Fylkir


Fylkir - 02.06.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 02.06.1967, Blaðsíða 3
F Y L K I R 3 ídheyrt ofMi. Hið sanna andlit Fram- sóknar kemnr í ljós. Fátt hefur leitt skýrara í ljós hið sanna andlit Framsóknarfl. en viðtal það, sem fréttaritari Morg unblaðsins átti við kaupfélagsstjór ann á Fáskrúðsfirði fyrir nokkru og birt var í jMorgunblaðinu hinn 30. f.m. Þar kemur fram hið sanna eðli þess flokks. í viðtalinu við kaupfélagsstjór- ann, sem er þekktur maður þar fyr ir austan kemur fram ofbeldis- hneygð Framsóknarflokksins, svo ekki verður um villst. Meðal margra furðulegra hluta, sem lýsa vel innsta eðli forkólfa Framsóknar segir kaupfélagstjór- inn orðrétt: „Ef ég á að rækta upp Sjálfstæð isflokkinn af starfsliðinu hjá mér, þá rek ég það eða fer sjáifur.” Auðvitað vita allir að honum dettur ekki í hug að fara sjálfur og er þess vegna ekki um annað að ræða en að reka starfsfólkið, ef það dirfist að láta í ljós að það styðji Sj álf stæðisf lokkinn. Þó ótrúlegt sé, endurtekur sig þessi gamla saga frá tíma dönsku selstöðukaupmannanna, hjá íslenzk um aðila nú árið 1967. Og ekki tekur betra við þegar fréttamaðurinn talar við sveitar- stjórann á þessum sama stað, en einnig hann er þekktur Framsókn- armaður. Han segir meðal annars orðrétt: „Og af hverju segir þetta fólk ekki upp úr því það vill ganga í fél agið.” Er hér átt við Sjálfstæðisfélag- ið eins og fram kemur af samtal- inu. Og áfram heldur þessi sami maður og segir: „Við skulum segja, að kaupfél- ag.i;stjórinn hafi þrúgað tvær til þrjár manneskjur.” Skilja víst flestir hvað átt er við með þessu. Verður það að teljast uggvæn- legt að með slíkan hugsunarhátt skuli vera forystumenn flokks, sem telur sig lýðræðisflokk, og nú biðl- ar mjög til kjósenda um að veita sér lið til þess að hann geti haft á hrif á stjórn landsins. Tryggjum sigur Sjálístæðis- flokksins. Störf og stefna Sjálfstæðisfiokks- ins eru upprunnin í þjóðareðli Is- lendingsins. Flokkurinn hefur aldr ei ánetjast erlendum kreddukenn- ingum, heldur jafnan reynst þeirri stefnu trúr, að byggja á víðsýnni, þjóðlegri framfarastefnu með hags muni allra fyrir augum. Engum má detta í hug að ekki hafi sumt farið öðruvísi en óskað var, en megin stefnunni hefur ver ið haldið. í dag eru íslendingar í röð fremstu þjóða hvað velsældir á- hrærir. Aldrei í sögu þjóðarinnar hafa fleiri íslendingar verið bjarg- álna og þrátt fyrir tímabundna erf iðleika, sem sums staðar steðja að, er af öllum þorra landsmanna við urkennt að stefna Sjálfstæðisflokks og stjórn, er bezt fær um það að leysa aðsteðjandi vanda sem alltaf mætir hverri þjóð. Þegar horft er um öxl blasir við að bezt hefur þjóðinni vegnað, þeg ar gengi Sjálfstæðisflokksins hef- ur verið mest. Vaxandi fylgi flokksins byggist á ungu kynslóðini, sem vill verða þátttakendur í mesta framfara- skeiði þjóðar sinnar og fylkja sér undir merki Sjálfstæðisflokksins, merki framtíðarinnar. 3-rd siðasia (undi bœjarsliórnar. Bæjarstjórn hélt almennan fund 26. ma s.l. þar sem afgreiddar voru fundargerðir bæjarráðs og tveggja annarra nefnda. Meðal annars voru eftirfarandi samþykktir bæjarráðs afgreiddar: Vegabreytingar: Fyrir lágu tvær tillögur frá yfir- lögregluþjóni um breytingu á um- ferð í bænum. Önnur gerir ráð fyrir að fram- lenging Kirkjuvegar í norður taki aflíðandi beygju til vesturs, þann- ig að vegurinn endi í beinu fram- haldi af Strandvegi. Fyrri liðnum vísar bæjarráð til Skipulagsstjóra ríkisins til umsagn ar, en samþykkir seinni liðin. Gamla rafstöðin: Martin Hunger hefur bent á hvort ekki væri möguleiki á að gera gamla rafstöðvarhúsið not- hæft fyrir tónlistarskóla og aðra skylda starfsemi.. Bæjarráð samþykkir að taka mál ið til athugunar. Loftpúðaskip: Fyrir fundinum lá skeyti frá Guð laugi Gíslasyni, þar sem farið er fram á að Vestmannaeyjakaupstað- ur ábyrgist 25% af nettokostnaði vegna tilrauna með loftpúðaskip. Reiknað er með að heildarkostn- aður fari ekki fram úr kr. 1. millj., en þar frá dregst allt, sem inn kann að koma í fargjöldum. Bæjarráð samþykkir að ábyrgj- ast 25% af nettokostnaði við til- raunir með loftpúðaskip, þó ekki yfir 250 þúsund krónur, að frá- dregnum fjórða parti af því, sem inn kann að koma í tekjur af skip- inu. Þá setur bæjarstjórn það skil- yrði, að notkunartími skipsins verði ekki takmarkaður meira en svo, að prófun fáist við ýms skil- yrði og að eftirspurn nýtist, sem bezt. Einnig setur bæjarráð það skilyrði að það verði aðili að skipu lagi og framkvæmd tilraunanna. LÁNXÖKUHEIMILDIR: 1. Hjá Sparisjóði Vestmannaeyja. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að taka 1,5 milljón króna bráðabirgðalán í Sparisjóði Vestmanaeyja. 2. Atvinnuleysistryggingasjóður: Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra fullt og ótakmarkað umboð til að taka lán hjá Atvinnu- leysistryggingasjóði að upphæð kr. 2 milljónir til hafnarframkvæmda. 3. Tryggingastofnun ríkisins: Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra fullt og ótakmarkað umboð til að taka lán hjá Trygg- ingastofnun ríkisins að uppliæð kr. 500 þúsund til sjúkrahússbygging- arinnar. Tilkynning írá verkalýðsfélögunum. Með tilvísun til laga um orlof, og fyrirmælum frá Alþýðusam- bandi íslands þar um, ber öllum vinnuveitendum skylda til að haga greiðslu orlofsfjár sam- kvæmt nefndum lögum. Orlofsbækur eru afhentar í póst- afgreiðslunni hér og ber öllu tíma kaupsfólki að hafa þær undir höndum, þar sem á ný verður tek in upp greiðsla orlofsfjár með or- lofsmerkjum. Verkcslýðsfélag Vestmannaeyja, Verkskvennafélagið Snót.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.