Fylkir


Fylkir - 12.05.1967, Blaðsíða 6

Fylkir - 12.05.1967, Blaðsíða 6
r : ^ Neðan f rá sjó. v____ J Kosningaskrifstðfa SjálfsfæðisfEckksðns Lokadagur: I gær var lokadagur, vetrarvertíðarlok á Suðurlandi, og er þá lokið einhverri erfiðustú ver- tíð hér hvað veðráttu viðkemur, er komið hefur í áratugi. Má segja, að aldrei hafi komið dagur alla vertíð- ina, er sæmilegur gæti heitið. Stór- sjór og brim hefur verið einkenni þessarar vertíðar. Ekki liggja enn- þá fyrir tölur um heildaraflamagn vertíðarinnar, en gera má ráð fyrir, að aflamagnið á vertíðinni sé svip- að og í fyrra, ef til vill aðeins meira . Hlutur útgerðar og sjó- manna er mjög misjafn. Á beztu bátunum er afkoman viðunandi, en þó ekki í neinu hlutfalli við það erf iði og þann kostnað, er í er lagður. Er þetta lærdómur, er taka verður til athugunar, þó ekki verði gert hér að sinni — enda varla hægt í þessum stutta þætti, sem er nú bara vettvangur rabbs og frétta neðan frá sjó. — En eitt má ekki fram hjá okkur fara, — og það eru þau gleðilegu tíðindi, að ekki hafa orðið mannskaðar eða alvarleg slys á mönnum við öflun lífsbjarg- arinnar. Fyrir það veri forsjónin lofuð. Aflahæstu skipin: Aflakóngurinn í ár er Hilmar á Sæbjörgu, er hafði fengið 965 tonn á miðvikudags- kvöld. Bezt get ég trúað, að hann hefði hug á, sá dugnaðarþjarkur, að ná í 1000 tonnin. Hann fór á línu eftir að hann tók upp netin, og hef ur rótfiskað á línuna, allt upp í 18 tonn. Það má nú nota minna. Aflá- hæstur í nótina er Rafn á Gjafari með 448 tonn. Þar hefur heldur ekki verið slegið af í vetur. Afli botnvörpubátanna er mjög misjafn, en þar er hæstur m.b. Guðjón Sig- urðsson, með 457 tonn, sem er prýðisafli, hafandi í huga allar að- stæður. Bátarnir, sem stunduðu neta- og línuveiðar sitja að tiltölu bezt í því, hvað aflamagni viðvíkur, þar sem þeir nær allir hafa náð 500 tonna afla og yfir. Aflaskýrslan: Hér fara á eftir nöfn þeirra báta, er hafa 500 tonn og yfir miðvikudagskvöld): Sæbjörg ................... 965 Andvari ................... 859 Leó ....................... 805 Sæunn ..................... 755 Stígandi .................. 747 Eyfellingur .............. 739 Björg ..................... 659 Kap ....................... 622 Ófeigur III ............. 612 Júlía .........;...:........606 Lundi .................... 587 . Hilmir II ....„............ 574 Þráinn ................. 559. ísleifur II ................535 Bj. Guðm. er í Samkomuhúsinu. — Opin dag- fiego frá ki. 1-7 fyrst um sinn. Símar: 1344-1070-2233. Þar verSur einnig afgreiðsla fyrir happdrætti Sjálfstæðisflokksins. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN. Þökkum hjartanlega öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem auð- sýndu samúð og hluttekningu, við fráfall og jarðarför GUÐFINNU SIGBJÖRNSDÓTTUR, Miðhúsum. Kristinn Ástgeirsson, Þórarinn Sigbjörnsson, Elínborg Sigbjörnsdóttir, Svava Sigurðardóttir. l>l>' Þórarar i ' Mætið vel á frjálsíþróttaæfingar bandalagsins á mánudögum frá kl. 7—10 e. h. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR. VORHÁTIÐ EYVERJA F.U.S. 1967 Hin átrlega vorhátíð félagsins verður haldin 14. maí n. k., hvítasunnudag, í Samkomuhúsinu. DAGSKRÁ: Kl. 16,00 Barnaskemmtun. Kl. 20,20 Kvöldskemmtun. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Ræða: Ingólfur Jónsson, ráðherra. Ríó tríó. Ballet, 5 stúlkur úr dansskóla Þjóð- leikhússins. Guðmundur Jónsson og Svala Ni- elsen syngja, undirleikari: Ólaf- ur Vignir Albertsson. Ómar Ragnarsson, skemmtir. Þjóðlagasöngur: Sigríður Sigurðar- dóttir. Sextett Ólafs Gauks, söngkona er Svanhildur Jakobsdóttir. Kl. 00,01 Almennur dansleikur til kl. 4 eftir miðnætti. — Sextett Ólafs Gauks leikur fyrir dansinum. Sala aðgöngumiða verður sem hér segir: — Á barnaskemmtunina kl. 13,00, verð 25 kr. Á kvöldskemmtunina kl. 16,00 og á dans- leikinn kl. 18,00. og verða borð tekin frá um leið. nrr r. r*in.~ nr~ * —-i---------- ~ - Landakirkja: Messað n. k. sunnudag kl. 2. Betel: Barnaguðsþjónusta kl. 1. Almenn samkoma kl. 4,30. Sjóstangaveiðimót verður haldið hér um hvítasunn una, 13. til 15. maí n. k. Er þetta Alþjóða stangveiðimót og stendur Sjóstangaveiðfélag Reykjavíkur fyr ir þvi. Tilhögun mótsins verður í stór- um dráttum sem hér segir: Flogið verður frá Reykjavík með Flugfélaginu á laugardag kl. 16,30 til Vestmannaeyja. Mótsgestir búa hér á Hótel HB. Á hvítasunudag verður lagt frá landi kl. 9 og fiskað til kl. 18, en á 2. í hvítasunnu verður fiskað frá kl. 9 til 17. Að kvöldi þess dags verður svo lokahóf að Hótel HB. — Þar verða úrslit tilkynnt og verð- laun afthent. Flogið verður svo um miðnætti til Reykjavíkur. Þátttakendur eru um 70. Vísa dagsins Það er bitizt og slegizt á bóga tvo og baráttan óðum harðnar. Hannibal vill sínar hendur þvo meþ hrekkjum leiðinni varnar. *' ^ " * ^~r*liri rW~»i«ii» >Uj 9 9 0 I ■ ■ ■ | I 1 Skyldu Framsóknarmenn og j , kommar vera að gefa mönnum J vísbendingar með rifrildi sínu I um það, hvernig þeir hyggjast J hafa samstarf sitt, ef svo færi, I ' að þeir kæmust í stjórn? 1 j * ~* —mmrin ili.i > ii ilj Barnakojur ódýrar, litið notaðar, til sölu. — Upplýsingar í síma 1626. Gullbúðin auglýsir Mikið úrval gjafavara. fermingargjafir fyrir stúlkur og pilta. Brekastíg 1. _ sími 1495. \

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.