Fylkir


Fylkir - 02.06.1967, Page 8

Fylkir - 02.06.1967, Page 8
Neðan frá sjó. v__________________________J Veðráttan: Það er sumar og sól þessa daganna og fólk er byrjað að finna fyrir sumri. Veður er gott á miðunum, austan og norðaustan kaldi og sólfar. Sumarútgerð: Ekki er alveg víst um sumarútgerð héðan bæði hvað snertir fjölda fiskibáta og eins hvaða veiðarfæri þeir verða með, þ.e.a.s. hvort þeir verða með fiski- eða humartroll, um annað er vart að ræða. En í næsta blaði ætti að vera hægt að gefa yfirlit þar um. Annars er bátaflotinn vart kominn í fullan gang, menn eru ýmist að „rekka” bátana til eftir veturinn, eða láta líða úr bakinu eftir erfið- an vetur. Yfir 400: Hér fara á eftir nöfn þeirra báta, er fengu 400 tonna afla og yfir á s.l. vetrarvertíð. 1. Sæbjörg (lína og net) 1000 t 2. Andvari (troll og net) 880 t 3. Leó (lína og net) 805 t 4. Sæunn (troll og net) 780 t 5. Stígandi (lína og net) 748 t 6. Eyfellingur (net) 739 t 7. Björg VE (net) 659 t 8. Kap (lína og net) 629 t 9. Ófeigur III. (lína og net) 612 t 10. Júlía (lína og net) 606 t 11. Lundi (troll og net) 590 t 12. Hilmir II. (lína og net) 574 t 13. Þráinn (net) 559 t 14. ísleifur II. (lína og net) 538 t 15. Sveinn Sveinbj.ss. (net) 475 t 16. Guðj. Sigurðsson (troll) 457 t 17. Kristbjörg (troll og net) 454 t 18. Hrauney (troll og net) 447 t 19. Páll Pálsson (troll og net) 443 t 20. Suðurey (troll) 435 t 21. Sigurður (troll) 417 t 22. Sindri (troll) 409 t 23. Björg NK (net) 402 t Af þessum lista sést að alveg um þriðjungur þeirra báta, er héðan stunduðu veiðar fengu 400 tonna afla og yfir á s.l. vetrarvertíð. Er auðsætt af þessu, að margur mað- urinn er án efa mötustuttur núna í vertíðarlokin. — Útsiglingar: Núna um lokin og upp úr þeim hafa nokkrir bátar siglt með afla á enskan markað. Hefur þetta gefist mjög misjafn- lega. Sumir bátar hafa fengið á- gætt verð, svo sem Kristbjörg, aðr- ir nánast ekki neitt. — «Ma Til sölu! SVEFNSÓFI. Upplýsingar í síma 1664 Bifreið til sölu. MOSKVITS bifreið. Upplýsingar í síina 1963. Óskar Sigurhansson 50 ÁRA STARFSAFMÆLI Eg hitti Óskar Sigurhansson á förnum vegi núna á dögunum. Tal- ið barst að Hornafjarðarferð, er við fórum saman í fyrra. Upp úr því barst rabbið að liðinni tíð, kom þá í ljós að Óskar á 50 ára starf- afmæli 1. júní. — Af þessu tilefni lagði ég nokkrar spurningar fyrir Óskar varðandi þetta merkisafmæli. — Hjá hverjum lærðirðu vélsmíði? Eg byrjaði hjá þeim góða manni, Th. Thomsen, fermingarárið mitt, 1917. Þá voru nú minni umsvif en nú, en þó talsvert að gera. í hverju var nú vinnan aðallega fólgin? Og blessaður, í og við bátana, HUSEIGN Húseignin „Geirseyri" er til leigu, (neðsta hæð og miðhæð). Upplýsingor í síma 2204 eða 2284 4««—«•——■«—««—«—■«—•>—««—«•—«>—«*—»■—«>—*•—■»—««—«■—«*—»«—»•—>•—*«—"•—“« Landshappdrælti Sjálfstæðisflokksins. Síðustu forvöð að tryggja sér miðc á ménudag. Orfáii’ miðar fást á kosninga- skrifstofureni. Dregið nm 5 bifreiðar 6. júní. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Næsíkemandi Eaugardag, 3. júní, efnir Sjálfstæðisflokkurinn til kaífikvölds ■ Samkomuhúsinu. Hefst það kl. 21. Samkór Vestmannaeyja syngur, stjórnandi, Martin Hunger. Flutt verða stutt ávörp. Dans. Allf stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins velkomið! Afgreiðslumaðu r. Óskum eftir að ráða afgreiðslumann til starfa í sumar. GUNNAR ÓLAFSSON & C0 Sími 2052 ei callan jafnán. Þá voru að visu Datarnir minni en nú er og vélarnar í samræmi við þá. Þarna hjá Thomsen kláraði ég mitt nám og vann þar til 1927 en þá stofnuð- um við Ólafur St. Ólafsson, heitinn nýja vélsmiðju er við nefndum Vélsmiðjuna Ólafur og Óskar. Þótti það viðburður á þeim tíma. 1930 var svo Vélsmiðjan Magni stofnuð og rann smiðja okkar Ól- afs heitins inn í það fyrirtæki. Er nú ekki margs að minnast í sambandi við starfið frá liðnum ár- um? Eg er nú hræddur um það. En það yrði nú of langt mál upp að telja, og nútímamanninum geri ég ráð fyrir að finnist lítið um margt af því. En margt var nú brasað á þeim árum við lélegar aðstæður, úti á Botni um borð í litlu mótor- bátunum, upp í smiðju með frum- stæð og fá verkfæri. En maður hafði yndi af þessu, að geta hjálp- að mönnum að komast á sjóinn og verða á þann hátt að liði og þátt- takandi í að skapa lífsbjörgina. Annars man ég eftir því að eft- ir tveggja ára nám smíðaði ég hjól í gírkassa. Það var mikið nákvæmn isverk og ef satt skal segja, þá var ég nú dálítið grobbinn þegar það var búið og allt fór í gang. — Eg hefi sétt niður vélar í ótal báta, frystivélarnar í ísfélagið og Hrað- frystistöðina. Þetta voru verkefni, sem í flestum tilfellum voru manni nokkuð framandi, en maður þreif- aði sig áfram og allt fór vel að lok- um. Og hvaö viltu svo segja um þetta tímabil, þegar þú horfir til baka? Það er nú margs að minnast. En það sem stendur upp úr hafi minn inganna, að það hafa verið litlir árekstrar við viðskiptavinina og fólkð í bænum og ég hefi verið heppinn með samstarfsmenn. Eg kveð svo Óskar Sigurhansson, þennan góða dreng, sem hvers manns vandræði hefur viljað leysa — og gert. Þennan mann, sem sett hefur svip á bæinn og átt svo drjúg an þátt í með starfi sínu á liðnum 50 árum að gera hann að því, sem hann er í dag. SANDALAR í stærðunum frá 24 45. Verð frá krónum 130,00. AXEL Ó. LÁRUSSON SKÓVERZLUN

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.