BYGGING H. F. Símar: 1650 — 1836 — 2085. Ti! sölu: er mjög góð lóð, Austurhlíð 7. — Upplýsingar í síma 1363. Neðanfrásjó. L____ ____) Veðráttan: Það ætlar ekki úr að rakna með ótíðina. Vonir manna um hagstæðari tíð til sjávarins með hækkandi sól láta á sér standa. Netabátarnir hafa þessa dagana átt í erfiðleikum með að „draga“, og frátök hafa verið hjá troll- og nóta- bátunum. Er þetta — eða svo finnst mönnum — mun tilfinnan- legra, þar sem sjómenn segja að töluverður fiskur sé kominn á mið in. Það vantar bara góða tíð til þess að ná í fisk. Nótabátarnir: Gott viðbragð var hjá nótabátunum s. 1. þriðjudag, og hjá sumum bátunum hreinasta afbragð, eins og t. d. hjá þeim landskunna aflamanni Rafni Kristj ánssyni á Gjafari, er fékk 76 tonn þennan dag. Fleiri bátar fengu einn ig „ágætt“ svo sem Gullberg og Gullver, svo að einhverjir séu nefndir. Botnvarpan: Heldur lítið hefur gengið hjá trollbátunum þessa dag ana. Veldur þar mestu ótíðin. Bát- arnir hafa setið um hverja stund, en ekkert eða lítið næði og þeir orðið að koma inn eftir mjög stutta útivist. Þrátt fyrir þetta er útlit fyrir að flestir trollbátarnir geri sæmilega vertíð, og nokkrir eru þegar búnir að fá ágætis afla svo sem Guðjón Sigurðsson, sem hef- ur 359 tonn og Hrauney 343 tonn. Netin: Síðustu dagana hefur afl- inn glæðzt verulega í netin og þeg ar bátarnir geta dregið allt er afl- inn í flestum tilfellum' vel sæmileg ur og stundum mjög góður. Veiði- svæðið er aðallega vestur af „Dröngunum" og suður undir Surt. Skipstjórar segja talsverðan fisk á þessum slóðum en nú vanti aðeins veður til að draga björgina að landi. Aflaskýrslan: Hér fer á eftir afli þeirra báta, er fengið höfðu 350 tonn og þar yfir s. 1. miðvikudags- kvöld: Sæbjörg, 597 tonn; lína og net. Andvari 589 tonn; troll og net. Leó, 521; lína og net. Sæunn, 452; troll og net. Stígandi, 432; lína og net. Ófeigur III, 409; lína og net. Kap, 386; lína og net. Björg VE 383; net. Eyfellingur 367; net. Guðjón Sigurðsson, 359; troll. Hilmir II, 357; lína og net. Suðurey: Addi á Suðurey kom að máli við mig í fyrradag og bað mig að koma því á framfæri hér í dálkinum, að það væri ekki rétt, er getið var um í Reykjavíkurblöðun- um og útvarpi, að Suðurey hefði s. 1. laugardag verið tekin að meint- um ólöglegum veiðum í landhelgi. Var Addi að vonum leiður yfir þessum ranga fréttaflutningi og j Vísa dagsins j > Hríðin harðnar enn, { i Ilelgi fyrir kvíðir. J í Hann mun heyra senn, j ! hvort hann Alþing prýðir. I T T i B B ■ | ' Sjáum til. Veghefillinn var J bara tekinn fram í vikunni a og sendur á göturnar. Og það | jafnvel langleiðina út í Höfða. | Ja, batnandi manni er bezt I að lifa. | er mér ljúft að koma þessari leið- réttingu á framfæri. Örtröð á miðunum: Eg held þeir ætli nú alveg að klára upp þessa fáu fiska, sem eftir eru á miðun- um hér hjá okkur, sagði Júlli á á vigtinni við mig í gærmorgun. Hingað eru komnir netabátar alla leið norðan af Siglufirði, stór hluti af Faxaflóaflotanum og að ég tali nú ekki um alla nótabátana, hvað- anæva af landinu. Það er sjálfsagt lítið við