Fylkir


Fylkir - 16.06.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 16.06.1967, Blaðsíða 4
"N Neðanfrá sjó. v_________ _________J Veðráttan: Ekki er nú hægt að segja að tíðin sé góð. Flesta dag- anna í vikunni voru bátar þó á sjó — í leiðindaveðri. Sunnan og suðaustan þræsing og þokudump- ungi. Bátafjölðinn: Eftir því, sem ég hefi komizt næst munu 52 bátar vera gerðir út á botnvörpuveiðar. Af þessum 52 bátum eru 9 með humarvörpu, og er það minna en á undanförnum sumrum. Humar- bátum kann þó að fjölga eitthvað er á sumarið líður ef „krabbinn”gef ur sig til. Auk þess er einn bátur á lúðu og annar er með færi. Og svo eru það trillurnar. Tvær af þeim eru með línu, en hinar með færi. Af þessu má sjá, að hér er ekki um svo lítinn flota að ræða. Er gott til þess að vita af svo þrótt miklum útgerðarrekstri nú um há- sumar og á þeim árstíma, er fyrir nokkrum árum var meira að minna „dauður tími” í útgerð. Aflabrögð: Ekki er annað hægt að segja en að afli í botnvörpuna hafi verið góður s.l. viku, upp í 25 tonn eftir 3 daga túr. Enda er aflamagnið er berst á land suma daga vikunnar eins og á „góðum degi” á vertíð. Er einna bezt hjá Vinnslustöðinni. Þar hafa suma dagana komið á land á annað hundrað tonn. Það má nú nota minna. Aflinn er að miklum meiri hluta langa. Virðist óvenjuleg löngugengd. Um humarveiðina er aftur aðra sögu að segja. Humarinn er enn- þá sáratregur. Er það ef til vill að vonum. Á miðum humarbátanna, er mikil örtröð af bátum hvaðan- æva af landinu, sem dæmi má nefna að í Háfadýpinu töldu sjó- menn einn daginn 40 báta, á hum- arveiðum, meira segja vestan úr Stykkishólmi, svo að maður tali nú ekki um hafnirnar við Flóann og hér úr nágrenninu. Og ekki er því að leyna að uggur er í mönn- um að þessi mikla ásókn báta úr öðrum byggðarlögum á okkar mið _t kunni að segja til sín í minnkandi aflabrögðum er á sumarið líður. Gídeon: Alltaf er nú gaman að labba niður við sjó, en aldrei eins og þegar nýtt og glæsilegt skip bæt ist í flotann og siglir að landi, fán- um skreytt. Og Gídeon þeirra Gerð isbræðra og Gísla Jónassonar er glæsilegur farkostur og sannarlegt augnayndi að horfa á hann við bólverkið í Friðarhöfninni. Eg sé ekki ástæðu til þess að fara að lýsa skipinu sérstaklega, þar sem ég geri ráð fyrir að flestir lesenda minna og þeir er áhuga hafa á út- gerð hafi farið um borð og skoð- að skipið í hólf og gólf. Eg vil svo óska eigendum Gideons til ham- Eg þakka öllum, sem sýndu mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 50 ára starfsafmæli mínu hinn 1. júní 1967. Sérstaklega þakka ég öllum þeim sem hafa starfað við afmælið. Guð blessi ykkur öll. ÓSKAR SIGURHANSSON. D-lista íagnaðnr í kvöld kl. 9 í Samkomuhús- inu. Allt starfsfólk og stuðnings- fólk D-listans velkomið. Kaffiveitingar. Karl Einarsson skemmtir Dans. / SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN VERKFÚLL Þeir halda að sér höndum og heimta meira kaup og halda uppi málþófi, með þvermóðsku og raup. Þeir vita að stöðvun vinnu er versti þjóðarbagi. En verkföll eru stríðsglæpir gegn hverju þjóðfélagi. Óútkljáða deilu skyldi ætíð ieggja í dóm þó alvís sé ei slíkur, hann fyllir rökum tóm, og sáttarorð ber milli, sem sjálfsagt er að hlíta, þó sínum augum hver vilji niðurstöður líta. P. H. Á. ! íbúð óskast. i I 2 herbergi og eldhús eða meira, óskast til leigu. ! UPPLÝSINGAR 1 SÍMA 1959. ingju og vona að þeim farnist vel og gæfa og gengi fylgi skipi og á- höfn. Ný vél: Svo sem öllum hér í Eyj- um er kunnugt, er Sigmund Jó- hannsson, hugvitssamur maður. Hefur hugvit hans einkum verið í þá átt að auðvelda og koma á meiri hag- og vélvæðingu í vinnslu sjávarafurða. Það nýjasta frá hans hendi á þessu sviði er vél er garn- hreinsar humar. Er fyrsta vélin komin í notkun í ísfélaginu. Garnhreinsun á humar með hönd unum einum er seinlegt og fólks- Visa dagsins Þótt fum sé þar og fát um kring og Framsókn út sig belgi. Ekki kemst hann inn á þing auminginn hann Helgi. frekt verk. Ef dæma má eftir þeim stutta tíma er vélin hefur verið í notkun má ætla að hún auð veldi mjög vinnslu á humar og geri hana hagkvæmari. Bj. Guðm. Landgkirkja: Messað kl. 10 f.h. n.k. sÆnnudag. Séra Þorsteinn L. Jónsson predikar. Betel: Almenn samkoma kl. 4,30. D-lista fagnaður: Athygli skal vakin á kvöldfagnaði D-listans fyr ir stuðningsfólk sitt, sem verður í kvöld í Samkomuhúsinu kl. 9 e. h. (Sjá nánar auglýsingu annars- staðar í blaðinu). Næsta blað: Vegna sumarleyfa í prentsmiðjunni verður næsta blað Fylkis hið síðasta, sem út kemur að sinni. Er auglýsendum og öðrum sem þurfa að koma efni í blaðið bent á að hafa sem fyrst samband við blaðið í síma 1920. Örnefnagelraunin Þótt svo hafi tiltekizt með ör- nefnagetraunina að ekkert rétt svar hafi borizt, þykir okkur þó rétt að birta svörin við henni, þar sem um það hefur verið beðið. Dufþekja er norðan í Heimakletti og ber nafn af því, að þrællinn Duf þakur hljóp þar fram af á flótta undan Ingólfi Arnarsyni. Glashóll er í Ofanleitistúni, vest- anverðu, en þar er talið að séra Jón Austmann hafi gefið gestum sínum í staupinu. Fiskiklettar voru í Ofanleitis- túni austanverðu, en voru sprengd- ir burt, þegar hafizt var handa um flugbrautina. Tindadalur nefnizt nú Herjólfs- dalur, en Tindadalsnafnið er að finna í Hauksbók. Bærinn okkar Bíó - hlé - kók Eg er einn þeirra mörgu, sem oft fara í bíó í Samkomuhúsinu. (Mér finnst að eitt mætti betur fara í rekstri þess að honum þó ólöstuðum. Fólki þykir mjög gott að geta farið fram í hléinu til að fá sér kók, og er ég einn þeirra. Sá bögg- ull fylgir þar þó skammrifi að kók- ið er aðeins selt á einum stað í húsinu, það er að segja í sælgæt- issölunni og myndast þar oft mik- il þrengsli. Gæti nú ekki bíóið bætt úr þessu með því að opna skenkinn uppi á ganginum og afgreiða drykkjar- föng einnig þar í hléinu? Því yrði áreiðanlega vel tekið. Bíógestur,

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.