Fylkir


Fylkir - 02.06.1967, Blaðsíða 7

Fylkir - 02.06.1967, Blaðsíða 7
F YLKI R 7 HIN LEIfllN Frá Sjálfslæðisflokknum! Stuðningsmönnum D - listans er bent ó, að alla næstu viku# er skrifstofa flokksins í Sam- komuhúsinu opin til kl. 10 e.h. á hverju kvöldi. Eru stuðningsmenn flokksins hvattir til þess að líta inn. Við hvað eru þeir feimnir? Það vekur athygli á þessu kosningavori, hve þingmannsefni Al- þýðubandalagsins og Framsóknar hafa lítið gert af því að sýna sig hér : - • lliiw Vestmannaeyjar eru eins og vitað er, þéttbýlasti hluti Suður- landskjördæmis og hefur því fylgi hér úrslitaáhrif á kosningarnar. Ekki liggur ljóst fyrir hví þessir andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins allir eru svo værukærir um fylgi sitt hér. Það skyldi þó aldrei vera, að þeim væri ljós sú staðreynd, að straumur fólksins liggur til Sjálfstæðisflokksins. — Vonbrigði kjósenda sem studdu vinstri flokkanna til bæjarstjórnar hafa magnast meira, því lengra, sem líður frá valdatöku þeirra hér í bæ. VESTMANNAE YINGAR! í kosningunum gefst tækifæri til að sýna viljann í verki. Valið er vandalaust. X D - listinn Framsóknarforkólfarnir iða nú í skininu eftir að komast í ráðherra stólana á ný, eftir langvarandi eyði merkurgöngu. Biðla þeir nú óspart til kjósenda um aukið fylgi er veitt gæti þeim brautargengi, að kosn- ingum loknum. Finna þeir ríkis- stjórninni flest til foráttu, og telja hana hafa brugðizt vandanum. Þeir hafa snúizt öndverðir gegn öllum rástöfunum ríkisstjórnarinn- ar, til að ráða fram úr vandanum. Hafa þeir sýnt algjört ábyrgðar- leysi á brölti sínu, og einungis tek ið tillit til flokkshagsmuna. Þeir ganga algjörlega stefnulaus ir til kosninga. Fólk mun ekki láta blekkjast af gylliboðum Eysteins og punt- drengja hans. Kjósendur kunna bet ur að meta hina öru uppbyggingu á sðastliðnum tveim kjörtímabilum en þokukenndan rugling Framsókn ar um „Hina leiðin”, Nýju leiðina”, eða .jákvæðu leiðina”. Á undanförnum árum hefur vöxt ur þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekna verið örari en nokkru sinni fyrr. Lífskjör almennings hafa aldrei verið betri en .nú Alls staðar blasir við vottur vel- megunar nema þá helzt í hugar- heimi framsóknarmanna. Bifreiðum hefur fjölgað um góð- lega 100% á viðreisnartímabilinu. Tala sjónvarpsviðtækja er orðin 16 þúsund og ferðalög til útlanda hafa aukizt gífurlega. Verzlunarfrelsi hefur verið end- urheimt og gjaldeyrisstaða þjóðar- innar hefur aldrei verið betri en nú. Við stöndum því á tímamót- um. Kjósendur þurfa að gera upp við sig spurninguna hvort áfram- hald eigi að verða á hinni öru upp- byggingu, eða hvort hverfa skuli aftur til ófrelsis, hafta og skömmt- unarkerfis Framsóknar. Kjósendur góðir, valið er ykkar. Valið er milli frelsis eða ófrelsis. Valið er milli framfara eða öngþveitis. Allir, sem unna frelsi, öryggi og framförum, hljóta að setja X við D þann 11. júní n. k. SIGURÐUR JÓNSSON Kosningabarátta sú, sem nú stend ur yfir, er að því leiti frábrugðin því, sem áður hefur verið, að stjórnarandstæðingar treysta sér ekki til annars en að viðurkenna, að meiri hagvöxtur og almennari velmegun hafi ríkt í tíð núverandi