Fylkir


Fylkir - 19.05.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 19.05.1967, Blaðsíða 4
Útför eiginmanns míns og föður okkar GUÐJÓNS JÓNSSONAR, Reykjum, fer fram frá Landakirkju laugardaginn 20. maí kl. 2. Bergþóra Jónsdóttir og börn. Eg þakka öllum, sem sýndu mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu hinn 6. maí s. 1.. Guð blessi ykkur öll. Jón Benónýsson, Hásteinsvegi 12. Auglýsing um lögtaksúrskurð. Hinn 18. maí s. 1. var kveðinn upp lögtaksúrskurður fyrir fyrirframgreiðslu upp í útsvör 1967 og fasteigna- gjöldum 1967 tii bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Lögtök mcga fram fara að' liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. ÚTSVARSINNH EIMTAN VESTMANNAEYJUM Stúlku vantar strax. VAKTAVINNA. Landakirkja: Messað kl. 2 n. k. sunnudag. Betel: Barnaguðsþjónusta kl. 1 á sunnud. Alm. samkoma kl. 4,30. Hvað með vatniðl Á þessum tíma árs hefur að und anförnu venjulega verið farið að bera á vatnsskorti hér í Eyjum. Hefur bæjarstjórn árlega orðið a3 gera sérstakar ráðstafanir til öflun ar neyzluvatns og var veturinn 1966 farið að undirbúa leigu á tankskipi til vatnsflutninga frá Reykjavík, þar sem ætlað var, að Ilerjólfur myndi ekki nægja, Hvaða ráöstafanir hefur bæjar- stjóri nú gert í þessu sambandi? Um þetta spyr almenningur af eðlilegum ástæðum. SÖLUTURNINN. - Sími 1126. Vísa dagsins Nú upphefjast áróðurstækin með allskyns kosningamakk. Steypu þeir dembdu í strætin og strætin segja: Takk. IHsala. ðlsala! Hefst næstkomandi mánudag 22. 5. VERZL. FRAMTÍÐIN. Samkór Vestmannaeyja heldur söngskemmtun. ViðurMng bsjarstjóra í Brautinni, sem út kom s. 1. þriðjudag, viðurkennir bæjarstjóri hreinlega, að hann og meirihluti bæjarráðs hafi verið með hugmynd ir um að seinka komu loftpúða- skipsins hingað til Eyja fram í á- gústmánuð. Er þetta virðingarvert út af fyrir sig, þó vissulega væri það æskilegra, að bæjaryfirvöld væru ekki til trafala við fram- kvæmd mála, sem almenningur hef ur áhuga fyrir að kynnast nánar. Eg held, að það sé lágmarkskrafa, sem til þeirra verður að gera. Hitt verð ég að segja, að mér kemur það mjög einkennilega fyr- ir sjónir, ef hann hefur fengið þau svör hjá umboðsmanni framleið- enda skipsins, að ástæðan fyrir því að þeir hefðu ætlað að senda skipið hingað til lands í maí væri sú, að það væri þegar selt til sSvíþjóðar. í öllum þeim viðræðum, sem ég hef átt við umboðsmann skipsins og hina brezku fulltrúa, sem hing- að komu, hefur þetta aldrei komið fram. Ekki hefur það heldur komið fram í þeim viðræðum, sem Jón I. Sigurðsson hefur átt við þessa að- ila bæði hér heima og erlendis. Eg tel því mjög ’hæpið að sú sé ástæð- an. Enda veit ég ekki betur en að bæjarstjóri muni fá bréflega grein- argerð um málið byggða á öðrum rökum. Annars þurfum við M. M. vart að deila um þetta mál. Eg hef fram að þessu ekki haft ástæðu til að ætla annað en að hann hafi meint vel i þessu máli. En á bak við hann í meirihluta bæjarráðs mun þeirri hugmynd hafa skotið upp að það yrði mér og Sjálfstæðisflokknum til hagræðis, ef skipið kæmi hingað fyrir kosningar og þess vegna gerði lítið til ,þó að komu þess seinkaði. Hugmyndin um meiri tekjuvon um þjóðhátíðina í ágúst er haldlaus tylliástæða. Um komu skipsins hingað til lands geta menn að sjálfsögu haft misjafnar skoðanir á. Hitt er stað- reynd, að hér er um nýjung að ræða, sem mjög vel er hugsanlegt að geti orðið veruleg samgöngubót fyrir okkur Vestmanaeyinga í fram tíðinni og því fyrr, sem menn fá að- stöðu til að mynda sér raunhæfa skoðun um þetta, því betra, og sízt sæmandi fyrir ráðamenn bæjarins að vera til trafala í því sambandi. Guðl. Gíslason. Hraðbálur til sölu. 14 feta hraðbátur með 35 hesta utanborðsmótor og dráttarvagni, til sölu. Upplýsingar gefnar að Vest- mannabraut 3 frá 6—8 í kvöld og annað kvöld. Samkór Vestmannaeyja efnir til tónleika í Samkomuhúsinu á þriðju daginn kemur kl. 8,30 undir stjórn Martins Hunger. Að þessu sinni mun, auk hins blandaða kórs koma fram karlakór og syngja nokkur lög, og enn- fremur verður einleikur á trompet, Hjálmar Guðnason leikur. Á söngskrá eru að sjálfsögðu verk eftir bæði erlenda og innlenda höfunda, þar á meðal hinn sívin- sæli Dónárvals eftir valsakónginn Jóhann Strauss. að öðru leyti er ekki rétt að kynna söngskrána — bezt að hljómleikagestir komi og njóti þess, sem fram verður reitt. í Samkórnum eru nú um 40 fé- lagar, og er ánægjulegt til þess að vita, að þátttaka í söngstarfi kórs- ins er svo mikil. Þótt kórinn sé enn ungur að árum hefur hann þeg ar haslað sér völl í menningarlífi bæjarins og er orðinn þar fastur liður. En starfsemi kórsins þarf að efla og gera allt til þess að starf- semi hans haldi áfram um ókomin ár með sífelldri endurnýjun söng- krafta. Þetta verður bezt gert á þann hátt, að almenningur styðji starfsemi hans með því að sækja þær söngskemmtanir, sem kórinn efnir til. Á þann hátt og þann hátt einan — verður honum lífs auðið. Þess er að vænta, að bæjarbúar fjölmenni í Samkomuhúsið á þriðju dagskvöldið kl. 8,30 og sýni þannig í verki viljann til að halda uppi þessum þætti í fábreyttu mennng- arlífi bæjarins. Við getum öll verið viss um, að þangað sækjum við bæði gleði og ánægju — ánægju yf- ir vel unnu dagsverki kórfélaganna og ánægju .yfir/ .því að hafa lagt fram sinn litla skerf til stuðnings og eflingar sönglífinu í bænum!

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.