þessu að gera — allir eru að reyna að bjarga sér — en eigi að síður er þetta áhyggjuefni hvað sótt er á miðin okkar hér við Eyj- ar, þegar einhver er aflavon. Og það skyldu allir hafa í huga bæði skipstjórnarmenn og aðrir að gera Slysavarnarf élagsdeildin „Eykynd ill“ sendir þakkir til bæjarbúa og félagskvenna fyrir rausnarleg fram lög til hlutaveltunnar, sem haldin var 30. marz s. 1. Nefndin. Sjúkrahússjóður Kvenfélagsins Líknar heldur merkjasölu á sunnu daginn. Bæjarbúar eru vinsamleg- ast beðnir að taka vel á móti börn- unum um leið og þeir styðja gott málefni. Nefndin. Til sölu! í Þorlákshöfn tvö steinsteypt íbúð- arliús. — Seljast fokheld. Nánari upplýsingar í síma 1090 næstu daga. Fyrirliggjandi: HUSQVARNA og AEG eldavélasamstæða fyrirliggj andi, einnig AEG og BACHO eldhúsviftur. Har. Eiríksson h. í. Sími 1966. sem minnst af því að „útbásúnera" þó bátar reki í fisk, það er ekki til góðs, en getur sannarlega orðið til þess að draga að skip og minnska á þann hátt aflavon Eyjabátanna. Bj. Guðm. Ml í Reyhjayih Og þá eru komnar fréttir frá framboði G-listans í Reykjavík. Er þar skemmst frá að segja, að öll sæti listans skipa kommúnistar og handbendi þeirra, sem sagt al- gerir línumenn. Fundurinn var hinn sögulegasti, meðal annars sögðu fjölmargir sig úr Alþýðu- bandalaginu og má þar til nefna Einar Braga, ásamt fleirum. Búið var að kjósa formann félagsins, áð- ur en gengið var til atkvæða um framboðið, en eftir að úrslitin lágu fyrir, steig hann í stól og kvaðst ekki mundu gegna formannsstörf- um eftir þetta. Hannibalistar voru gersamlega sniðgengnir í framboð- inu, og Jón Hannibalsson, sem stóð til að yrði í öðru sæti, eða að minnsta kosti í fjórða, var strikað- ur út af listanum. Fyrsta sætið skipar að sjálfsögðu prinsinn sjálf ur, Magnús Kjartansson. Ýmsar orðahnippingar urðu á fundinum, níð og rógur ásamt framíköllum var aðaluppistaða fundarins. Hanni bal Valdimarsson var auðvitað langt í frá að vera ánægður yfir málalokum, og sagði leitt, að Jón skyldi gjalda þess að vera sonur fööður síns. Hófust þá öskur mik- il og framíköll, en Hannibal lét þess getið að síðustu, að nú væri að öllum líkindum úti um Alþýðu- bandalagið. Hann er nú búinn að finna smjörþefinn af því, hvernig það er að treysta á þessa pilta, og er ekki ólíklegt, að hann sé farinn að sjá eftir að ljá þeim lið sitt. — Reyndar eru margir orðnir lang- þreyttir á samstarfinu við þá, ef samstarf skyldi kalla, og það ekki aðeins í Reykjavík, heldur einnig úti um land, svo og hér í Eyjum. Flokkurinn, ef flokk skyldi kalla, allur innbyrðis klofinn í smáklíkur hefur verið að tapa fylgi á undan förnum árum og heldur áreiðanlega áfram þeirri þróun sinni. Eftir nokk ur ár verður með sanni hægf að segja fram og fara með kvæði það, sem Steinn Steinar orti og gaf nafn ið: Kommúnistaflokkur íslands, in memoriam. Fyrirliggjandi: Trésmíðavélasamstæða. Gjörið svo vel að Iíta í glugg- ann við Heimagötu. Har. Eiríksson h.f. TIL SÖLU Land Rover bíll til sölu. Upplýsingar í síma 1963.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.