Fylkir


Fylkir - 23.06.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 23.06.1967, Blaðsíða 2
f 2. F Y L K I R Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Sími 1920 Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. A/broð Framsóknar Þótt nokkð su^ nú liðið frá kosn ingum, og nokkuð farið að jafnast um tal manna yfir þeim, er þó langt frá, að þær séu þar með úr sögunni. Það er ennþá eitt helzta umræðuefni manna á förnum vegi að rifja upp úrslit þeirra, og hvaða merkingu megi leggja í þau úr- slit. Hæst ber þá jafnan, hver hlutur Framsóknarflokksins hefur orðið að afstöðnum kosningum og er sá hlutur ekki talinn sérlega góður. Enda er heldur dauft hljóð í flest- um forkólfum Framsóknarmanna um þessar mundir og þeir ekki sér lega viðræðufúsir um úrslitin, og má segja að um hreina uppgjöf sé að ræða af þeirra hendi. Heldur blæs nú óbyrlega fyrir þessum næststærsta stjórnmálaflokki þjóð- arinnar, að hann skuli hafa beðið ósigur í kosningunum, en ekki unn ið stórsigur, eins og var þó þeirra álit fyrir kosningarnar. Þetta afhroð er því meira, þegar þess er gætt, að Framsóknarmenn eru í stjórnarandstöðu, og eiga því jafnan sterkari leik á borði en hin ir við að benda á það, sem mis- tekizt hefur, en slíkt hefur oft reynst öllu þyngra á metunum hjá kjósendum, en það, sem vel hefur verið gert. Þessi úrslit, sem liggja nú fyrir um meirihluta stjórnarinnar, eru því óræk sönnun á því, að vel hefur verið haldið um taumana, og mikið starf og gott verið unnið í málefnum þjóðarinnar. Málflutningur Framsóknarflokks ins fyrir kosningar var með ein- dæmum svo að ekki sé meira sagt og hvergi hikað við að halla stað- reyndm, ef þeir töldu, að með þyrfti. Kjósendur sýndu það í verki við kjörborðið, hvaða álit þeir hafa á rangtúlkun Framsókn- Nýtt tilleofl til hennslumdla Núna í vor, rétt áður en skóla lauk, var haldinn kennarafundur kennara í Barnaskólanum. Á fundi þessum bar Stéttarfélag barnakenn ara í Vestmannaeyjum fram nokkr ar tillögur til úrbóta í skóla- og kennslumálum. Voru tillögurnar samþykktar á fundinum og þeim vísað til fræðsluráðs. Fræðsluráð hefur nú nýlega haldið fund, þar sem samþykkt var að vísa tillögun- um áfram til fræðslumálastjóra. Tillögur þessar eru í stuttu máli á þessa leið: í stað þess að kennsla hefjist kl. 9 á morgnana, eins og verið hefur, verði hún hafin á tímabilinu milli 8 og 8,15. Hefði það í för með sér, að laugardagurinn yrði frídagur Þetta íyrirkomulag hefur verið tek ið upp í flestum skólum Reykjavík- ur og gefizt vel. Ennfremur má benda á þá staðreynd að margar stéttir manna vinna nú af sér laug ardaginn sem kallað er, og má þar til nefna iðnaðarmenn og fleiri. Einnig er talið að kostur sé að armanna, með því að lýsa yfir van trausti við flokkinn og hans stefnu eða réttara sagt stefnuleysi. Það er athyglisvert, að meðan Eysteinn Jónsson hefur haft for- mennsku á hendi fyrir flokkinn, hefur verið að smá reytast utan af honum fylgið, og mun það nú orðið Framsóknarmönnum nokkurt umhugsunarefni hvort samband sé þ'ár á milli. Talið var, að þriðji maður á lista flokksins hér í Suð- urlandskjördæmi, Helgi Bergs, væri næsta formannsefni flokksins, (og skyldi þá auðvitað ráðherra- stóll fylgja með í kaupunum) en þær vonir brugðust heldur hrapal- lega, eins og ljóst er orðið. Það er því skiljanlegt, að Fram- sóknarmenn séu ekki upp á marga fiska þessa dagana. Sú afstaða, er þeir tóku til stórframkvæmda á vegum landsins var ekki vel þokk- uð. Þegar þeir lögðust eindregið móti framkvæmdum á borð við Búrfellsvirkjun og Álverksmiðjuna í Straumsvík má telja víst, að þeir hafi með því fyrirgert trausti margra kjósenda, sem hafa það mikla framsýni, að þeir sjá hví- lík lyftistöng þessar framkvæmdir munu verða fyrir íslendinga. Það er þessi afstaða, ásamt fleirum, er veldur því, að Framsóknarflokkur- inn er fallandi stjarna í íslenzkum stjórnmálum í dag. S. J. byrja daginn sem fyrst, þá verði meira úr honum. Gagnfræðaskól- inn hefur þennan hátt einnig á, og telur hann betri en að byrja kennslu seinna að morgninum. Einnig leggur stjórn stéttarfélags in til, að miðsvetrarpróf í núver- andi mynd verði lögð niður. Miðs- vetrarprófin eru ákaflega tímafrek