Fylkir


Fylkir - 26.05.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 26.05.1967, Blaðsíða 4
Mólgagn Sjolfst»ði*- ftokksínt Óvenjulegur ílutningur. Hvort viljum vid? Velmegun eða þoku. Samkvæmt opinberum alþjóða- skýrslum standa íslendingar nú orðið mjög framarlega meðal þeirra þjóða, sem búa við velmeg- un. Við erum á mörgum sviðum í fremstu röð og skákum jafnvel stórveldunum. Ef miðað er við stærð þjóðanna og aðstæður þeirra má vera augljóst, að þetta er mik- ið afrek. Þetta eru óhrekjanlegar staðreyndir, sem ekki einungis eru skjalfestar með óhlutlægum fram- burði og samanburði á efnahags- þróuninni í heiminum, heldur blasa beinlínis við hverjum þeim, sem hefur augun opin. Þessari stöðu meðal þjóðanna hafa íslendingar náð fyrst og fremst með tvenfium hætti. Annars vegar með framsækni og mikilli vinnu. Hinsvegar með því, að auðn azt hefur að fara tiltölulega vel með kraftana og afraksturinn. Gæði lands og sjávar til að standa undir stórstígum efnahags- legum og félagslegum framförum eru ekki í neinum sérflokki hjá okkur. Að sönnu eigum við sitt- hvað, sem aðrar þjóðir eiga ekki, en hitt er þó langt um fleira, sem þær eiga en við ekki. Misjafnt ár- ferði er og hvarvetna til staðaw Þegar á hólminn er komið, dugir ekki að loka augunum fyrir því, að afkoma okkar er með þvt bezta sem þekkist vegna at.orku þjóð- arinnar og góðs stjórnaríars. Þaft lætur því meira en iítið hjárænulega í eyrum að heyra nú stjórnarandstæðinga halda uppi skerandi sultargóli, hvar, sem þeir koma fram. Hlutskiptið, sem þeir velja sér með því, er sannarlega ömurlegt. Ömur'egra er þó, að þeim skuli gersamlega fyrirmunað að finna hvað þeir vilja í raun og veru. Andagiftin er alveg botnlaus. í kosningunum til Alþingis hinn 11. júní n.k. eiga kjósendur um tvo meginkosti að velja. Stjórnarstefn- una og þokuste/nuna, velmegunina og vandræðin. 1i i~<inri ii i*»ni~ • *• • * Óvenjulegur flutningur kom hing að til Vestmannaeyja í fyrradag. M.s. „GRJÓTEY” kom hingað með 1800 tonn af steypumöl, en eins og kunnugt er, hefur steypu- möl verið næstum ófáanleg hér í Vestmannaeyjum að undanförnu. Eigandi skipsins er Björgun h.f. í Reykjavík, en aðal hluthafar eru þeir Kristinn Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri og Hreinn Pálsson. Björgun h.f. hefur haft með hönd um sanddælingar, dýpkað hafnir og dælt upp steypusandi til sölu í Reykjavík og dælt upp skeljasandi af botni Faxaflóa fyrir Sements- verksmiðjuna á Akranesi. Til þessa verks hefur félagið haft m.s. LEÓ, sem var breytt í sand- dæluskip árið 1958 síðan keypti félagið dæluskipið M.s. SANDEY árið 1962 og svo nú M.S. GRJÓTEY sem er útbúin með stórum krana og grabba sem ætlað er til þess að moka steypumöl og sandi upp af hafsbotni og flytja á hafnir út á landi og eða til Reykjavíkur eftir því, sem þörf er fyrir. Það er ljóst að víða út á landi, vantar tilfinnanlega góða möl og sand, og víða mjög kostnaðarsamt að ná í gott efni. Það er áform félagsins að skip þetta flytji fyrst um sinn möl og sand úr Hvalfirði þangað, sem þörf in er mest, en leita jafnframt að góðu steypuefni á hafsbotni hér og þar í kringum landið. Ef heppnin er með ætti að vera hægt að lækka verð á steypumöl um leið og bæta mætti gæðin. Fyrir 5 árum síðan byrjaði Björg un h.f. að selja í Reykjavík steypu sand og möl sem dælt var upp af hafsbotni og lækkaði um leið verð- ið að mun. •j Síðan hefur verðið á möl og sandi ekkert hækkað