Fylkir


Fylkir - 21.04.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 21.04.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 21. apríl 1967. 13. tölublað. Málgogit Sjálfsf'æðis- ffokksins . ■ Það fór eins og vænta mátti, að hinn sögulegi fundur Alþýðubanda lagsins í Reykjavík nú fyrir skemmstu drægi einhvern dilk á eftir sér. í síðasta Fylki var nokk- uð sagt frá fundinum, og því, sem á honum gerðist, en nú virðist svo sem ætla mátti reyndar, að afleið- ingarnar ætli að verða meiri og af- drifaríkari fyrir flokkinn, en sumir bjuggust við. Kommúnistar tóku eins og áður er sagt öll völd í sín- ar hendur og höguðu framboðinu í Reykjavík eftir því. Svarið lét heldur ekki standa á sér frá hinum undirokuðu í flokknum,' og þeir sem til þessa hafa verið með hin- um atkvæðameiri þar, boðuðu til fundar með vinstri sinnuðum kjós- endum til að kanna undirtektir um stofnun nýrra samtaka með vænt- anlegu framboði fyrir komandi kosningar. Aðalhvatamenn að stofnun þess- ara samtaka munu vera synir og á- hangendur Hanniblans Valdimars- sonar, og mun vera nokkuð ljóst að sjá, að þeir ljá ekki framar komm- únistum lið sitt, og naga sig trú- lega í handarbökin fyrir að hafa nokkurn tíma gert slíkt, ekki sízt eftir þær viðtökur og þau ummæli, sem þeir fengu á áðurnefndum fundi. Gengur þetta meira að segja svo langt, að kjósendur Hannibals ýmsir á Vestfjörðum, krefjast þess af honum, að hann afneiti allri sam vinnu í framtíðinni við Alþýðu- bandalagið og þess fylgifiska, ella geri þeir það sjálfir. Reyndar var Hannibal ekki sér- lega blíðmáll við flokksfélaga sína í útvarpsumræðunum síðustu, og dró enga dul á það, er gerzt hafði. Setti hann kommúnista þar með í hina mestu klemmu, að þurfa bæði að svara sér og svo hinum fiokkun- um að auki. Var Eðvarð Sigurðs- syni falinn sá vandi að stilla til friðar og jafna málin. Þótt hann beindi ekki máli sínu til Hannibals beinlínis, var augljóst, hver átti að fá svarið. Hann endaði sitt mál á því að segja, að Alþýðubandalagið væri lýðræðislega sinnað félag og kosningar í sambandi við það færu fram á lýðræðislegum grundvelli. Svo er nú með það lýðræði. Ýms- um finnst það bera nokkurn keim af vinnubrögðum þeim, er notuð hafa verið allmikið austantjalds, og almennt hafa verið nefnd hreinsan- ir. Enda ætti það ekki að koma neinum á óvart, þótt eitthvað sé fengið að láni þaðan frá til flokks- ins, slíkt hefur áður komið fyrir, ög það ekki einungis skoðanir, held ur einnig eitthvað af veraldlegum auði, sem notast skyldi til barátt- unnar hér norður frá. Og með hin um síðustu aðgerðum virðast þeir hafa fetað dyggilega í fótspor sinna lærimeistara, og er ekki að efa, að ríflegur verður rúbluskammturinn eftir þetta ágæta spor, ef fréttist austur fyrir. Heldur munu þó hinir alrauðustu vera uggandi yfir framtakssemi þeirra Hannibalssinna, enda búizt við, að þeir myndu taka ákvörðun- inni eins og hverju öðru hundsbiti, og þegja og hlýða æðri völdum. Séð er fram á stórt tap Alþýðu- bandalagsins í kosningunum, ekki einungis í Reykjavík, þar sem glundroðinn er nú mestur, heldur einnig um allt land. Atburðir eins og þessi hafa mikil áhrif. Og held- ur veikist vonin með að koma Karli inn