Fylkir


Fylkir - 12.05.1967, Side 5

Fylkir - 12.05.1967, Side 5
FYLKIR 5. Um íþróttasvæði Iðkun iþrótta, er langfjölmenn- asta og heilbrigðasta tómstunda- gamanið, sem völ er á. Sá ungling- ur, sem kynnzt hefur íþróttum og stundað þær eitthvað, er betur undir lífsstarfið búinn en hinn sem það hefur ekki gert. Það er stað- reynd, að ekkert frekar en íþrótt- ir draga unglinga frá götunni og rápi á veitingastaði, og þá um leið frá ýmsum freistingum, sem þar á vegi þeirra verða. Hvað sem öllu öðru tómstundagamni líður, þá gnæfa íþróttirnar þar yfir og ber að laða enn fleiri þar að. Sífelldir fjárhagsörðugleikar hrjá íþróttastarfsemina, og byggir í- þróttabandalagið starfsemi sína nær eingöngu á fjárstyrk frá bæj- arfélaginu. Sá styrkur fer í kostn að við ferðalög íþróttaflokka og hrekkur ekki til. Má því segja að íþróttabandalagið sé á bænum. Þessi fjárskortur bindur hendur í- þróttabandalagsins algerlega. Þetta þarf að breytast, það þarf að skapa íþróttabandalaginu vissa tekju- stofna, þannig að það geti orðið fjárhagslega sjálfstætt. Algengasta fjáröflunarleiðin er, að seldur er aðgangseyrir að íþróttaleikjum, en svo háttar til hér, að nær ógern- ingur er að gera það, sem íþrótta- vellirnir eru ógirtir. í ráði mun vera að girða völlinn við Löngu- lág, en staðið hefur á því þar sem ekki mun vera fullráðið hvar girð- ingin á að vera. Þó að sá völlur verði girtur, kemur það að tak- mörkuðum notum, þar sem mestra tekna er að vænta á grasvellinum við Hástein. Á meðan ekkert verð- ur gert, tapa íþróttirnar fé sem þær vanhagar svo nauðsynlega um. Skipulega þarf að vinna að upp- byggingu íþróttamannvirkja, þann- ig að öruggt sé, að hver sá pening- ur, sem veittur er þar til komi að fullum notum. Handahófskenndar aðgerðir skapa ekkert anað en auk in útgjöld og töf á framkvæmdum. Sjálfsagt er að öll íþróttamann- virki séu staðsett, sem næst hvort öðru á skipulögðu svæði. Á þessu svæði er nauðsynlegt að gera ráð fyrir öllum íþróttamannvirkjum, sem kunna að rísa í framtíðinni. Fyrir 20 árum var íþróttaleikvang- ur skipulagður á Akureyri og síð- an hefur verið unnið í áföngum, að koma honum upp. Fyrir 13 árum fór þessi leikvangur að þjóna sín- um tilgangi að nokkru, þarna er enn unnið að framkvæmdum og er aðstaðan þar orðin til fyrirmyndar. Eg álít, að svæðið við Löngulág muni ekki rúma þau mannvirki, er kunna að risa hér í framtíðinni, svo sem Sundhöll, íþróttahús, gras- og malarvelli, handknattleiksvelli, búningsherbergi og böð við vellina, fleira mætti telja. Fásinna er að grafa þessi mannvirki inn í brekk- una, þar sem mjög ákjóstnlegt landrými er til á öðrum stað. Okkar bezti knattspyrnuvöllur, og sá, sem mest er notaður, er við Hástein. Aðstaða við þann völl uppfyllir ekki lágmarkskrööfur, þar vantar salerni og böð. Mjög erfitt er að bjóða upp á keppni, nú til dags, þar sem ekki eru fyrir hendi salerni hvorki fyrir keppendur eða áhorfendur. Svæðið við Hástein er mjög fall- egt, og að mér virðist, vel lagað frá náttúrunnar hendi, til að þar geti risið fallegt íþróttasvæði. Mitt álit er, að efna beri til hugmyndasam- keppni um skipulagningu á svæð- inu, þar með á að hafa golfvöllinn og Herjólfsdal, Dalinn á að skipu- leggja sem almenningsgarð. Þarna gæti risið upp fallegt og vel skipu- lagt útilífssvæði fyrir bæjarbúa, þar á ég við fleiri en stunda íþrótt ir. Öll væntanleg íþróttamannvirki og jafnvel fleiri opinberar bygging ar ættu að rísa á þessu svæði. Á þessum stað hefur náttúran verið mjög gjöful á allt það, sem mest má prýða slík svæði. Að sjálfsögðu tæki mörg ár að