Fylkir


Fylkir - 05.05.1967, Blaðsíða 6

Fylkir - 05.05.1967, Blaðsíða 6
----- —---------------------- Neðan frá sjó. v_______ ________J Veðráttan: Róið var alla daga vikunnar, undantekinn að sjálf- sögðu 1. maí. Veður voru erfið fyrri part viku, svo sem fyrr, en lagaðist er á leið viku og núna seinustu dag ana hefur verið ljómandi veður. Netabátarnir. Mjög hefur dregið úr afla netabátanna seinustu dag- ana og gera má ráð fyrir að neta- vertíðinni ljúki senn. Nokkrir bát- ar hafa þegar tekið upp net sín, en aðrir hafa „skipt yfir“ á troll. Þá eru nokkrir bátar, sem eru með netin enn í sjó en hafa tekið troll- ið um borð og eru á trollveiðum þá dagana, sem þeir draga ekki netin. Afli netabátanna í apríl var alveg ágætur og nær allir bátarnir, sem stunduðu netaveiðar eru komnir með 500 tonna afla og yfir. Er ekki annað hægt að segja heldur en að það sé gott, miðað við allar að- stæður. Hitt er svo annað mál, að netafiskiríið mun hafa kostað mik ið fé, þar sem veðrahamur seinustu vertíðar var þungur á veiðarfærum og vertíðin því fram úr hófi neta- frek. Botnvörpuveiðarnar: Trollbátarn- ir hafa sumir hverjir verið fá al- veg ágætt seinustu dagana, t. d. landaði Hannes lóðs um 40 tonn- um núna í vikunni, Marz var með 27, Binni í Gröf 27 og Hrauney 23. Beztu trollbátarnir eru Guðjón Sig urðsson með 443, Hrauney 399 og Suðurey 376. Afli trollbátanna í heild er mjög misjafn frá liðlega 100 tonnum upp í það sem fyrr er greint. 'W? Nótin: Ennþá eru þeir að fá í nótina, og má segja að nótafiskirí- ið ætli að endast lengur heldur en oft áður. í fyrradag fékk Gjafar 33 tonn, Ófeigur III 25 tonn, Engey 24 tonn, ísleifur 15 tonn. Hæstu bát arnir í nótina eru: Gjafar með 316 tonn og Gullberg 299 tonn. Aflaskýrslan: Hér fer á eftir afli þeirra báta, er höfðu 500 tonna afla og yfir s. 1. miðvikudagskvöld. Sæbjörg .. 906 Andvari . 817 Leó , 770 Sæunn 749 Stígandi 725 Eyfellingur 708 Björg 625 Kap 605 Ófeigur III 594 Júlía . 588 Lundi . 570 Hilmir II 561 Þráinn .. 556 C ísleifur II . 535 Bátar þeir, sem hér hafa verið taldir hafa 'allir stundað neta- og línuveiðar í vetur eða þá verið með net eingöngu. Sést af skýrslunni, Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, ÞÓRÐAR SVEINSSONAR, Brekastíg 15. Fyrir hönd vandamanna. Elín Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinúttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, ömmu og tengdamóður, ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR GRANZ Börn, barnabörn og tengdabörn. LEIKFÉLAG SELFOSS sýnir alþýðusjónleikinn ,Piltur og stúlka£ eftir EMIL THORODDSEN. LEIKSTJÓRI: JÓNAS JÓNASSON. Sýningar í Samkomuhúsi Vestmannaeyja laugardaginn 6. maí kl. 4,15 og Sunnudaginn 7. maí kl. 1,15 og 4,30. — Forsala aðgöngumiða hefst kl. 1,15, laugardaginn 6. maí. Leikfélag Selfoss. ..————————————i- ■■ Kosningaskrifstofa Sjálfsfæðisfokkslns er í Samkomuhúsinu. — Opin dag- lega fró kl. 1 — 7 fyrst um sinn. Símor: 1344-1070-2233. Þar verður einnig afgreiðsla fyrir happdrætti Sjlfstæðisflokksins. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN. Landakirkja. Messað kl. 2 n. k. sunnudag. Betel. Barnaguðsþjónusta kl. 1. Almenn samkoma kl. 4,30. Andlát. S. 1. mánudag andaðist hér á sjúkrahúsinu Guðfinna Sigurbjarn- ardóttir frá Miðhúsum. Blik. Ársrit Vestmannaeyja, Blik, sem gefið er út af Þorsteini Þ. Víg- lundssyni, kemur út á sunnudag. inn. í ritinu er mikinn fróðleik að finna, bæði um Vestmannaeyjar og annað. Er ástæða til að hvetja fólk að kaupa þetta ágæta rit. Hörmulegt slys. Á miðvikudag um sexleytið gerð- ist sá hörmulegi atburður, að flug- vélin Austfirðingur, sem var eign Flugsýnar, fórst utan í Kervíkur- fjalli, og með henni 3 ungir menn. Vísa dagsins Bæjarstjórnin býsna löt, er búin að missa trúna. Það eru komin göt við göt á göturnar okkar núna. o o o * • a Af hverju var rauði fáninn á Alþýðuhúsinu látinn hanga í hálfa stöng þann 1. maí? að þeSsi „gömlu“ veiðarfæri eru ekki alveg „dauð úr öllum æðum“. Eiga þau líklega ennþá eftir að koma mikið við sögu, enda erfitt að hugsa sér vertíð í Eyjum án þeirra. Gott fiskirí var á línuna í vetur, þegar marka mátti. Mestan afla á línuna fékk Sæbjörg, 245 tonn. — Aflamagnið: Núna þann 30. apríl voru komin hér á land 22255 tonn af fiski, en var á sama tíma í fyrra 24590 tonn. Er aflinn því liðlega 2 þús. tonum minni í ár. Munar mest um trollbátana, afli þeirra seinnipartinn í apríl í fyrra var mjög góður, en núna nær enginn, er sést bezt á því, að þeir 39 bátar, er voru á trolli fengu aðeins 1027 tonn seinni hálfa mánuðinn í apríl í ár. — „Fiskar í siglingu“: Einhver hugur er kominn í suma útgerðarmenn um það að láta báta sína sigla á erlendan markað með eigin afla. Hvort úr verður svo einhverju nemi skal látið ósagt að sinni, en þó er einn bátur, Kristbjörg, byrj- uð að „fiska í sig.“ Tapazt hefur gullarmband. Finnandi vinsamlega hringi í síma 2040. Surtseyjarferðir. M. S. HERJÓLFUR fer til Surtseyjar laugardag- inn 6. maí kl. 20,00 og sunnudaginn 7. maí kl. 13,30. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS Sími 1792. Lausar íbúðir. í fjölbýlisliúsinu við Hásteinsveg eru lausar 2 — 3 íbúðir. BÆJARSTJÓRI. Barnaleikvöllur. Gæzluvöllurinn við Brimhólalaut hefur verið opnaður. Opið daglega: Á virkum dögum kl. 9 — 12 og 13 — 18, nema á laugardögum 9 — 12. BÆJARSTJÓRI. Frá Ténlisfarskólanum. Tónleikar verða haldnir í Iðnskólanum n. k. sunnudag ltl. 5 siðdegis. Aðgöngumiðar við inn- ganginn. — Verð 50 krónur.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.