Fylkir


Fylkir - 21.04.1967, Page 4

Fylkir - 21.04.1967, Page 4
—- - . v'f Neðan frá sjó. v_________ _________) Veðráttan: í gær var sumardagur inn fyrsti, og lauk þar með ein- hverjum erfiðasta vetri til sjósókn- ar í manna minnum. Má segja, að vertíðin hafi verið eitt stórviðri. Og ekki var hann beint blíður sein asta vetrardag, austan rok og allir bátar í landi. Línubátur: Nú er aðeins einn bát ur á línu, Þristur, Guðjóns Björns- sonar frá Gerði. Veðráttan hefur gert hjá honum sem fleirum strik í reikninginn. En afli hefur verið eftir atvikum, þegar marka hefur mátt. Komizt upp í 8 tonn í skástu veðrunum. Uppistaðan í aflanum er langa og róið er með liðlega 30 stampa. Netin: Góður afli hefur verið í netin að undanförnu, dálítið mis- jafn hjá bátunum eins og gengur, en í heild ágætur, og svipaður og í þá gömlu góðu daga, þegar vertíð var vertíð og fiskur gekk á miðin. Seinustu dagana hefur mest borið á Hilmari á Sæbjörgu og Grétari á Eyfellingi. Sæbjörg er nú hæsti bátur í höfn. Þorsknótin: Nokkrir bátar hafa fengið alveg ágætt í nótina, en afl- inn hefur verið ákaflega misjafn frá degi til dags, niður í ekki neitt, og allt upp í 40 tonn eftir daginn. Botnvarpan: Heldur hefur verið dauft yfir trollinu nú seinustu dag- ana, lítið næði og erfitt um vik. Þó hefur bátur og bátur fengið alveg prýðistúra og minnist ég t. d., að Guðjón Sigurðsson kom í fyrradag með 37 tonn. Má alldeilis nota minna. Guðjón Sigurðsson er nú aflahæstur í trollið. Aflahæstir: Hér fer á eftir afli þeirra, er höfðu yfir 450 tonn s. 1. þriðjudagskvöld: Sæbjörg ................... 762 Andvari ................... 692 Leó ....................... 639 Sæunn ..................... 611 Stígandi .................. 561 Eyfellingur .............. 521 Björg VE ................ 501 Ófeigur III ............... 497 Sveinn Sveinbjörnsson ..... 474 Kap ....................... 463 Júlía .................... ' 461 Bj. Guðm. Ljósaslillingar! Við stillum fyrir yður ljósin á bílnum. — Látið stilla ljósin strax! Bílaskemman Eigi veldur A undanförnum árum hefur orð- ið mikil breyting á þeim efnum, sem notuð eru í veiðarfæri. Hamp- ur, bómull og sísall, sem eru þung og erfið í meðförum eru að hverfa úr sögunni, en í staðinn koma létt og mjög meðfærileg gerviefni. Þessi nýju efni auðvelda á marg- an hátt störf sjómannsins, en oft- ast fylgir böggull skammrifi. Hin nýju efni eru svo létt, að þau fljóta í flestum tilfellum í sjávar- skorpunni, séu þau ekki þyngd með blýi eða grjóti og skapa sjó- farendum þannig nýja áður ó- þekkta hættu, sem erfitt er að var- ast. Þannig geta netastykki, fanga- línur og teinar, sem fleygt er fyr- ir borð í rúmsjó orðið skipum stór- hættuleg. Samkvæmt upplýsingum Einars Sv. Jóhannessonar, skipstjóra á Lóðsinum, hefur hann nú síðustu daga farið fjórar ferðir til að að- stoða fiskibáta, sem fengið hafa fljótandi neta- og tógdruslur úr gerviefni í skrúfuna úti í rúmsjó. Hefur þessu eflaust verið kastað útbyrðis af öðrum fiskiskipum eða því verið fleygt hér út af Hamr- inum, en nauðsynlega þarf að líta eftir að slíkt eigi sér ekki stað. Getur hver og einn ímyndað sér, hve alvarlegar afleiðingar það get- ur haft, ef skip fær slíkt drasl í skrúfuna í illviðri og álandsvindi hér á grunnslóðum við Eyjar, því ekki er víst að Lóðsinn sé alltaf til reiðu með stuttum fyrirvara. Að sögn áhafnar dýpkunarskips- ins virðast sjómenn hér telja höfn- ina nærtæka og handhæga rusla- kistu, því upp úr henni koma hinir margvíslegustu hlutir, þegar unnið er að dýpkun, svo sem vírar, vörpu stykki, fríholt, nylonnet, fangalín- ur, teinar o. fl. o. fl. Bátarnir fá ATHUGASEMD fró Oddi í Lyngfelli. í síðasta blaði birtist greinar- korn, sem fjallaði um trygginga- mál og safnanir til nauðstaddra, á- samt fleiru. Vegna skrifa þessara, hafði Oddur Guðlaugsson, Lingfelli tal af okkur, þar sem hann taldi greinina til sín stílaða og bað um að koma þeirri orðsendingu í þetta blað, að hverjum