eftir þetta reiðarslag, og mátti þó sízt við einhverjum skakkaföllum, og alsízt frá eigin flokksbræðrum. Það má segja, að margnefndur fundur hafi markað tímamót í ís- lenzkum stjórnmálum. Kommún- istar hafa sífellt verið að missa fleiri og fleiri fjaðrir á undanförnr um árum, og trúin á þá og þeirra málstað farið æ minnkandi, enda skiljanlegt. Þegar þeir svo ganga í skrokk á sínum eigin flokksmönn- um og flæma þá burtu, lítur helzt út' fyrir að dýrðarljóminn taki að minnka hröðum skrefum, og vel trúlegt, að þeir eigi sér ekki upp- reisnarvon eftir þetta. Myndu og fáir harma, ef rétt reyndist. Framhald á 2. síðu Trygg jum sigur S jálist æðisflokksins Fyrir síðustu Alþingiskosningar voru sérmál Vestmannaeyinga, sem efst voru á baugi: Rafmagn frá landi. Ný flugbraut, þ. e. þverbraut á flugvöllinn. Sjálfvirk símstöð og síðast en ekki sízt Vatnsveita fyrir byggðar- lagið. Þegar litið er á þessa málaflokka sézt, að staðið hefur verið við þau fyrirheit, sem gefin voru. Rafstrengurinn frá landi, sjálf- virka símstöðin og þverbraut flug vallarins eru svo til komin heil í höfn — en stöðugt er unnið að hinu síðastnefnda til að bæta að- stöðuna við flugsamgöngurnar. Vatnsveitumálið er eins og vita mátti erfiðasta og dýrasta fram- kvæmdin, ekki sízt þegar vitað var um það með djúpboruninni, að ekki fyndist á eynni neyzluvatn, sem væri undirstaða vatnsveitu fyrir byggðarlagið. Mál þetta hefur þróazt áfram með eðlilegum hætti, með hliðsjón af því, hve hér er um sérstætt stórmál að ræða. Ekki verður því annað sagt, en stjórnarvöldin hafi brugðizt vel við kröfum fulltrúa okkar á Al- þingi í þessum sérmálum okkar. * Af þessu sést, að Vestmannaeyj- ar hafa átt a'ð mæta ríkum skiln- ingi og vilja til að okkar sérmál næði i'ram að. ganga. Með forus.tú..SjáÍfstæ.ðtsflokksins í rikÍB&tjóítt .hafa. nú á.ralöng á.huga mál svo sem lagning rafstrengsins orðið veruleiki. Það ríður því á í kosningum, sem framundan eru, að Sjálfstæðis- flokknum verði tryggður verulegur kosningasigur og flokknum þannig vottað traust fyrir farsæla forustu á því mesta framfaraskeiði, sem þjóðin hefur runnið. Undir merki Sjálfstæðisflokksins hafa hinir stærstu sigrar verið unnir þjóðinni til heilla. Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á við vandamálin, sem upp koma á hverjum tíma og leysa þau. Flokk- urinn vill hafa forustu um að nýj- ar leiðir fram á við séu ruddar, en ekki staðnast i, gamla tímanum. . áSjálfstæðisflpkkurinn - hefur á- vallt haft æskuna með sér og því jafnan verið á framfarabraut. Hin- ir ungu kjósendur vilja trausta forustu, sem ekki hleypur frá að- steðjandi vanda, sbr. afdrif vinstri stjórnarinnar, sem öllum er í fersku minni. Þá var hugmynd and stæðinga Sjálfstæðisflokksins að halda flokknum utangarðs um ó- komna framtíð, eins og þeir orð- uðu það. Allir vita, hve hrapalega það mistókst. Aldrei hefur þjóðin meiri þörf á því en nú, að ekki verði horfið af framfarabrautinni, sem Sjálfstæðis flokkurinn hefur markað með stjórnarforustu sinni. Til að tryggja, að áfram verði stefnt fram' á leið, er öruggasta leiðin að fylkja sér undir merki Sjálfstæðisflokksins. J. F.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.