Fylkir


Fylkir - 09.06.1967, Blaðsíða 9

Fylkir - 09.06.1967, Blaðsíða 9
9 F Y L K I R *:JlX Hvernig er mei verðbélgunfl? Allar meginaðgerðir rkisstjórnar innar í efnahagsmálum hafa verið miðaðar við að draga úr verð- bólgu eða leiða ekki til verðbólgu. Stjórnarandstæðingar hafa vítt ríkisstjórnina fyrir þessar aðgerð- ir, fyrir að hafa hemil á útlánum, fyrir að hækka vexti, fyrir að vilja verðtryggja fjárskuldbindingar og fleira slíkt. Þeir hafa aðeins bent á eitt ráð ííl heftingar verðbólgu, sem víða er beitt erlendis, t.d. í Bretlandi. Það ráð er skipulagt at- vinnuleysi. Því ráði hefur ríkis- stjórnin ekki viljað beita. Verðbólgan fer síminnkandi vegna nýrra hagstjórnaraðgerða. Á árunum 1950—1960 var hún 8,5 prósent að meðaltali. Síðustu þrjú árin hefur hún verið 6,5 prósent á ári að meðaltali. OG SÍÐUSTU 10 MÁNUÐINA HEFUR ENGIN VERÐBÓLGA VERIÐ. íslandsmetið í verðbólgu átti vinstri stjórnin. Síðasta hálfa ævi- ár hennar komst verðbólgan upp í sem svaraði 35,5 ársaukningu. Hið góða samkomulag launþega og atvinnurekenda við ríkisstjórn- ina á undanförnum árum, er veiga mesta ástæðan fyrir því að und- anfarin ár hefur verðbólgan verið mun hægari en áður var. Ungt fólk gerir sér þessa gre’n og mun stuðla að þv að áframhald verði á upbyggingarstefnu VIÐ- REISNARINNAR. Ungt fólk leggur ekki trúnað á svartsýnisvaðal framsóknaraft- urhaldsins. Æska íslands mun ekki kjósa yf- ir sig skömmtunar- og haftakerfi framsóknarmaddömunnar, lieldur kjósa frelsi, öryggi og framfarir, með því að setja x við D á sunnu- daginn kemur. Sigurður Jónsson. Til sölu! Einbýlishús af steini á ljómandi stað við Kirkjuveg. íbúð, 3 herbergi og eldhús á neðri hæð við Vesturveg. Útborg- un aðeins 50 þúsund. íbúð neðri hæðar á Kirkjuvegi 39A Hvamms, 3 herbergi og eldhús í vönduðu og vel staðsettu húsi á rúmgóðri lóð. Á sama stað ýmsir lausamunir til sölu. Hús í smíðum, tilbúið undir tré- verk við Nýjabæjarbraut — 150 fermetrar á hæð, 40 í kjallara. Húseignin Skálanes, Vesturvegur 12 A. Lítið einbýlishús ásamt 2 steinsteyptum útihúsum kjörnum undir bílskúr eða léttan iðnað. Húseignin Vesturvegur 2. Horn hús við Bárugötu. Ein verðmætasta lóð bæjarins. íbúð, 3 herbergi og eldhús á neðri hæð í góðu steinhúsi við Heiðarveg. Margt fleira er á markaðnum: Einbýlishús, íbúðir, bátar, bifreið- ar, veiðarfæra- verzlunar og at- vinnuhúsnæði. Kaupið fyrir kosningar. JON HJALTASON. hrt Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. Sími 1847. Loflpressan s. f. Síminn er 2343 Loffpressan s. f. Tökum að okkur að gufuþvo bíl- vélar og aðra vélahluti. Upplýsingar gefur Sigurður Óskarsson eða Guðmundur Guðfinnson. íbúð óskast Ung barnlaus hjón óska eftir að taka á leigu 1 til 2ja herbergja í- búð, nú þegar. Upplýsingar í síma 1477. Ungur svartsýnismaður. '3 Arnar vinur minn Einarsson ger ir athugasemd við greinarkorn er ég ritaði í síðasta tbl. Fylkis. Benti ég þar á ýmiss framfara og um- bótamál, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir á síðustu tveim kjörtímabilum. Tilfærði ég ýmis- legt máli mínu til sönnunar, svo sem aukna velmegun, mikinn vöxt þjóðarframleiðslu og þjóðartekna trausta gjaldeyrisstöðu og margt fleira. Það er næsta furðulegt að svo ungur, og annars frjálshuga mað- ur og Arnar er skuli hafa blekkzt svo af „eysteinskunni” er raun ber vitni. Aðalinntak í greinarstúf hans, er sami svartsýnisvællinn er einkennt hefur málflutning fram- sóknarmanna undanfarin ár. Virð- ist svo sem framsóknarmenn jafnt ungir sem gamlir loki gersamlega augunum fyrir þeirri velmegun og upbyggingu, er átt hefur sér stað undanfarin ár. A. E. getur þess að mér hafi láðst að geta þess sem gert hefur verið í vegamálunum. Mér er því ljúft að minna á, að stórátak hefur verið unnið í vegamálunum, svo sem bygging þjóðvegar með varanlegu slitlagi, Keflavíkurvegurinn. Einnig gerir hinn ungi speking- ur vandamál sjávarútvegsins að umtalsefni. Þess má þó geta að framsóknarmenn hafa ekki bent á eina éinustu leið út úr þeim vanda sem og er þeirra árátta á öllum sviðum. Sannast þar enn hversu gersamlega stefnulaust þetta rek- ald, framsóknarflokkurinn, gengur til kosninga. D Gegn atvinnukúgun

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.