verið það sama, allan tímann þótt vinnulaun hafi fast að tvöfaldast á sama tíma. M.S. GRJÓTEY er einnig ætluð til þess að dýpka hafnir og er vel til þess fallin með svona stóran krana og sterkan grabba að ná upp grjóti og föstu efni. Kraninn vegur um 50 tonn og getur lyft í einu um 6 tonnum og gerir það á IV2. mínútu. Hann á að geta losað fullfermi skipsins á 6 tímum ef móttöku- skilyrðin á landi eru góð og það tekur svipaðan tíma að fylla skipið. Krani þessi er mjög dýrt tæki og mikið þurfti að breyta skipinu til þess að koma honum fyrir. Einnig þurfti að setja upp mörg skilrúm í lest skipsins og setja upp dælur í lestina til þess að dæla. Björgun h.f. eignaðist Grjótey, sem áður hét Susanne Reith eftir að hafa bjargað skipinu af strand- stað á Raufarhöfn 1965, sem frægt er orðið af blaðaskrifum og frétt- um í útvarpi. Bæjarstjórn Vestmannaeyjakaup staðar hefur með höndum sölu á steinsteypu í Vestmannaeyjum og standa nú yfir samningar við Björg un h.f. um framhald flutninga á möl og á sandi til Eyja. Um verð á steypuefni verður ekkert sagt enn, sem komið er en vonazt er til að hægt verði að lækka það frá því sem nú er og í öllu falli vonast framámenn Björg- unar h.f. eftir að geta flutt til Eyja betra efni en nú er hægt að fá þar. Þegar tími vinnst til verður leit- að að sandi og möl kring um Vest- mannaeyjar og ef þar fyndist not- hæft efni yrði það strax ódýrara. Skipstjóri á Grjótey er Jón Æv- ar Þorgeirsson og 1. vélstjóri er Bragi Guðmundsson, 11 manna á- höfn er á skipiriu. Landakirkja: Messað kl. 2 n.k. sunnudag. Betel: Barnaguðsþjónusta kl. 1. Alm. samkoma kl. 4,30. Tónleikar: Samkórinn hélt tónleika á þriðju dagskvöld í Samkomuhúsinu. Voru þeir allvel sóttir. Næsta helgi: Um næstu helgi er sjómannadag- urinn. Mun vel vera vandað til skemmtifanga, svo sem verið hefur að undanförnu. Sú breyting hefur verið gerð, að áhorfendasvæði flytj ast nú frá Friðarhöfn og verða á Nausthamars- og Básaskers- bryggju. Mcrkisafmæli: Óskar Sigurhansson, vélsmiður í Magna á 50 ára starfsafmæli 1. júní. Hann verður staddur á Faxa- stíg 45. Frá Krabbavörn. Kr. 1000,00 gefnar í minningu Ástu og Ólafs Granz, af H. S. og E. Þ. Krónur 200.00 gefnar af S. J. — Með bezta þakklæti, Einar Guttormsson. Vísa dagsins Spilin lögðu beint á borðið besefarnir Framsóknar. Höft og skömmtun skipa orðið skrautlegustu sætin þar. V V V ■ ■ ■ Ekki var hann leíðinlegur tónninn í síðasta Framsókn- arblaði, og ekki spöruð stór- yrðin frekar en venjulega. Þegar ég las yfir eina klausuna inni í blaðinu, kom vísubrot eftir Kristján Fjalla skáld fram í huga minn: Viðmótsþýður var sá refur Vopnafjarðar - gáttaþefur. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfiokksins er ■ Samkomuhúsinu. Hún verður opin fyrst um sinn frá 10—12 og 1—7. Einn- ig er þar afgreiðsla happdrættisins. ATHUGIÐ, að utankjörstaðakosning er hafin. Sjálf- stæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna, ef þið getið veitt upplýsingar. Síma r: 1344 - 1070 - 2233. GETRAUNIN Það er skemmst frá að segja, ajð engin lausn barst í örnefna- gerauninni, hvorki rétt né röng og verður því að sjálfsögðu eng- um verðlaunum úthlutað. Ekki skulum við segja, hvað veldur, ef til vill hefur getraunin verið of þung, en hægt var að finna svör við þremur fyrstu hlut- unum í bókinni Örnefni i Vestmannaeyjum og svarið við þeim fjórða í Sögu Vestmannaeyja.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.