Fylkir


Fylkir - 28.04.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 28.04.1967, Blaðsíða 3
FYLKIR Góð heimsókn Síðastliðinn miðvikudag heim- sótti Eyjarnar Sölvhöj, utanríkisráð herra Danmerkur, sendiherrar Norðurlandanna, sem búsettir eru í Reykjavík svo og starfslið utanrík- isráðherrafundar Norðurlandanna, sem haldinn var í Reykjavík s. 1. þriðjudag og miðvikudag, ásamt nokkrum starfsmönnum íslenzka utanríkisráðuneytisins. Var þetta rúmlega 30 manna hópur alls. Bæjarstjórn tók á móti gestun- um suður á flugvelli og var þeim ekið sem leið liggur út í Stórhöfða, inn í Herjólfsdal og niður að Frið arhöfn. Var þeim síðan sýnt náttúrugripa safn bæjarins og fiskasafnið. Er auðheyrt, að safnið vekur óskipta athygli þeirra gesta, sem það skoða jafnt erlendra sem innlendra, og er það vel, að það skuli vera orðinn fastur liður hjá bæjaryfirvöldum, að sýna safnið, þegar gesti ber að garði. Að lokinni heimsókn í Náttúru- gripasafnið var gestunum sýnt ís- félagið. Var framleiðsla þar í full- um gangi, bæði í sambandi við frystingu og söltun og höfðu sérstak lega hinir erlendu gestir mikinn á- huga á að kynnast fiskframleiðslu okkar og spurðu margs í því sam- bandi. Er vel til þess að vita, að vinnslustöðvarnar hér eru það vel skipulagðar og vel tækjum búnar og aðstöðu allri fyrir starfsfólk, að til fyrirmyndar er og gaman að sýna þær bæði erlendum og innlend um gestum. Að lokum þáðu gestirnir kaffi og aðrar veitingar í Samkomuhúsinu í boði bæjarstjórnar, áður en farið M.--- INNLENT LÁN RIKISSJÓÐS ÍSLANDS1967,1.F1 ÚTBOÐ Fjármálaráðherra hefur á- kveðið að nota heimild í lögum frá 22. apríl 1967 til þess að bjóða út 50 milljón króna innlent lán ríkis- sjóðs með eftirfarandi skil- málum: SKILMÁL AR fyrir. verðtryggðum spari- skírteinum ríkissjóðs, sem gefin eru út samkvæmt lögum frá 22. apríl 1967 um heimild fyrir ríkis- stjórnina til lántöku vegna framkvæmdaáætlunar fyr- ir árið 1967. 1. gr. Hlutdeildarbréf láns- ins eru nefnd spariskír- teini, og eru þau öll gefin út til handhafa. Þau eru í tveimur stærðum, 1.000 og 10.000 krónum, og eru gefin út í töluröð eins og segir í aðalskuldabréfi. 2. gr. Skírteinin eru lengst til 12 ára, en frá 15. sept- ember 1970 er handhafa í sjálfsvald sett, hvenær liann fær skírteini inn- leyst. Vextir greiðast eftir á og í einu lagi við inn- láusn. Fyrstu 4 árin nema þeir 5% á ári, en meðal- talsvextir fyrir allan láns- tímann eru G'/o á ári. Inn- lausnarverð skírteinis tvö- faldast á 12 árum og verð- ur sem hér segir að með- töldum vöxtum og vaxta- vöxtum: Skírteini 1.000 kr. 10.000 'kr. Eftir 3 ár 1158 11580 — 4 ár 1216 12160 —- 5 ár 1284 12840 — 6 ár 1359 13590 — 7 ár 1443 14430 — 8 ár 1535 15350 — 9 ár 1636 16360 — 10 ár 1749 17490 — 11 ár 1874 18740 — 12 ár 2000 20000 Við þetta bætast verðbæt- ur samkvæmt 3. gr. 3. gr. Við innlausn skír- teinis greiðir ríkissjóður verðbætur á höfuðstól, vexti og vaxtavexti í hlut- falli við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á vísi- tölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi skírteinis til gjalddaga þess (sbr. 4. gr.). Hagstofa Islands reiknar vísitöiu bygging- arkostnaðar, og eru nú- gildandi lög um hana nr. 25 frá 24. april 1957. Spari- skírteinin skulu innleyst á nafnverði auk vaxta, þótt vísitala byggingarkostnað- ar lækki á tímabilinu frá útgáfudegi til gjalddaga. Skírteini verða ekki inn- leyst -að hluta. 4. gr. Fastir gjalddagar skírteina eru 15. septem- ber ár hvert, í fyrsta sinn 15. september 1970. Inn- lausnarfjárhæð skírteinis, Apríl 1967. heimild í nefndum lögum um lántöku þessa. 7. gr. Handhafar geta fengið spariskírteini sín nafnskráð í Seðlabanka Is- lands gegn framvísun þeirra og öðrum skilríkj- um um eignarrétt, sem bankinn kann að áskilja. 