byggja þetta upp og yrði hraði á framkvæmdum ýmsu háður, svo sem peningagetu h'verju sinni. En fyrst af öllu er að vinna á skipulögðum grundvelli að settu marki. Guðmundur Guðmundsson, form. í. B. V. ■*•■" “*~ — - ■ —----------fl iii Loftpúðaskipið Loftpúðaskipið eða svifskipið eins og það mun nú almennt nefnt, er væntanlegt hingað til Eyja, þótt enn sé ekki ákveðið hvenær það verður. Til landsins komu í vetur tevir Englendingar, Mr. Néed og Mr. West frá fyrirtæki því í Bretlandi, sem frarnleiðir þessa tegund skipa. Flugu þeir með suðurströndinni, frá Þorlákshöfn og austur fyrir ósa Markarfljóts til að kynna sér að- stæður við sandana og árósana. Einnig komu þeir hingað út til Eyja til að ákveða afgreiðslustað fyrir skipið og töldu þeir að fjar- an fyrir sunnan Eiðið myndi mjög vel henta til þess. Við þessa aðila var samið um kostnað við komu skipsins hingað til lands. Var samið um eina millj- ón króna fyrir skipið miðað við 30 daga frá því það fór frá Bretlandi og þar til það kom þangað aftur. Kostnaðurinn var áætlaður nokkuð hærri og tóku eigendur skips á sig það, sesm umfram var þessa upp- hæð. Skyldi af henni greiða flutn- ingskostnað og vátryggingargjöld og allt annað meðan skipið dvaldi hér. Var áætlað, að það yrði 10 daga hér í Eyjum og 10 á Akra- nesi. Ábyrgðist fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs greiðslu umræddr- ar upphæðar til eigenda en áskildi sér rétt til að endurkrefja hvorn kaupstað fyrir sig, þ. e. Vestmanna eyjakaupstað og Akranes um allt að 25% af þeim nettó útgjöldum, sem verða kynnu af komu skipsins hingað, eftir að öll fargjöld, sem inn kynnu að koma í ferðum skips- ins meðan að það væri í notkun hér á landi og var notkunartími hvern dag mjög rúmur. Er því engu hægt að slá föstu með hver endanlegur kostnaður þetta verður fyrir hvort bæjarfélag fyrir sig eða ríkissjóð. Þegar um þetta var samið var gengið út frá að skipið gæti kom- ið hingað með m.s. Mánafossi um 10. maí. Síðari hluta apríl fóru þeir Gísli Júlíusson, verkfræðingum og Jón I. Sigurðsson, hafnsögumaður hér, til Bretlands til viðræðna við þá aðila, sem með rekstur skipsins hafa að gera. f þessum viðræðum kom fram, að eigendur skipsins óskuðu eftir, að það yrði yfirfarið áður en það væri sent til íslands og töldu, að því myndi verða lok- ið um miðjan maí og þá tilbúið til afhendingar. Ábending bæjarstjóra. í millitíðinni skeður það, að Magnús Magnússon, bæjarstjóri hér, kemur á framfæri gegnum um boðsmenn skipsins hér á landi, á- bendingu um, að hentugra muni að skipið komi ekki hingað fyrr en í byrjun ágúst eða um það leyti, sem þjóðhátíðin verður hér haldin, sennilega vegna þess, að þá væri meiri tekjuvon fyrir það hér í Eyj- um. Við Jón I. Sigurðsson höfum hins vegar haldið því mjög ákveðið fram, að bezti tíminn fyrir skipið væri frá miðjum maí til miðs júlí, og mun meiri von um góða nýt- ingu skipsins á þeim tíma, heldur en í ágúst, þegar allra veðra er von og nótt farin að dimma. Ábending bæjarstjóra virðist hins vegar hafa fallið í allgóðan jarðveg hjá Bretunum og koma nokkuð vel heim við hugmyndir þeirra um aðra nýtingu á skipinu í sumar. Hvað ofan á verður liggur ekki fyrir enn, en kemur vonandi í ljós áður en langt um líður. Guðl. Gíslason. L0FTPRE5SAN S. F. - auglýsir: Höfum til leigu loftpressur, hentugar til hverskonar borvinnu og brota, úti sem inni. Eigum gott úrval hamra og bora. ATHUGIÐ! Bara að hringja, svo kemur pressan, — enginn aukakostnaður vijð flutninga. LOFTPRESSAN S. F. - Sími 2343.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.