Fylkir


Fylkir - 26.05.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 26.05.1967, Blaðsíða 2
2. FYLKIR Framgangur málefno Vestmaunaeyinga hefur aldrei veiið hetri en í tið núrerandi ríhisstjómar. Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Símar 1523 og 1343. Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Pohnpredihoror í vetur, sem leið, ferðuðust nokkr- ir ungir Framsóknarmenn, þar af broddarnir starfsmenn Framsókn- arflokksins, víða um landið og ræddu „ný viðhorf í stjórnmálum” en þeir fóru ekki leynt með að mál flutningur þeirra væri undanfari mikillar merkisstefnu, sem tekin yrði fyrir og endanlega mótuð á flokksþingi. Nú er flokksþing Framsóknar- flokksins fyrir alllöngu um garð gengið. Afkvæmi þess var einhver sú dæmalausasta stjórnmálaálykt- un, sem um getur í íslenzkum stjórnmálum, fyrr og síðar, þar er slegið úr og í litskrúðugu máli, hvergi tekin afdráttarlaus afstaða og hvergi svo mikið, sem vikið að því, hvernig flokkurinn hafi hugs- að sér að vinna eftir kosningar. Fyrr mátti nú vera. Þessi stjórnmálaályktun, sem nefnd hefur verið þokustefnan, er jafnvel svo dularfull, að Framsókn armenn sjálfir hafa engan veginn fundið út, hvernig eigi að túlka hana. Kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í málflutningi. Þeir eru nú þegar búnir að máta milli heila og hálfa tylft af nöfnum á stefnuna og bætast við ný nöfn nærri viku- lega. Svo ef spurt er, hvað Framsókn ætli s£r að gera við vandanum, er svarið ævinlega hið sama: Það kem ur í ljós eftir kosningar. Þegar svona er ástatt fyrir öðr- um stærsta stjórnmálaflokki þjóð- arinnar, er ekki von, að hann sé borubrattur málefnalega. Þetta er að sjálfsögðu til um- hugsunar fyrir alla þjóðina, en alveg sérstaklega fyrir unga fólkið Það er í eðli sínu djarft og fullt-af lífsofku. PokaprediHanj-x Fram- sókharflokksins eru af allt öðrum toga spunnar. Það er því ekki hjá í kaupstað eins og Vestmannaeyj um, sem verið hefur í örri uppbygg ingu hljóta ávallt að vera á döf- inni ýms sameiginleg málefni bæj- arbúa. Svo var þetta einnig í tíð vinstri stjórnarinnar sálugu. Bæjarstjórn gerði á þeim tíma margar sam- þykktir og áskoranir á stjórnvöld landsins um fyrirgreiðslu og stuðn- ing við framfaramál, sem þá voru hér á döfinni. En því miður var daufheyrst við þeim öllum að einu undanskildu en það var bygging sérstaks skips fyrir Eyjar, en það mál varð í með förum stjórnvalda á allt annan veg en óskir lágu fyrir um heima í hér- aði. Skipið var byggt, gott og far- sælt skip, það skal fúslega viður- kennt. En óskum Vestmannaeyinga um ríkisframlag til byggingu eig- in skips var hafnað, en í stað þess var Ríkisskip látið eiga það og sú kvöð á það sett, að það skyldi einn ig annast ferðir til Hornafjarðar, sem mjög hefur orðið okkur til trafala eins og allir vita og veru- lega dregið úr notagildi skipsins fyrir Vestmannaeyinga. V estmannaey jalandið. Þegar í tíð vinstri stjórnarinn- ar voru fulltrúar Sjálfstæðisflokks ins í bæjarstjórn farnir að ræða möguléika á að bæjarsjóður keypti allt Vestmannaeyjalandið. Þetta var kannað en fékk daufar undir- tektir hjá þeim, sem þá réðu. Strax á fyrsta ári, sem núverandi ríkisstjórn sat, var málið borið fram á Alþingi og því fyrirfram tryggður framgangur með vilja og vitund stjórnvalda. Hagkvæmir samningar náðust síðan um kaup- verðið, er bæjarstjórn fékk afsal fyrir landinu. Er hér um mun meira verðmæti en almenningur gerir sér grein fyr ir. Af fundargerð bæjarstjórnar frá í vetur kemur í ljós, að meirihlut- inn metur orðið verðmæti lóða hér í gamla bænum á 300 krónur hvern fermetér. Er hér að sjálfsögðu um öfgafulla tölu að ræða. En þó að ekki væri reiknað með meira en 1/10 hluta þess verðmætis, sem þarna er geng ið út frá, skiftir verðmæti alls landsins hundruðum milljóna kr. Framsóknarflokknum, sem ungt fólk getur fundið starfsvettvang við sitt hæfi. Það er engin frarptíð í stjórnmálastefnu, sem engjnn getur túlkað og enginn skilið. Sjálfvirki síminn. Það var orðin föst venja að bæj- arstjórn gerði á hverju einasta ári sem vinstri stjórnin sat, áskorun á