taka oft hálfan mánuð, sem nem- endurnir eru alveg frá námi, að öðru leyti en til upplestrar fyrir próf, sem oft vill fara fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. í stað miðsvetrarprófanna er lagt til, að kennari hvers bekkjar gefi nem- endum svokallaða vetrareinkunn fyrir námsárangur hvers og eins og getur hann þá bæði stuðzt við frammistöðu í tímum og einnig við skyndipróf. Þetta væri auðveldlega hægt að fella inn í skólastarfið sjálft, án þess að nokkur truflun á pví ætti sér stað. Þar fyrir ut- an er það álit margra kennara, að miðsvetrarprófin slíti einum um of í sundur starfið og nokkurn tíma taki að koma nemendunum aftur á strikið, eftir að prófin eru um garð gengin, vegna hlésins, sem myndast vegna prófanna. Um nokkurt skeið hefur sá hátt ur verið á hafður, að lesgreinarn- ar þ.e. landafræði, saga, náttúru- fræði og heilsufræði hafa verið teknar fyrir ein í einu, en ekki allar samtímis, eins og áður tíðk- aðist. Hefur fslandssagan verið tek in fyrst að haustinu og lokið við hana nokru fyrir jól, og þá tekið próf endanlega í greininni. Þá hef- ur landafræði verið tekin á sama hátt og loks náttúru- og heilsu- fræði. Kristinfræði hefur aftur á móti verið kennd allan veturinn. Það mún vera einróma álit kenn- aranna, að þetta fyrirkomulag sé mun betra en það sem var, þegar allt var tekið saman í belg og biðu, og mun haganlegra sé að geta ein- beitt sér að einu viðfangsefni í stað þess að verða að hafa mörg í takinu í einu. Á þetta ekki sízt við eftir, að nýir kennsluhættir hafa komið til sögunnar, til dæmis flokkavinna, sem sífellt er að ryðja sér meira til rúms, og léttir að miklu leyti staglinu og hinu þurra námsefni af nemendum og kenn- urum. Það er því eindregið álit stjórnar stéttarfélagsins, svo og kennarana í heild, að þessu fyrir- komulagi verði haldið áfram, svo sem verið hefur. í bainu framhaldi af því, sem áð ur var sagt um að felia niður miðs- vetrarpróf og tímasparnað, sem af því leiðir, er lagt til, að sá tími verði beinlínis nýttur í þágu kenn aranna sem nemendur njóti auð- vitað góðs af um leið. Kennarar eru nú yfirleitt kvaddir til starfs 1. september, og hefst þá kennsla strax. Kennarar eru þá oftast illa undir það búnir að hefja kennsl- una samtímis, því að margt er að gera til undirbúnings svo sem fjöl ritun, verkefnaval, niðurskipun námsefnis og fleira. Vill því oft og tíðum ýmislegt verða laust í reipun um til að byrja með, sem betur gæti farið, ef betur væri undirbú- ið. - Mætti taka hliðstætt dæmi úr sjávarútveginum álíkt þessu, ef skipstjóra væri skipað strax að af- lokinni vetrarvertíð að hefja troll- veiðar, án þess að „skvera af” eða athuga hvort veiðarfæri væru í lagi. Myndu sennilega margir skip- stjórar skirrast við að gera slíkt, enda óvíst um árangur af slíkum aðferðum. — Þess vegna er lagt til í tillögunni, að kennarar verði kvaddir til starfa hinn 1. septem- ber eins og áður, en nemendur mæti ekki fyrr en hinn 15. sept- ember til náms. Þennan hálfa mán uð noti svo kennararnir til að und irbúa starf vetrarins og geti þá, að eins miklu leyti og unnt er, lok ið því, og verið viðbúnir að ein- beita sér að kennslunni eingöngu og þurfi ekki einlægt að vera á hlaupum til að undirbúa hana. Þessi hálfi mánuður ætti algerlega að endurheimtast með því að fella niður miðsvetrarprófin, eins og áð- ur er sagt, auk þess sem tíminn nýttist betur, ef starfið væri vel skipulagt í upphafi. f sambandi við þennan hálfa mánuð, frá 1. fram til 15. sept- ember, mætti einnig nefna, að öll þau námskeið, sem haldin eru fyr- ir kennara hér á landi, eru ein- mitt haldin á þessum tíma, og því ógerlegt fyrir kennara að sækja þau, ef svo verður áfram, sem ver- ið hefur, að kennslan sé hafin strax hinn 1. sept. Með því að kveðja nemendur ekki til starfs fyrr en um miðjan mánuðinn, væri kennurum gefinn kostur á að sækja þessi námskeið, en það hlýtur að verða óhjákvæmilegt fyrir kenn- ara í framtíðinni að sækja nám- skeið sér til frekari menntunar, jafn ört og allir kennsluhættir breytast. [Merkur skólafrömuður í Svíþjóð hefur sagt, að eftir svo sem 10 ár, verði allt skólakerfi í Framhald á 4- síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.