Fylkir


Fylkir - 28.04.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 28.04.1967, Blaðsíða 4
4 F Y L K I R sjóhrafluðvél Framtíðardraumurinn er Rætt við Bjarna Jónasson um stofnun nýs flugfélags, Eyjaflugs. Fyrir ekki alllöngu var stofnað hér flugfélag, sem skyldi annast flutninga milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja aðaliega. Þótti mörg um það hið mesta þjóðþrifafyrir- tæki, en einhverra hluta vegna var rekstri félagsins hætt, enda byrj- unarörðugleikar talsverðir. Nú er hins vegar ætlunin að reyna að blása lífi í þær glæður, sem eftir eru af félaginu og hafa nokkrir framtakssamir menn tekið saman höndum að halda áfram þar sem frá var horfið með rekstur félagsins. Aðalhvatamaður að end- urvakningu félagsins er Bjarni Jón asson, og ræddum við stundarkorn við hann á dögunum til að leita frétta af félaginu. — Þetta er nokkurs konar end- urvakning á Eyjaflugi, eða er ekki svo? ; — Jú, það má víst orða það svo. Starfið hefir legið niðri vegna erfið leika en við sjáum nú orðið fram á að hægt verði að yfirstíga þá og byrja innan skamms. — Hvaða vél munið þið nota? — Það er sama vélin og var. Þetta er prýðisvél og hefur nú ver- ið nýlega yfirfarin og klössuð og skipt um mótora, og annað gert, sem þurft hefur. — Hvenær er ætlunin að byrja? — Sannast að segja er það eig- inlega í höndum almennings hér í bæ, hvenær hægt verður að byrja flugið, og hvenær það kemst á skrið. Það er svo hlægilega lítið, sem vantar til að geta startað, eða aðeins hlutafjáraukning fyrir 50.000 krónur. Það getur varla ver- ið minna. — Hvað með hlutafé fyrirtæk- isins? — Upphaflega var það ákveðið ein milljón, en nú er innborgað 650 þúsund krónur. Raunverulega vantar okkur þó ekki nema 50 þús- und eins og áður er sagt, til að geta hafið flugið. — Hvernig eru afborganir af vél- inni? — Upphaflega voru skilmálarn- ir nokuð stífir. Okkur var gert að greiða vélina upp í topp á þrem- ur árum, eða tvær milljónir. Þetta var auðvitað útilokað það hefðum við aldrei getað staðið við. En við náðum hagstæðum samningum að lokum og eigum við nú að greiða eftirstöðvarnar af vélinni á 10 ár- um og aðrar skuldir á 4-5 árum. — Heldur þú, að grundvöllur sé fyrir þessu flugi nú í dag? — Já, alveg örugglega. Fyrst við náðum þetta góðum skilmálum með afborganir, ætum við ekki að verða í vandræðum. Vélin er í mjög góðu lagi og við höfum leyfi til reglubundinna áætlunarferða til Vestmannaeyja. — Hve oft hafið þið hugsað ykk- ur að fljúga í viku? Bjarni Jónasson — Við munum fljúga alla daga vikunnar og eina ferð á dag. Senni lega verður brottfaratími úr Reykjavík kl. 11 fyrir hádegi. Auk þessa er svo alltaf hægt að fá vél- ina leigða til hvers konar flugs, og munu Vestmannaeyingar að öllum likindum látnir sitja í fyrirrúmi um slíkt. — Hvernig verður afgreiðslu háttað? — Við munum hafa fasta af- greiðslu hér í Eyjum. Vonir standa til, að við fáum húsnæði leigt í Val höll, þar sem Loftleiðir voru til húsa. Sú afgreiðsla verður opin frá kl. 9-6, dag hvern. Þá verður einn- ig hægt að fá vörur afgreiddar ut- an þess tíma ef áríðandi er. — Hvar verður afgreiðsian í Reykjavík? — Hún verður hjá Flugsýn. Ný- lega er lokið endurbótum á húsn. þeirra á flugvellinum og er vöru- afgreiðslan nú orðin mjög góð, og öll aðstaða önnur og betri en var. Allt starfsfólkið, hvort sem er hér eða í Reykjavík, eru Vestmanna- eyingar, að undanskildum flug- stjóranum. — Hverjir sjá um viðgerðir? Það er Flugtækni h.f., tiltölulega nýtt félag, sem hefur getið sér mjög gott orð. Þeir sjá einungis um viðgerðir á flugvélum. Eigend- ur þess eru bæði frá Flugfélaginu og Loftleiðum og sjá þeir um rekst urinn. Þjónusta þeirra er viður- kennd sem afburðagóð. En hvernig verður svo með ykk- ar þjónustu við væntanlega far- þega? — Við höfum auðvitað bifreið hér í Eyjum til að annast flutninga út á völl, og munum sækja fólk heim og aka því heim frá flugvelli, ef þess er óskað án endurgjalds. Og afgreiðslan verður opin frá kl. 9-6, eins og ég sagði áðan. — Hvaða verð verður á fargjöld- um ykkar? — Þau verða hin sömu og hjá Flugfélaginu, nema við höfum