stjórnvöld landsins, um að hér yrði komið upp sjálfvirku símakerfi. Alltaf var daufheyrst við þessum óskum, þar til stjórnarskiptin urðu Og voru Vestmannaeyingar einna fyrstir kaupstaðanna um að fá sjálfvlrka símastöð. Allir vita og þekkja þau geysi- legu þægindi, sem af þessu hafa orðið, þar sem þegar er hægt að hringja beint til mjög margra fjar lægra staða, ekki einasta hér á Suð urlandi og við Faxaflóa, heldur einnig til norðurlands. Rafstrengurinn. Lögn sæstrengs milli lands og Eyja er gamallt baráttumál Vest- mannaeyinga, sem því miður ekk- ert þokaðist áfram í tíð vinstri stjórnarinnar, en varð mjög fljótt eftir stjórnarskiptin, að veruleika. Og búa Vestmannaeyingar í dag við einna mest öryggi allra lands- manna í raforkumálum, þar sem við erum í beinu og að telja verð- ur traustu sambandi við Sogið, og höfum auk þess nægilegt vélaafl, ef eitthvað út af ber með Sogslín- una. Nýja flugbrautin. Þegar eldri flugbrautin var byggð árið 1945, var öllum ljóst að bygg- ing þverbrautar hlyti að koma í kjölfarið, ef nokkurt öryggi ætti að vera í flusamgöngum til Eyja. Dróst mál þetta mun lengur en menn vonuðu og leystist ekki fyrr en í tíð núverandi ríkisstjórnar, og er nú komið í það horf, að þegar er búið að nota brautina í nokk- urn tíma og verður fullgerð fyrir Fokker vélar Flugfélagsins í næsta mánuði. Vatnsveitan. Mál þetta á sér all langan aðdrag anda. ÍMeðan að Sjálfstæðisflokkurinn réði málefnum kaupstaðarins, var grundvöllur fyrir vatnsveitu kann- aður eftir öllum hugsanlegum leið- um. Og þegar fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn töldu full- reynt, að vatnsveita yrði ekki byggð hér nema að ráðist yrði í að leggja leiðslur yfir sundið frá Landeyjasandi, var gerð um það samþykkt í bæjarstjórn, samkvæmt tilögu þeirra og framkvæmd máls- ins undirbúin. Efni í leiðsluna upþi á landi pantað og flutt til landsins og samningaviðræður hafnar við danskt fyrirtæki, eins og kunnugt er, um smíð og lögn leiðslu af sér- stakri gerð yfir sundið milli lands og Eyja. Ríksábyrgð var fengin fyrr öllum stofnkostnaði, nema inn anbæjarlögnum og þrjár milljón- ir króna teknar inn á fjárlög ríkis- ins fyrir þetta ár sem fyrsta fram- lag ríkisins í samband við verkð. Afstaða ríkisstjórnarinnar til þess arar framkvæmdar var jákvæð frá byrjun og var það undirstöðuatriði fyrir því að Vestmannaeyingar gætu lagt út í slíkt stórvirki, sem vatnsveituframkvæmdirnar eru. Vegna alls almennings er það vonandi að sjálf framkvæmdin bögglist ekki um of fyrir núver- andi meirihluta. Loftpúðaskipið. Vestmannaeyingar hljóta að verða vel vakandi í sambandi við allar nýjungar í samgöngumálum. Legna Eyjanna krefst þess. Það er því bæði eðlilegt og skemmtilegt að þeir skuli hafa forgöngu um at- hugun á þessu máli. Er bygging hinna svokölluðu loftpúða eða svif- skipa þegar komin á það stig, að miklar líkur eru fyrir að þau á næstu árum geti orðið Vestmanna- eyingum veruleg samgöngubót. Núverandi fjármálaráðherra Magn ús Jónsson, tók þegar í upphafi vel í að ríkissjóður styrkti verulega fyrirhugaðar tilraunir með að fá eitt slíkt skip hingað til landsins til raunhæfrar reynslu. Er óþarfi að ræða þetta mál nán- ar þar sem áður hefur hér í blað- inu verið gerð ítarleg grein fyrir því. En framangreind mál hafa ver- ið rædd hér til þess að kjósendur geti áttað sig á og gert sér fulla grein fyrir í kosningunum 11. júní að það er ekki sama hvaða flokkur er mest ráðandi um stjórn lands- ins. Vestmannaeyingar hafa dýr- keypta reynslu af því, að hugðar- og framfaramálum þeirra var lítið sem ekkert sinnt meðan að vinstri stjórnin fór með völd. Reynslan er alltaf ólygnust og því full ástæða til að óttast að stöðnun verði á framfaramálum okkar, ef ný vinstri stjórn tekur við eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn óskar eft- ir því að kjósendur geri sér fulla grein fyrir þessu, og að þeir geti bezt tryggt áframhaldandi upp- byggingu byggðarlagsins með því að kjósa lista SjálfstæSisflokksins, D — listann hinn 11. júni næst- komandi. X D

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.