Fylkir


Fylkir - 16.06.1967, Page 1

Fylkir - 16.06.1967, Page 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 16. júní 1967 21. tölublað. AAJmtsm ánm M ii Kjósendur votta stjórninni traust. Þá eru kosningar afstáðnar, og spennan, sem jafnan einkennir þær og vikurnar fram að þeim, um garð gengin. Atkvæði hafa verið talin og úrslit kunngerð, og vilji þjóð- arinnar í ljós leiddur um það, hversu skuli haldið málum henn- ar og hverjir þeim stjórna. í Ijós hefur komið, að meirihluti þjóðarinnar kýs að hafa áfram sömu stjórn og verið hefur tvö síðustu kjörtímabil. Er það óræk sönnun þess, að vel hefur verið haldið á stjórnartaumunum, enda munu þess ekki dæmi, að þrívegis hafi verið kjörin sama stjórn til landsmála á íslandi. Þessar kosn- ingar eru því fyrst og fremst sigur fyrir ríkisstjórnina, sem hefur stað ið af sér moldviðri, sem andstöðu- flokkarnir hafa þyrlað upp fyrir kosningarnar. En staðreyndin er sú, svo að ekki verður um villzt, að næstu fjögur ár fáum við að öllum líkindum að búa við sömu stjórn og verið hefur, og er það vel. Að vísu gat forsætisráðherra þess, þeg- ar kosningar voru um garð gengn- ar, að ekki hefði verið rætt um það innan stjórnarflokkanna, hvort áframhaldandi samstarf yrði, en öll líkindi virðast fyrir því, enda hef- ur það verið með ágætum allan þann tíma, sem núverandi stjórn hefur verið við völd. Væri vel fyr- ir land og þjóð, ef sú samsíaða, er einkennt hefur stjórnina, yrði á- framhaldandi á kjörtímabilinú. Það er ekkert launungamál, að Sjálfstæðisflokkurinn ‘ kemur ekki eins sterkur frá þessum kosning- um og oft áður. í sumum kjördæm- um hefur hann misst fylgi, en aft- ur á móti hefur hann aukið fylgi sitt í öðrum, svo sem í Suður- landskjördæmi. Þetta er ekkert óalgengt, þegar í hlut á flokkur, sem hefur sterkari aðstöðu í stjórn og verður þvi gagnrýndur meira en hinn aðilinn, þ.e.a.s. Alþýðuflokkurinn. Sterk- ari aðilanum verða kennd þau mis- tök, sem átt hafa sér stað, og Al- þýðuflokksmenn voru einnig afar duglegir við að eigna sér þau verk sem vel hafa verið leyst af hendi á síðasta kjörtmabili, og voru að miklu leyti verk Sjálfstæðisflokks- ins, þótt aðrir eignuðu sér þau. En það er að jafnaði erfiðara að vera í stjórn en í stjórnarandstöðu, Fyrir nokkru var þess getið í blaðinu, að fyrir dyrum stæði lands keppni milli barna og unglinga. Var einn þátttakandinn héðan úr Eyjum, Kolbrún H. Kolbeinsdótt- ir. Keppnin fór fram á Laugarvatni um síðustu helgi, og urðu úrslit þau, að Kolbrún varð sigurvegari í sínum aldursflokki og þar að auki langsamlega stigahæst yfir allt mót ið, með 2904 stig, en sú næsta í röðinni hafði 2889 stig. Stigin eru gefin með hliðsjón af aldri t.d. getur sá sem er 12 ára náð sömu stigatölu og sá, sem er 13 ára, þótt árangurinn sé ekki eiris góður. í aldursflokki stúlkna, fæddar 1954, varð Kolbrún, eins og áður er sagt, stigahæst með 2904 stig. Sú, sem varð önnur í röðinni í þeim aldursflokki fékk 2694 stig, svo að sjá má, að hér hefur verið um nokkra yfirburði að ræða. Keppt var í 3 greinum, 60 m. hlaupi, hástökki og knattkasti. Ár- angur Kolbrúnar varð sem hér segir: 60 m. hlaup ..............,..8,7 sek. hástökk ...................1,22 m. knattkast ................. 40,15m. og yfirleitt víst talið, að stjórnar- flokkur tapi fylgi. Mega Sjálfstæðis menn í raun og veru vel við una, að fylgistap þeirra skuli ekki vera meira en það hefur sýnt sig að vera. Það er að vísu ekki hægt að segja, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið sigur í þessum kosningum, en það er á engan hátt hægt að segja, að hann hafi farið halloka heldur staðið fyrir sínu. Aftur á móti er í fullri alvöru hægt að tala um ósigur Framsókn arflokksins í kosningunum, enda Framhald á 3. síðu Kolbrún H. Kolbeinsdóttir Þess má geta, að Kolbrún hefur náð betri árangri í þessum grein- um hér heima, að því er þjálfari hennar, Kjartan Másson tjáði blað- inu. Verðlaunin fyrir þessa ágætu frammistöðu í mótinu eru flugfar til Grænlands, sem Flugfélag ís- lands veitir. Um leið og við óskum Kolbrúnu til hamingju með sigurinn, vonum við að þetta afrek verði til að vekja frjálsíþróttirnar úr þeim dvala, sem þær hafa - legið í og verði .til að skipa. þeim veglegri sess en verið hefur. ■ Til siuðningsmanna SjáifstæSisflokksins. Að kosningum loknum viljum við tjá þakklæti okkar öllum þeim mörgu, sem með beinni vinnu eða stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn stuðluðu að sigri hans hér í kjör- dæminu. Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sýndu í þess- um kosningum, eins og áður, að á örlagastundu íslenzku þjóðarinnar þekkja þeir sinn vitjunartíma og að þeir trúa því og treysta að frjálst framtak einstaklingsins og frelsi til athafna muni leiða þjóðina til meiri liagsældar en höft og aukin afskipti ríkisvaldsins af gjörðum einstaklinga þjóðfélagsins. Munum við að sjálfsögðu í hvívetna virða þessa skoð- un kjósenda okkar og endurtökum þakklæti okkar til allra sem á einn eða annan hátt stuðluðu að sigri Sjálfstæðis- flokksins hér í Suðurlandskjördæmi. INGÓLFUR JÓNSSON, GUÐLAUGUR GÍSLASON STEINÞÓR GESTSSON. sigraði í keppninni

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.