hugs að okkur að veita 20% afslátt af fargjaldi, ef keypt er far fram og til baka. — Verður þetta ekki töluverð samkeppni við Flugfélagið? — Að vissu leyti jú, og þó ekki. Okkar starf verður á nokkuð öðr- um grundvelli en þeirra. Þetta er fyrst og fremst flugfélag fyrir Vest mannaeyinga, og hugsað með til- liti til þeirra þarfa eingöngu. Til dæmis munum við halda uppi einni ferð til Skógasands, þó að fjárhagslega séð borgi það sig ekki. Þá mun það einnig verða hag- kvæmt fyrir smærri hópa, sern ekki hafa bolmagn til að taka stór- ar vélar á leigu að leita til okkar um flutninga því að við munum einnig annast leiguflug hvert á land sem er. Það verður auðvitað einn- ig markmið okkar að hatda uppi heirbrigðri samkeppni við Flugfél agið og þá líka til þess að fargjöld- in springi ekki upp úr öLu valdi. En grundvöllurinn fyrir o'ukar flugi er nokkuð annars eðlis en þeirra frá mínu sjónarmiði séð. — Hvað er að segja um fram- tíðina? Hafið þið ráðgert kaup á stærri vél eða vélum? -- Það er ekki ætlunin að kaupa stærri vélar. Okkur finnst að þessi stærð véla henti einkar vel fyrir V estmanaf.yinga, enda værurn vj.ð þá korrnir út í hreina samkeppr.j við Flugfélagið, ef svjj yrði. Það vai ekki ætlunin með félagmu Það er líka sjálfsagt að leiðrétia þann misskilning, sem komið hefur fram hjá mörgum, að það sé rn.kiu méira öryggi í að fljúga með stórum vél- um en litlum. Þetta er alls ek ki rétt. Okkar vél er með tvo hre>fla og einnig verða alltaf tvo'r flue,- rnor.n, rétt eins og á stærn vélun- um, svo að öryggið er alveg hið ssnia. En helzti framtíðardraumur • irr. er að festa kaup á sjúkraflug- véi, sem staðsett yrði hér í Eyjurn og hægt væri að grípa til, ef neyð- avtiifelli bæri að höndum. Það er okkn- hjartans mál, og mun ágóða af rekftri félagsins verða vaiúð til kaupa á slíkri vél. — Hvernig fer nú, þegar geia þarf við vélina og framkvæma hina föstu skoðun á henm? Leggst þá ekki ykkar flug niður þann ííma, sem viðgerð eða skuðun stendur yfir? — Nei alls ekki. Við höfum samning við Flugsýn um að fá leigðar vélar, þegar svo ber undir Við getum jafnvel fengið leigðan stóran Douglas, ef með þarf, þann- ig að engin hlé munu myndast i okkar áætlun. — Og um leið og ég vil óska þér og þínum félögum til haivingju með fyrirtækið, hvað vilfcu þá segja að endingu? — Við vonumst til að mæta sluln ingi fólks á þessu, enda er hér um að ræða þjónustu við það. Það hafa ýmsi;r lagzt á móti stofnun fé- lagsins, hverjar sem orsakirnar eru. Mér eru þær í það minnsta ekki kunnar. Og til að bæta jarð- veginn, ef svo má orða það, og lyfta undir félagið, væri óskandi, að fleiri gerðust aðilar að félaginu með því að kaupa hlutabréf í því. Þá er öruggt um framtíð þess. S. J. Trtysta ií minnisleyi Framsóknarmenn virðast mjög treysta á minnisleysi þjóðarinnar nú þegar líða fer að kosningum. Ó- trauðir halda þeir því fram, að við stöndum föst í gamla tímanum og hafi ekkert miðað áleiðis til betra þjóðfélags. Eina lífsvon lands- manna sé að Eysteinn og flokks- bræður hans komist aftur til valda. Gegnir það furðu, hve þessir menn eru komnir langt aftur úr samtíð sinni. Sannleikurinn er sá, að öll- um þorra þjóðarinnar er í fersku minni uppgjöf vinstri stjórnarinn- ar með Framsókn í fararbroddi sællar minningar. Engum dettur í hug að hætta á, að láta fjöregg þjóð arinnar í hendur þessara manna, sem dagað hafa uppi í gamla tím- anum og hafa ekkert haft til mál- anna að leggja, nema að vera á móti framfaramálum, þeim sem efst eru á baugi. Er nú komið svo, að stefnuleysi þeirra er orðið við- undur meðal þjóðarinnar, en þeir reyna að kalla nöldur sitt hina leið- ina, jákvæðu leiðina eða eitthvað þvíumlikt, sem enginn botn fæst í. Þótt engum detti í hug, að ekki megi finna núverandi stjórn ýmis- legt til foráttu, þá dylst engum, að úrtöluvæll Framsóknar á engan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Spor Framsóknar á þjóðmálasvið- inu hræða, og uppgjöf þeirra í vinstri stjórninni er öllum í fersku minni. Þeir hafa því minna en ekki neitt upp á að bjóða.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.