Fylkir


Fylkir - 12.05.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 12.05.1967, Blaðsíða 2
2. FYLKIR . Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Shopsdga Sigurgeirs í niðurlagi á grein, sem S. K. skrifar fyrir nokkru í Framsóknar- blaðið segir orðrétt: „Þjóðin þekkir sinn vitjunartíma, hún slítur af sér „viðreisnarfjötr- ana“ í komandi kosningum og kýs á ný framfara og umbótastefnu. Þar með mun þeim kafla í stjórn- málasögunni, sem hófst 1959 vera lokið.“ Slík ummæli þeirra Fram- sóknarmanna geta ekki skoðazt annað en bein móðgun við kjósend ur. Þetta eru nákvæmlega sömu fullyrðingarnar og viðhafðar voru fyrir síðustu bæjarstjórnarkosning- ar. Framsóknarmenn héldu því þá fram, að ef þeir kæmust í valdaað- stöðu í þessu bæjarfélagi myndi rísa hér ný framfara- og umbóta- alda. Nýr ópólitískur bæjarstjóri myndi verða ráðinn. Útsvör myndu lækka og framfarir stóraukast. Öllu þessu og miklu fleira var lofað fyr ir þær kosningar. En hvernig hefur farið? Hvað um ópólitíska bæjarstjór- ann? Hvað um lækkun útsvar- anna? Og hvað um nýju framfara- og umbótastefnuna? Hinar risa- vöxnu framkvæmdir og allt það. Engir kjósendur hafa sennilega nokkurn tíma orðið fyrir eins miklum vonbrigðum og þeir, sem léðu Framsóknarflokknum atkvæði sitt við síðustu kosningar. Bókstaf- lega allt, sem þeim var lofað, hef- ur verið svikið. Þetta veit hver einasti maður í bænum. Og nú ætlar Sigurgeir Kristjáns son að fara að bjarga íslenzku þjóð inni með nýrri framfara- og um- bótastefnu. Það má segja, að S. K- getur stundum verið aulalega gamansam ur og hitt naglann betur á höfuð- Þekkirðu Eyjarnar þínar? Enn heldur örnefnagetraunin á- fram, og kemur hér þriðji þáttur hennar. Sá fjórði og síðasti birtist í næsta blaði og þá fyrst skal póst- leggja alla seðlana með svörunum. Eins og áður er sagt, verða ein verðlaun veitt, að upphæð 1000 kr. og verður dregið úr réttum lausn- um, ef margar berast. Að þessu sinni er spurt um ör- nefni, sem að vísu sést ekki lengur, af vissum ástæðum. Hvar eru (voru) FISKIKLETT- AR, og hvers vegna sjást þeir ekki Iengur? Viðreisn að verki Verzlunarfrelsi endurheimt. Viðreisnin færði íslenzku þjóð- inni verzlunarfrelsi á ný. Afnám haftakerfisins í innflutnings og gjaldeyrismálum er án efa mikils- verðasti árangur þeirrar efnahags- málastefnu, sem fylgt hefur verið á undanförnum árum, og sá ár- angur hennar, sem allur almenn- ingur hefur orðið hvað bezt var við. Hinn 1. júní 1960 voru 60% inn- flutnings til landsins gefin frjáls þ.e. frílistinn færður upp í 60% innflutnings. Síðan hefur innflutn- ingsfrelsið verið aukið jafnt og þétt, svo að nú eru 86,4% innflutn ingsins alfrjáls. Meginhluti þess innflutnings, sem ekki er frjáls er þó einungis háður leyfum til að tryggja viðskipti við nokkur Aust- ur-Evrópulönd vegna útflutnings- hagsmuna þjóðarinnar, en leyfi til innflutnings frá þeim eru auðfeng in og mikið af þeim innflutningi eru vörur, sem ekki skiptir miklu máli hvaðan keyptar eru. Mönnum verður bezt ljós þýðing verzlunarfrelsisins, þegar þeir rifja upp í huga