sem væri og þætt ist rétt til hafa, væri heimilt að koma suður að Lyngfelli og kynna sér rekstur búsins, og alla hætti því viðkomandi, til athugunar, hvort eitthvað væri athugavert við það eins og það er rekið nú. i dag. Er þess þá að vænta, eð eþir sem áhuga hafa og telja einhverju ábótavant þar, og telja sér málið skylt, taki þessu boði Odds. sá ?r varir því oft í skrúfuna hér innan hafn- ar og missa jafnvel róðra fyrir. í erlendum höfnum eru víðast hvar háar fjársektir fyrir að henda drasli í sjóinn innan hafnar og þyrftu slíkar reglur að gilda hér og vera í heiðri hafðar. Hafnaryf- irvöldin þyrftu nauðsynlega að skapa sjómönnum aðstöðu á hverri bryggju til að losa sig við allt ó- þarfa lausadót úr bátunum. Sjómenn eru alltaf reiðubúnir til að veita hver öðrum aðstoð, þeg ar hætta steðjar að á hafinu, en þeir þurfa að vera jafnreiðubúnir að fyrirbyggja hættuna þegar tæki færi er til. Ættu því sjómanna- samtök og hafnaryfirvöld að taka saman höndum um að venja menn af þeim gamalgróna slóðarskap og draslarahætti að fleygja öllu ó- þörfu strax fyrir borð, hvort sem það er innan hafnar eða utan. Gamall sjómaður. Vetur kveður - - sumri heilsað. Sagt er, að íslendingar séu eina þjóð í heimi, sem haldi sumardag- inn fyrsta hátíðlegan. Að sjálf- sögðu getum við, er nú lifum ekki gert okkur nokkra grein fyrir bar áttu forfeðranna við skammdegis- myrkrið, hungrið og kuldann, sem hinn íslenzki vetur hafði í för með sér. En þessar ógnir voru fyrst og fremst ástæðurnar fyrir því, hve sumarkomunni, voninni um hækk- andi sól, birtu og yl, var innilega fagnað. Þjóðinni hefur tekizt að bægja myrkri og kulda frá sér og nú staf ar okkur meiri hætta af ofáti en hungri, sem ekki fyrirfinnst leng- ur. Samt sem áður verðum við alltaf háðari náttúruöflunum með af- komu okkar en aðrar þjóðir, sem við þekkjum til, vegna atvinnu- hátta. Það mun ekki ofmælt, að sá vet- ur, sem nú er kvaddur hefur verið mörgum þungur í skauti. Svo er guði fyrir að þakka, að þrátt fyrir hin mörgu stórviðri vetrarins og óvenju hörðu, hafa ekki orðið slys á sjónum kringum Eyjar, en fullyrða má, að ekki hef- ur í annan tíma verið erfiðari sjó- sókn en á yfirstandandi vertíð. Sumarkoman er því ávallt jafn kærkomin — og er það von allra, að sumarið, sem nú er að byrja verði okkur gott og gjöfult til lands og sjávar. Gleðilegt sumar! Þar rauður ioginn Drann. ■________ .. s.Vu; Það var mikið um dyrðir í bænum, þegar sovétráðherr- ann kom í heimsókn sína á dögunum. Önnur eins bilalest hefur ekki sézt í bænum, og sú, er honum fylgdi á ferða- laginu um Eyjuna, og rauði fáninn var dreginn að húni á Samkomuhúsinu. Við höfum verið að velta því fyrir okkur, hvort það hafi verið alger til- viljun, að myndin RAUÐA SKIKKJAN var sýnd á báð- um sýningum um kvöldið, eða hvort það var í heiðursskyni við gestinn. Svo er víst, að Samkomuhúsið flaggaði miklu af rauðum lit þenan dag. Það eitt skorti á allan rauðann, að Eyjablaðið skyldi ekki koma út líka. Þá hefði nú lítið vant- að á dýrðina. Ekki vitum við þó til þess, að neinn hafi séð rautt yfir þessu. Vísa dagsins j Tileinkað Alþýðubandalaginu. > Það er orðið heldur þurrt ! þar um stóra drætti. ! Hannibal er hlaupinn burt, \ hefði betur legið kjurt ( að hafa framboðið með j þessum hætti. J ! ! !] Ja, það var aldrei, það kvað við í síðasta Eyjablaði. Eg ætti víst að þakka þeim fyrir þær ágætu nafn- giftir, sem þeir hafa valið mér að undanförnu, ritsnillingur, vand- ræðabarn og ég kann ekki allt þetta að nefna. Bara vonandi, að ég ekki kafni undir öllum nafn- giftunum. En að Sjálfstæðismenn séu að reyna að auka sundrung milli Al- þýðubandalagsmanna, eins og þú segir, Garðar sæll, það getur ekki átt sér stað. Eg held hún sé nú nóg fyrir. Og ósköp eru til að vita, hvað Fylkir er ósannsögull. Það er þó alltaf rnunur að hafa jafn sann- leikselskandi blað og Eyjablaðið til að bæta úr þessu. J. F. S. J.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.