Fylkir


Fylkir - 02.06.1967, Page 5

Fylkir - 02.06.1967, Page 5
F YLKI R 5 Unga íólkið og alþingiskosnig- arnar 1967. Hinn 11. júní næstkomandi, verð ur gengið til alþingiskosninga. Þann dag munu þúsundir ungra kvenna og karla ganga að kjörborð inu í fyrsta sinn. í lífi ungs fólks, er kosningadagurinn því mikilvæg stund, stund mikilvægra ákvarð- anna og mikillar ábyrgðar. Hún markar ófarinn veg, ef til vill um alla framtíð þeirra, og þá varðar hún ekki síður stjórnarfar lands okkar um ókomin ár. Á slíkri ór- lagastund er ungu fólki hollt að staldra við um stund og athuga gaumgæfilega, hvar það stendur, áður en ákvörðunin mikilvæga er tekin. Það er staðreynd, sem ekki verð- ur á móti mælt, að Sjálfstæðisflokk urinn hefur verið og er stærsti stjórnmálaflokkur íslands. Sú stað reynd segir ungu fólki í dag, að á liðnum árum og áratugum hafi meirihluti ungs fólks fylgt sér und ir merki Sjálfstæðisflokksins. Nú er það einnig staðreynd, að ungt fólk kýs frelsi umfram alla hluti, frelsi til þess að tjá sig, til þess að starfa og framkvæma, frelsi til þess að lifa því lífi, sem það sjálft kýs og þráir. Frelsisþrá ungs fólks og stefna Sjálfstæðisflokksins hafa fallið í sama farveg og haldist í hendur á liðnum áratugum, það sýnir straumur unga fólksins til flokks- ins og mun vissulega engin breyt- ing á því verða um ókomna fram- tíð. Hversvegna? Vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn eru hin sterku samtök allra stétta. Sjálf- stæðisflokkurinn er raunsær um- bótaflokkur eins og stefna hans og saga sýnir. Ungt fólk athugi það, að sem sá raunsæi flokkur sem hann er, byggir hann ekki tilveru sína á gylliboðum og lýðskrumi, eins og háttur er nýrra flokksæv- intýra og óábyrgra smáflokka, sem hugsa lágt. Fagurgalinn getur oft hljómað vel í eyrum, en þá sterku trú ber Sjálfstæðisflokurinn til ungra kjósenda í dag, að þeir láti ekki blekkjast af loforðum, sem enga stoð eiga í veruleikanum. Ungt fólk veit og gerir sér ljósa grein fyrir þeirri staðreynd, að ekki er hægt að öðlast alla hluti, sem hugurinn girnist í skjótri svipan, eða fyrirhafnarlaust eins og lýð- skrumararnir vilja vera láta svona rétt fyrir kosningar. Ungt fólk ger- ir sér ljóst af því að það er í eðli sínu raunsætt, að að háleitu marki er oft löng leið og oft erfið leið, en framsækin æska vílir ekki fyr- ir sér erfiðið og sóknina á brattan, kraftar stælast við átök og gléðin verður heilli í baráttuhitanum að settu marki. Þess vegna gerir ungt fólk glöggan greinarmun á raun- sæi og lýðskrumi. Ungu kjósendur varið ykur á þeim flugumönnum, sem læðast að ykkur og reyna að sá illgresi blekkinga og lyga, óá- nægju og öfundar í hug ykkar og reyna að telja ykkur trú um, að þeir og þeirra flokkur geti leyst allan vanda ykkar. Ungu kjósend- ur, athugið það vel, að stjórnar- andstaðan, Framsóknarflokkurinn og komúnistar hafa áður reynt að stjórna þjóðmálum okkar, en stýrt í strand, eru þeir líklegir að stjórna betur nú, þar sem allt lokar í inn- byrðis flokkadrætti og klofnings- glundroða? Kosn i n gaskrifsf of a SJálfstæðisflckksins í Samkomuhúsinu er opin alla daga til kl. 10 e. h. Stuðningsmenn