Fylkir


Fylkir - 05.05.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 05.05.1967, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. firssl utonríkisstefno. Utanríkisstefna sú, sem fylgt hef ur verið lengst af frá stofnun lýð- veldisins og Sjálfstæðisflokksurinn átti drýgstan þátt í að móta, hefur miðað að því að tryggja sjálfstæði og öryggi íslenzku þjóðarinnar og treysta margvíslega hagsmuni henn ar með vinsamlegu samstarfi við aðrar þjóðir.. Kjölfesta utanríkisstefnunnar hef ur verið samvinna við lýðræðisrík- in beggja vegna Atlantshafsins. Með aðild að samtökum Samein- uðu þjóðanna og sérstofnunum þeirra hefur verið lögð áherzla á stuðning landsins við friðsamleg samskipti allra þjóða heims, betri lífskjör og aukin réttindi fólks í öllum álfum. Utanríkisþjónustu hefur verið hald ið uppi með 8 sendiráðum, er með nokkrum atbeina kjörræðismanna í mörguro löndum, hafa gætt hags- muna íslands í um 30 löndum, sem við höfum haft beint stjórnmála- samband við, kynnt land og þjóð, annast margvíslegar samningagerð- ir, komið á og treyst viðskiptasam- bönd, aflað víðtækra upplýsinga um hin fjölþættustu efni, aðstoðað íslenzka ríkisborgara og fleira. Vegna misskilnings, sem oft kemur fram um kostnað vegna þessa alls, skal upplýst, að einungis 1% út- gjalda á fjárlögum hafa farið til ut- anríkisþjónustunnar, og má telja víst, að sá kostnaður hafi skilað sér til fulls aftur í þeim árangri, sem náðst hefur með starfsemi hennar í þágu þjóðarheildarinnar og ein- stakra aðila. Meðal alþjóða og milliríkjasamn- inga, sem ísland hefur gert við aðr ar þjóðir síðustu árin, og margir hverjir hafa hina mestu þýðingu fyrir íslenzka hagsmuni, má nefna samninga um þessi efni: Þekkirðu Eyjarnar þínar? Hér kemur annar þáttur verðlaunagetraun arinnar, sem birtast mun í fjórum blöðum. Verða veitt ein verðlaun að upphæð 1000 kr. fyrir rétta lausn á öllum þáttum getraunar- innar. Ekki skal senda getraunaseðlana til blaðsins, fyrr en allir þættir getraunarinnar hafa birzt í blaðinu, sem sagt, senda þá alla í einu. Eins og fyrr segir verður spurt um ör- nefni í Vestmannaeyjum og merkingu þeirra. Og hér kemur önnur spurningin: HVAR ER GLASHÓLL, OG HVERS VEGNA BER HANN ÞETTA NAFN? Halljmur I. Kristjánsdottir FÆDD 14. DESEMBER 1899. — Dáin 24. MARZ 1967 Hallfríður Ingibjörg Kristjáns- dóttir andaðist 24.3. s.l. Andlát hennar kom sem reiðarslag yfir fjölskyldu og vini, sem sama dag höfðu verið samvistum við hana án þess að sjá á henni nokkur sjúk dómsmerki. Söknpðurinn verður því sárari, sem hann var óvæntari. En huggun er að því að engin blett ur fellur á minninguna um þessa góðu konu. Halla var hlédræg kona ákaflega tryggur vinur og góður nágranni. Eiginmanni sínum Stein- grími Benediktssyni, skólastjóra, var hún styrk stoð í hans marg- háttaiða og erilsama starfi, og syn- irnir eiga á bak að sjá blíðri og skilningsríkri móður. Eg, sem þess- ar línur rita átti Höllu að nágranna og nánum vini, og reyndist vinátta hennar dýpst og traustust, þegar hennar var mest þörf. Einn ríkasti þátturinn í fari Höllu var einlæg ást á hinu fagra og bjarta. Blómum unni hún og hafði frábæi't lag á að láta þau fegra umhverfi sitt. Birtust þar listrænir hæfileikar, sem hún sinnti talsvert á síðustu árum, þótt fáum væri um það kunnugt. Þessum fáu og fátæklegu línum er ætlað að minna á þessa góðu konu og flytja lítið eitt af því þakk læti, sem aldrei gafst tækifæri til að tjá svo sem vert var. Guð blessi minningu hennar og veiti huggun eiginmanni hennar og sonum, tengdadætrum og barnaböi’num. Nú leiðir skilja, ljúfa vina mín, ég lít í bjartri minning okkar kynni. Hin hreina og sanna hjartans göfgi þín, og heilög trú, var æðst í breytni þinni. Þú breiddir ljós á brautir okkar hér, og blessun fylgdi ævistarfi þínu. Að vinna með þér varð til heilla mér og veitti sanna gleði hjarta mínu Með djúpri þökk ég kveð þig vina kær, og hvar, sem liggja spor í þessum heimi þín blessuð minning bliknað aldrei fær, sem bjartan geisla hana ávallt geymi. Sigurlaug Sigurjónsdóttir. Afnám vegabréfsáritana við mörg lönd. Afnám tvísköttunar. Samningar um viðskipta, greiðslu og tollamál. Félagslegt öryggi í ýmsu formi. Menningarsjóður Norðurlanda, svo og menningar og vísindastarf- semi við mörg önnur lönd. Samningar um loftferðamál, lend íngarréttindi og margt fleira. Farsæl samskipti við aðrar þjóð- ir á grundvelli þeirrar utanríkis- stefnu, sem farin hefur verið í tíð núverandi ríkisstjórnar, hafa átt mikilsverðan þátt í vaxandi vel- gengni þjóðarinnar. Reynslan hefur því staðfest gildi hennar. Qölin i Á framboðsfundinum fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar sagði Sigurgeir Kristjánsson „brandara", þó ótrúlegt sé, er hann fullyrti að eitt af því, sem Guðlaugur hefði vanrækt að gera, væri „að gera við götin í götunum”. Hentu menn gaman að þessu og hefur það hald ist nokkuð á lofti síðan. Nú er það vitað að vegakerfið, bæði hér og annarsstaðar t.d. í Reykjavík hefur komið verr út und an vetrinum, en oft áður, og meiri holur í malbikinu en við venjulegt gölunum. tíðarfar og aðstæður. 1 Reykjavík var hafist handa þeg ar í byrjun síðasta mánaðar að lag færa það sem aflaga fór í vetur á þessu sviði. Engir tilburðir sjást hjá bæjar- stjórninni hér um að lagfæra gatna kerfiS. Eru menn að velta því fyr- ir sér hvort Sigurgeir aetli virki- lega að láta það henda sig, að sjá ekki um1 að þegar verði farið að gera við götin í götunum”, eins og hann orðaði það á framboðsfund- inum s.l. vor.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.