sínum hin ytri merki haftastefnunnar, sem menn urðu æ tíð varir við í daglegu lífi. ið, en hann sjálfur veit af. Sem forseti bæjarstjórnar hefur hann ekki einu sinni verið neitt ná- lægt því að halda bæjarmálunum í horfinu, miðað við það, sem áður var. Það hlýtur því að skoðast sem hrein skopsaga hjá honum, að hann ætli áð fara að skapa nýja fram- fara- og umbótastefnu í þjóðfélags- málum. Ónógt vöruúrval. Biðraðir við verzlanir. — Langsetur á biðstof- um úthlutunarnefndanna. — Svartamarkaðsbrask. Önnur óheillaáhrif haftakerfisins t.d. þau: að framleiðslan beindist að öðrum greinum en hagkvæmast var. að það var háð duttlungum og geðþótta yfirvaldanna, hvaða fyrir- hæki mættu lifa og hver ættu að deyja. að ýtt var undir innflutning vöru tegunda, sem gáfu góðar tolltekjur i rikissjóð, en takmarkaður inn- flutningur oft nauðsynlegra vöru- tegunda — sem gáfu minni tekjur. að vöruverð varð hærra og þjón- usta við neytendur lakari vegna skorts á samkeppni í innflutnings- verzluninni. Þetta haftakerfi var í algleym- ingi hér á landi, þegar viðreisnar- stjórnin tók við völdum í árslok 1959, enda höfðu höftin verið auk- in mjög mikið á valdatíma vinstri stjórnarinnar. ísland var þá eina landið í Vestur-Evrópu, sem bjó við víðtæk gjaldeyris- og innflutn- ingshöft. Viðreisnarstjórnin leysti af þjóðinni haftafjötrana og tók upp frjálsræðisstefnu í viðskipta- málum, sem hefur fært almenningi valfrelsi og vörugnótt, og stuðlað að tæknilegum framförum og nýj- ungum í atvinnulifinu. Traust gjaldeyrisstaða. Gjaldeyristaða landsins hefur far ið batnandi ár frá ári allt viðreisn artimabilið. í stað 144 milljón kr. gjaldeyrisskuldar, þegar viðreisn- arstjórnin tók við, átti þjóðin á árs lok 1966 gjaldeyrisforða, sem nam 1915 milljónum króna. Hin bætta gjaldeyrisstaða er tví- mælalaust einn pýðingarmesti ár- angur viðreisnarinnar. íslendingum er öðrum þjóðum fremur sérstök nauðsyn á veruleg- um gjaldeyrisforða vegna þess hve mjög afkoma þjóðarinnar er háð aflabrögðum og verðlagi ' útflutn- ingsafurðanna á erlendum mörkuð- um. Vegna gjaldeyrisforða síns, megna íslendingar nú að taka á sig áföll af verulegri verðlækkun af- urða þeirra erlendis án þess að lenda í greiðsluerfiðleikum út á viö eða grípa til hafta í innflutn- ings- og gjaldeyrisverzlun. Hin stórbætta gjaldeyrisstaða á við- reisnartímabilinu hefur einnig gert það að verkum, að íslenzka þjóðin hefur endurheimt traust sitt á hin- um alþjóðlega lánamarkaði, sem henni var algerlega lokaður, þegar viðreisnarstjórnin tók við völdum. Á undanförnum árum hefur þjóðin því á ný átt kost á erlendum lánum til efnahagslegrar uppbyggingar í landinu. Kjósendur hér í Vestmannaeyj- um munu sjá sér hag í að styðja áfram þá viðreisn og uppbyggingu, sem ótt hefur sér stað um land allt á undanförnum árum. Minnumst þess við kjörborðið hinn 11. júní næstkomandi. KJÓSIÐ LISTA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS D-Iistann. Okumenn munið ljósastillingar á BfLAVERKSTÆÐI Kristjáns & Bjarno Sími 1535.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.