rkiisstjórnar en nokkru sinni áður. Þetta hafa fulltrúar Framsóknar- flokksins og kommúnistar séð sig tilneydda til að viðurkenna á þeim framboðsfundum, sem búið er að halda í kjördæminu. Einnig viður- kenndu þeir Lúðvík Jósefsson og Karl Guðjónsson þetta á hinum al- menna kjósendafundi, sem þeir héldu í Alþýðuhúsinu fyrir nokkru. Um þetta grundvallaratriði í þjóð lífinu er því enginn ágreiningur milli stuðningsmanna ríkisstjórn- arinnar og stjórnarandstöðunnar, og hefur slíkt senilega ekki komið fyrir áður hér á landi og ætti að vera ákveðin ábending til kjósenda um að styðja áfram þá stjórnar- stefnu, sem ríkt hefur og leitt til þess, að íslendingar hafa það nú al mennt betra, en nokkru sinni fyrr. Stangast þetta herfilega á við spádóma Framsóknarmanna, er breytingin var gerð í efnahagsmál- unum árið 1960. Þeir héldu því fram að stjórnar- stefnan myndi leiða til samdrátt- ar í atvinnulífinu, þannig að hvorki yrði um eftir- eða nætur- vinnu að ræða hjá verkafólki, og að tekjur manna myndu af þeim orsökum dragast mjög saman. Og þeir gengu lengra. Einn af mætari mönnum Fram- sóknarflokksins, hélt því fram í ræðu í Efri-deild Alþingis, að stjórnarstefnan myndi leiða til þess sem hann kallaði móðuharðindi af mannavöldum. Fram til í kosningabaráttunni hefur hvar- vetna komið fram, hve fólkið legg- ur mikla áherzlu á þýðingu þess, að þingmennirnir séu í sem nánust- um tengslum við kjósendur sína og þau héruð, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Sérstaklega leggur unga fólkið mikið upp úr því, að eiga sem greiðastan aðgang að þingmönnum sínum með sín hugðarefni og áhuga mál. Frá því kjördæmabreytingin var gerð hefur Guðlaugur Gíslason jafnan, sem fulltrúi Vestmannaey- inga skipað öruggt sæti á lista flokksins í Suðurlandskjördæmi. Allir viðurkenna nauðsyn þess að sérstæða okkar eigi traustan Sem betur fer fyrir þjóðarheild- ina, hafa hrakspár Framsóknar- manna orðið sér rækilega til skammar, og standa nú frammi fyrir því í þessum kosningum, að verða að viðurkenna og játa, að meiri framfarir hafa orðið í tíð nú verandi ríkisstjórnar og almennari velmegun en nokkru sinni fyrr, og getur allur almenningur glaðst yf- ir að hrakspár þeirra skyldu snú- ast á þennan veg. sigurs. málssvara á Alþingi. Og viður- kennt er að Guðlaugur með áratuga langri þekkingu á málefnum Vest- mannaeyja hefur reynzt hinn bezti fulltrúi okkar á þingi. Með framboðum sínum hafa and stæðingar Sjálfstæðisflokksins sýnt að þeir meta einskis að rödd Vest- mannaeyja heyrist, og skjóta fram- bjóðendum sínum héðan, sem lengst aftur fyrir sig í vita von- laust sæti. Þessa skulum við Vestmannaeying- ar minnast þegar við göngum að kjörborðinu 11. júní n.k. Með því að gera sigur Sjálfstæð- isflokksins, sem stærstan verður málefnum Vestmannáeyinga bezt borgið. Jóh. Friðf. Unga fólkið kýs bjartsýna forustumenn. Unga fólkið hafnar fulltrúum atvinnu- kúgara. Kjósendur treysta ekki á glundroðann. Allir vilja óframhald ó framsýnni stjórn, sem þorir að taka ó vandanum, en hleypur ekki fró, þegar erfiðleikar teðja að. VARÚÐ TIL VINSTRI X D - listinn X D-llslinn

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.