Fylkir


Fylkir - 28.04.1967, Síða 1

Fylkir - 28.04.1967, Síða 1
Molgagn Sjáffstæðis* flokkslnl - 19. árgangur. Vestmannaeyjum, 28. apríl 1967. 14. tölublað. Landsíundur Sjálfstæðisílokksins 1967 var langfjölmennasti landsfundur sem haldinn hefur verið 17. landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í Háskólabíói fyrsta sumardag, 20. þ. m. Flutti formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, þar, að viðstöddu miklu fjölmenni, ræðu um þróun mála hér á Iandi undanfarin ár og stjórmálaviðhorfið. Var ræða formanns ítarleg og yfirgripsmikil og fara hér á eftir loka- orð í ræðu hans, en honum mæltist svo: Þeir Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein voru báðir endurkjörnir, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Við Sjálfstæðismenn gerum okk- ur grein fyrir, að úrslit kosning- anna hinn 11. júní eru mjög tví- sýn. En á þeim getur oltið, hvort þjóðinni eigi á næstu árum að muna aftur á bak eða nokkuð á leið. Und anfarin ár hafa íslendingar sótt hraðar og lengra eftir framfaraleið- inni en nokkru sinni fyrr. Þeirri sókn viljum við Sjálfstæðismenn halda áfram og erum staðráðnir í að ryðja þar öllum hindrunum úr vegi. Brýnum fyrir kjósendum að JJ) lltij Mlcil Nir Framséhn stjérair Mjög hefur borið á því hjá stjórn arandstöðunni, sérstaklega þó hjá Framsóknarmönnum, bæði í ræðu og riti, að sú framþróun, sem hér hefur orðið á síðustu árum og sú velmegun, sem nú ríkir, væri að þakka sérstöku góðæri, sem ríkt hefði síðan að Viðreisnarstjórnin tók við völdum. Er þetta út af fyrir sig skiljan- legt séð með þeirra augum. Fram- sóknarmönnum er það alveg jafn- ljóst og öðrum að það væri ger- samlega vonlaust verk að neita þeirri staðreynd, að meiri fram- þróun hefur orðið í tíð Viðreisnar- stjórnarinnar, en í stjórnartíð nokk urrar annarrar ríkisstjórnar, sem setið hefur hér á landi og að al- menn velmegun er nú meiri, en hún hefur nokkurntíma áður ver- ið. Þó að þetta liggi alveg augljóst fyrir telja Framsóknarmenn sig ekki hafa stjórnmálalega séð efni á að viðurkenna þetta og hafa því gripið til þess ráðs að halda því fram að allt þetta stafi af sérstöku góðæri, en eigi ekki rót sína að rekja til stjórnarathafna. Fyrir kjósendur væri valið ein- falt, ef treysta mætti orðum Fram- sóknar, að alltaf væri góðæri ef Viðreisnarstjórnin sæti, en slæmt árferði og hallæri ef Framsókn réði. En málið er ekki svona einfalt. Stuðningsmönnum vinstri stjórn- arinnar þýðir ekkert að reyna að afsaka ófarir þeirrar stjórnar með erfiðu árferði. Það var einmitt á árunum 1956 til 1958, sem togararn ir mokuðu sem mestum afla upp á Grænlands- og Nýfundnalands- miðum og vetrarvertíð bátaflotans gekk þá með eðlilegum hætti. Ófarir vinstri stjórnarinnar eru því ekki að neinu leyti slæmu ár- ferði að kenna, heldur rangri stjórnarstefnu. Góðæri af tveimur ástæðum. Segja má að betri afkoma þjóð- arinnar í heild geti stafað af tveim ur ástæðum. í fyrsta lagi að sjálfsögðu hvað sjávarsíðuna snertir, ef saman fer gott tíðarfar og mikil fiskigengd á miðunum og hvað landbúnaðinn snertir, gott tíðarfar og hagstætt. í öðru lagi, ef sköpuð er betri að staða til nýtingar á auðlindum landsins, en áður var, og er það einmitt það, sem gert hefur verið í tíð Viðreisnarstjórnarinnar og mestan þátt á í hinni bættu af- hafna svartsýni og afturhaldi, ein- ræði og ofstjórn. Sækjum með hækkandi sól og vaxandi birtu fram til sigurs fyrir frelsi og framförum, bjartsýni og batnandi hag. Guð gefi að sú velferð verði allri hinni íslenzku þjóð til heilla og vel- farnaðar." Þetta voru lokaorðin í ræðu for- manns flokksins við setningu lands fundarins. Fundinum var fram haldið í húsi Sjálfstæðisflokksins við Austur- völl föstudag og laugardag og var slitið þar síðdegis á sunnudag. Fluttu ráðherrar flokksins, þeir Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson og Magnús Jónsson, ítarlegar ræð- ur um þá málaflokka, sem undir ráðuneyti þeirra heyra og urðu umræður fjörugar um þessi mál og flokksmál almennt. 26 fulltrúar sóttu fundinn frá Vestmannaeyjum og mun Suður- landskjördæmi hafa átt fleiri full- trúa á fundinum, en nokkurt annað kjördæmi utan Reykjavíkur. Á sunnudagskvöld var svo haldið samsæti í Sjálfstæðishúsinu, Hótel Borg og Hótel Sögu. Var húsfyll- ir á öllum stöðum. komu landsmanna undanfarin ár. Því miður er ekki hægt með neinum rökum að halda því fram, að meiri fiskigengnd sé nú á mið- unum, en áður var, eða að íslenzk gróðurmold sé frá náttúrunnar hendi gjöfulli, en hún hefur áður Frh. á bls. 7.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.