Fylkir


Fylkir - 28.04.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 28.04.1967, Blaðsíða 2
2. FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjáifstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Simar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Óiafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Þekkirðu Eyjarnar þínar? Ákveðið hefur verið að efna til verðlauna- samkeppni í fjórum hlutum hér í blaðinu. Verð ur í hvert sinn spurt um eitthvert örnefni hér og merkingu þess og fleira. Þegar getraunin er á enda, það er að segja, þegar fjögur blöð hafa komið út með getraunaþáttum, skal senda alla miðana í einu til blaðsins, og verða lausnir að hafa borizt fyrir 25. maí næstkomandi. Verður þá dregið úr lausnum, ef fleiri en ein berast réttar, og verða veitt ein verðlaun að upphæð kr. 1000.00. Og þá kemur fyrsti þáttur getraunarinnar: Hvar er Dufþekja, og hvers vegna heitir hún þessu nafni? D Tvennir tímar. Viðreisn er velmegun. Vöxfur þjóðarauðs, þjóðarframleiðslu og þjóðartekna. Eitt af því, sem þjóðin öðlaðist, þegar viðreisnarstjórnin komst til valda, var endurheimt verzlunar- frelsi. Afnám innflutningshafta þeirra, sem komin voru á, er án efa einhver mikilsverðasti árangur þeirrar efnahagsmálastefnu, sem hefur verið fylgt á undanförnum árum, og hefur almenningur orðið vel var við þann árangur. Það sem einkenndi einkum hafta stefnu fyrirrennaranna, voru aðal- lega atriði, sem menn urðu varir við í hinu daglega lífi, svo sem ó- nógt vöruval, langar biðraðir við verzlanir, setur á skrifstofum út- hlutunarnefnda og svartamark- aðsbrask. Önnur óheillaáhrif af haftakerf- inu voru til dæmis þau, að fram- leiðslan beindist um of að öðrum greinum en hagkvæmast var. Einn- ig var það háð duttlungum yfir- valdanna, hvaða fyrirtæki mættu lifa og hver skyldu deyja. Aðallega var ýtt undir innflutning vöruteg- unda, sem gáfu góðar tollatekjur í ríkissjóð, en frekar' takmarkaður innflutningur á þeim, sem minna gáfu af sér en voru oft eins nauð- synlegar og hinar. Einnig var vöruverð hærra og þjónusta við neytendurna lakari vegna skorts á samkeppni í innflutn ingsverzluninni. Þetta haftakerfi var í algleym- ingi, þegar viðreisnarstjórnin tók við völdum árið 1959, og höfðu höftin aukizt mjög á tímabili vinstri stjórnarinnar. Þá var Island eina landið í V-Evrópu, er bjó við víðtæk gjaldeyris- og efnahagshöft En með tilkomu viðreisnarstjórn- arinnar voru þessir fjötrar leystir og upp tekin frjálsræðisstefna í viðskiptamálum, sem fært hefur al- menningi valfrelsi og vörugnótt og stuðlað að tæknilegum framförum og nýjungum í atvinnulífinu. Þjóðarauður íslendinga hefur vax ið um 44% á árunum 1960 — 1966. Vöxtur þjóðarframleiðslu hefur verið mjög mikill hér á landi á þessum árum, hvort sem miðað er við fyrri tímabil hérlendis eða önn- ur lönd. Á árunum 1960 til 1966 hefur þjóðarframleiðsla fslendinga vaxið um 4,8% á ári til jafnaðar. Sam- kvæmt samanburðarathugun, sem gerð var fyrir árin 1960 til 1965, var vöxtur framleiðslunnar meiri á íslandi en í nokkru öðru iðnþró- uðu landi, sem á aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, að Japan undanteknu, og samkvæmt nýút- kominni skýrslu Efnahagsstofunai- innar um árið 1965 var ísland það ár þriðja í röðinhi af aðildarríkjum stofunarinnar í þjóðaríramleiðslu á mann, aðeins í Bandarikjumrn og Svíþjóð var framleiðsla á mann meiri. Það, sem þessu veldur, er sú stefna sem fylgt hefur verið í efna- hagsmálum síðan á árinu 1960. Sú stefna hefur fært einstaklingunum frelsi til þess að afla fraroleiðslu- tækjanna til hagnýtingar tækifær- unum, sem auðlindir landsins bjóða upp á. Síldin var vafalaust í sjónum áð- ur fyrr meðan hún ekki veiddist. Það er hin nýja tækni og beiting nútímaþekkingar, sem nú hafa fengið að njóta sín, sem skapað hafa góðærið. Betri lífskjör almennings. Lífskjör íslenzku þjóðarinnar hafa batnað meira á viðreisnartíma bilinu en nokkru öðru jafnlöngu tímabili. Raunverulegar ráðstöfunartekj- ur fjölmennustu atvinnustéttanna, verkamanna, iðnaðarmanna og sjó manna hafa s.l. fimm ár verið sem hér segir: 1962 .kr. 144.357,00 1963 kr. 149.770,00 1964 kr. 159.942,00 1965 kr. 187.282,00 1966 kr. 192.200,00 Með ráðstöfunartekjum, sem tald ar eru hvað bezti tölulegi mæli- kvarðinn á lífskjörin, er átt við at- vinnutekjurnar að frádregnum bein um sköttum en viðbættum fjöl- skyldubótum. Af hálfu ríkisvaldsins hefur svo sérstaklega verið leitazt við að rétta hlut hinna lægst launuðu. I því skyni voru m. a. á árinu 1961 set lög um launajöfnuð karla og kvenna, en með þeim var ákveðið að á árunum 1962 til 1967 skyldu laun kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf í al- mennri verkamannavinnu, verk- smiðjuvinnu og verzlunar- og skrif stofuvinnu. Við byrjun tímabilsins var yfirleitt 21% munur á lágmarks launum karla og kvenna í þessum starfsgreinum, en hinn 1. janúar 1967 var fullum launajöfnuði náð. Auk framangreindra lífskjarabreyt- inga, sem mælanlegur er í tölum, verður einnig að hafa huga önnur atriði, sem mikil áhrif hafa á lífs- kjörin, en verða ekki þannig mæld. Meðal annars: Að allt viðreisnar- aímabilið liefur víðast á landinu verið næg atvinna handa öllum, og víða verið beinlínis skortur á vinnuafii. Að vegna afnáms innflutnings- hafta hefur vöruval og framboð komið í stað vöruskorts og svarta- markaðsbrasks, svo almenningur getur betur nýtt tekjur sínar. Að vegna tollalækkunar hefur lækkað verð á ýmsum vörutegund- um, sem áður voru taldar „lúxus- vörur“, en nú eru taldar til sjálf- sagðra lífsþæginda. Bifreiðaeigendur Óðuin líður að skoðun. Látið stilla ljósin í tíma. Höfum opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10 — 3. Bílaskemman. Rýmingarsala. Rýmingarsalan stendur yfir, aðeins nokkra daga. Stórkostleg verðlækkun. VERZLUN ANNA GUNNLAUGSSON.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.