D-listans eru hvattir til að láta vita um fjar verandi kjósendur, svo og þá, sem eru á förum fyrir kjör- dag. Stuðningsmenn D-listans, er geta lánað bifreiðar á kjördag eru beðnir að tilkynna það sem fyrst. Símar 1344 -2233 - 1070 Ungu kjósendur, fylkið ykkur um ábyrga stjórnarforystu, sem hefir hag ykkar og þjóðarheill efst á stefnuskrá sinni. Með því að kjósa D-listann stuðl ið þið að framtíðar gæfu ykkar og þjóðarinnar. Hvað tapar B-listinn miklu? Mörgum kjósenda hér þykir mið ur að ekki skuli talin sérstaklega atkvæðin héðan. En eins og kunn- igt er eru öll atkvæði Suðurlands- kjördæmis sameinuð á einum stað, Hvolsvelli að kosningum loknum og talin þar. Óneitanlega hefði verið fróðlegt að fé sérstaka vitneskju um at- kvæðatap Framsóknar frá síðustu kosningum. Árið 1950 kom Fram- sókn hér að tveim bæjarfulltrúum og fékk rúm 400 atkvæði. Þessi mikla dýrð stóð ekki lengi eins og vitað var með þeim meðulum, sem notuð voru þá til atkvæðaveiðanna. og hin dýrkeypta reynsla af vinstri sambræðslunni. í næstu kosningum til bæjarstjórn- ar þará eftir, 1954, voru atkvæðin orðin 196 og höfðu þá meira en helmingur kjósenda snúið við þeim bakinu. Er þetta eitt mesta fylgis- hrap, sem um getur. Við bæjarstjórnarkosningarnar í fyrra tókst Framsókn aftur að kom ast í sömu aðstöðu og 1950. Þessi mistök eru nú viðurkennd af þorra þeirra, sem léðu þeim atkvæði. Hvað fallið nú verður mikið er ekki hægt að spá um, en hætt er við, að það verði hljóðir og hóg- værir menn (Helgi Bergs og Co) sem halda til Reykjavíkur, að taln- ingu lokinni. SKEMMTIFERÐ Slysavarnardeildin Eykyndill, hefur ákveðið ferð til Egilstaða 6. júlí. Konur, tilkynnið þátttöku fyr- ir 20. júní Verði ekki næg þátttaka í þessa ferð, verður farin styttri ferð. Allar nánari uplýsingar gefa: Sigrður Magnúsdóttir sími 2004, Anna Halldórsdóttir, sími 1338, Elinborg Pétursdótir, sími 1133, Lilja Sigfúsdóttir, sími 1683. Nefndin. Atvinnuhúgun Frumsóhnur. Um áraraðir hafa Framsóknar- menn víðast hvar á Austurlandi haft tögl og hagldir í atvinnumál- um í skjóli Kaupfél., sem fram á síðustu ár var víða eini atvinnu- rekandinn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að meðan Framsókn var í valdaaðstöðu nutu Kaupfél- ögin forréttinda og kunna því ráða menn þeirra illa við sig, þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Sá fáheyrði atburður skeði fyrir nokkrum dögum á Fáskrúðsfirði, að Framsóknarkaupfélagsstjóri staðarins og sá valdamesti í at- vinnumálum kom í veg fyrir stofn- un Félags ungra Sjálfstæðismanna á staðnum með því að hóta ungu verkafólki sínu brottrekstri úr vinnunni, ef það vogaði sér að ger- ast þátttakendur í félagsstofnun- inni. Hafa ófagrar lýsingar verið birtar í blöðum landsins af þessum verknaði. Það er góð áminning fyrir hina ungu kjósendur annars staðar á landinu að minnast þess við kjör- borðið 11. júní hvernig Framsókn- arforkólfarnir á Austurlandi kúga æskufólkið í skjóli aðstöðu sinnar. Æskumenn og konur minnist þess að hrörnun Framsóknar þýðir meira frjálsræði — betra þjóðfél- ag. KJÓSIÐ D - LISTANN X D

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.