8. gr. Innlausn spariskír- teina fer fram í Seðia- banka Islands. Eftir loka- gjalddaga greiðast ekki vextþ' af skírteinum, og engar verðbætur eru greiddar vegna hækkunar vísitölu byggingarkostn- aðar eftir 15. september 1979. 9. gr. Allar kröfur sam- kvæmt skírteini þessu fyrnast, sé þeim ekki lýst hjá Seðlabanka Islands innan 10 ára, talið frá 15. september 1979. 10. gr. Aðalskuldabréf lánsins er geymt hjá Seðla- banka Islands. Spariskírteinin verða til sölu í viðskiplabönkum, hankaútibúum, stærri sparisjóðum og hjá nokkr- um verðbréfasölum í Reykjavík. Vakin er at- hygli á því, að spariskír- teini eru einnig seld f afgreiðslu Seðlabankans, Ingólfshvoli, Hafnarstræli 14. Salan hefst 28. apríl. sem er liöfuðstóll, vextir og vaxtavextir auk verð- bóta, skal auglýst í júlí ár hvert í Lögbirtinga- blaði, útvarpi og dagblöð- um, í fyrsta sinn fyrir júlílok 1970. Gildir hin auglýsta innlausnarfjár- hæð óbreytt frá og með 15. sept. þar á eftir í 12 mán- uði fram að næsta gjald- daga fyrir öll skírteini.sem innleyst eru á tímabilinu. 5. gr. Nú rís ágreiningur um framkvæmd ákvæða 3. gr. um greiðslu verðbóta á höfuðstól og vexti, og skal þá málinu vísað til nefnd- ar þriggja manna, er skal þanriig skipuð: Seðlabanki Islands tilnefnir einn nefndarmanna, Hæstirétt- ur annan, en hagstofu- stjóri skal vera formaður nefndarinnar. Nefndin fell- ir fullnaðarúrskurð í á- greiningsmálum, sem hún fær til meðferðar. Ef breyting verður gerð á grundvelli vísitölu liygg- ingarkostnaðar, skal nefnd þessi koma saman og ákveða, livernig vísitölur samkvæmt nýjum eða breyttum grundvelli skuli tengdar eldri vísitölum. Skulu slíkar ákvarðanir nefndarinnar vera fullnað- arúrskurðir. 6. gr. Skírteini þetta er undnnþegiö framtalsskyldu og er skattfrjálst á sama hátt og sparifé, samkvæmt var út í flugvöll aftur. Allar slíkar heimsóknir eru mik ils virði fyrir Eyjarnar og ómetan- leg kynningarstarfsemi bæði hvað framleiðslu okkar og alla aðstöðu snertir. BÆRINN OKICAR ÚTLENDINGAR OG ANNAÐ FÓLK Það færist sífellt meira í vöxt, með hverri vertíð, sem líður að hingað flykkist fólk frá ýmsum þjóðum til að leita sér atvinnu. Margt af þessu fólki eru hinir beztu menn og konur, en einnig eru mislitir sauðir innan um, eins og geta má nærri. Ýmsir af þeim eru lítt gefnir fyrir að vinna sér inn peninga, með því að beita við það sínum höndum og vilja held- ur ná fé með öðrum og auðveldari hætti. Má oft sjá útlendinga rangla hér um göturnar, meðan næg vinna er í frystihúsunum, aðgerðarlausa. í vetur hafa nokkur brögð orðið að því, að þeir hafa gert fólki ó- næði að tilefnislausu. í Reykjavík hefur talsvert borið á slíku, og ekki batnar það, ef satt er, sem sagt er, að nokkrir þeirra hafi lagt leið sína hingað þegar búið var að vísa þeim úr höfuðstaðnum. Við höfum það fyrir satt, að unglings- stelpur hafi orðið fyrir áreitni af hendi slíkra þokkapilta hér í bæn- um, og það fleiri en eitt dæmi slíks. Þá kom það fyrir í húsi einu í bæn um fyrir skömmu síðan að heimil- isfólkið varð vart við það, að Eng- lendingur einn tók að ríða þar hús- um, og neitaði að fara niður. Lét hann sér ekki segjast fyrr en náð var í lögregluna til aðstoðar. Fleiri sögur munu vera til um aðgerðir þessa lýðs, og þá ekki sízt á almenum dansleikjum, þar sem þeir hafa oft og tíðum sýnt frekju og dónaskap við aðra gesti. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að fólk komi hingað til að vinna við fiskinn en fólk af þessu sauðarhúsi höfum við ekkert að gera við annað en vísa því burt Og það er ekki nóg að reka það burtu úr þesum bæ, svo að það fái tækifæri að leika sama leik í ein- hverjum öðrum, heldur vísa því beina línu heim til sinna föðurhúsa og það hið snarasta. Bæjaryfirvöld- in ættu að skera upp herör gegn því og það hið snarasta, áður en það setur frekari bletti á bæinn og landið allt. S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.