Fylkir


Fylkir - 23.06.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 23.06.1967, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Flugfélag Framhald af 1. síðu. alstöðvar þess fluttar til Reykja- víkur. Jafnframt var nafni félags- ins breytt í Flugfélag íslands h.f. Allt frá þessum árum hefir starf- semi Flugfélags íslands vaxið stundum mjög hratt, en á öðrum tímabilum hægara. Flugvélaeign félagsins hefir einnig aukizt jafnt og þétt. Árið 1941 hófust fyrstu reglu- legu flugferðirnar innanlands, milli Akureyrar og Reykjavíkur og ári síðar milli Reykjavíkur og Egils- staða. Þá var einnig keypt fyrsta tveggja hreyfla flugvélin af Becch- craft gerð 1942, tvær tveggja hreyfla flugvélar frá De Havilland 1944 og fyrsti Katalina flugbátur- inn sama ár. íslenzk áhöfn sótti flugbátinn til Bandaríkjanna og flugið til íslands var sögulegur við burður: Fyrsta flug íslenzkrar flug vélar og flugáhafnar yfir Atlants- hafið. Flugstjóri í ferðinni var Örn Ó. Johnson, aðstoðarflugmaður Smári Karlsson og vélamaður Sig- urður Ingólfsson. Auk þeirra, af styrjaldarástæðum tveir Banda- ríkjamenn. Þessi flugbátur, sem bar einkennisstafina TF-ISP og var í daglegu tali kallaður „Pétur gamli” flaug svQ.fyrsta millilanda- flug Flugfélags íslands og þar með fyrsta millilandaflug íslendinga, með farþega og póst 11. júlí 1945. Flogið var frá Reykjavík til Largs Bay í Skotlandi og aftur heim dag- inn eftir. Flugstjóri í þeirri ferð var Jóhannes R. Snorrason yfir- flugmaður félagsins. Bráðlega eftir þetta eignaðist Flugfélag íslands tvær Katalina- flugvélar til viðbótar og árið 1946 fyrstu Douglas DC-3 flugvélina. Þessar tvær gerðir flugvéla báru í mörg ár hita og þunga innanlands flugsins og enn í dag fljúga DC-3 flugvélarnar til ýmissa staða inn- anlands og til Grænlands. í kjölfar fyrsta millilandaflugs- ins voru sumarið 1945 flognar tvær aðrar ferðir til útlanda, þá m. a. til Kaupmannahafnar. Félagið íslands samdi vorið 1946 við Scottish Air- lines um leigu á flugvélum til miP’ landaflugsins unz Flugfélag íslands eignaðist sína fyrstu Skymasterflug vél sem kom til landsins 1948 og' hlaut nafnið „GULLFAXI”. Farþegafjöldinn hafði á þessum árum aukist úr 770 fyrsta árið upp í næstum 27 þúsund árið 1948. Við tilkomu hinnar nýju millilandavél ar hljóp fjörkippur í flutningana og árið 1949 eru fluttir yfir 32þús. farþegar. Árið 1956 voru farþegar 70 þúsund og brýn nauðsyn á að afla nýrra flugvéla til millilanda- flugs. Keyptar voru tvær nýjar milli- landaflugvélar af Viscount-gerð, er komu til landsins 2. maí 195>7 og hófu þegar áætlunarflug á milli- landaleiðum félagsins. Árið 1950 gerðist Flugfélag íslands aðili að IATA, alþjóðasambandi flugfélaga og hefur síðan tekið þátt í hinni al þjóðlegu samvinnu um flugmál. Árið 1950 hófust einnig Græn- landsflug félagsins en Grænlands- ferðir Faxanna eru nú orðnar æði margar og þeir hafa víða lent, flutt farþega, póst og vörur. í fyrstu var flogið með Katalina flugbát- um en síðan með Skymasterflug- vélum og DC-3 flugvélum. Síðan 1961 er Skymasterflugvél og á- höfn staðsett í Grænlandi til ís- könnunarflugs með suðurströnd landsins og enfremur er haldið uppi flugferðum með DC-3 flug- vél búinni skíðum til einangraðra stöðva á austurströnd landsins haust og vor. Flutningar með flugvélum félags ins jukust jafnt og þétt og 1961 keypti félagið Cloudmaster flug- vél til flugs á millilandaleiðum. Endurnýjun flugflotans til innan- landsflugs var orðin aðkallandi, en um ýmsar gerðir flugvéla var að velja. Víðtækar athuganir fóru fram og niðurstaðan varð, að ákveð ið var að kaupa skrúfuþotur af Fokker Friendship gerð. Fyrsta Friendship skrúfuþota félagsins kom til landsins í maí 1965 og önn ur ári síðar. Um þessar mundir á félagið þriðju Friendship skrúfu- þotuna í pöntun og er hún vænt- anleg til landsins í marz næsta ár. Árið 1962, fluttu flugvélar Flug- félagsins í fyrsta sinn yfir 100.000 farþega og árið 1967 urðu farþeg- ar félagsins yfir 160.000. í almörg ár höfðu Flugfélags- menn, fylgst með þeim flugvéla- tegundum, sem komu á markað- inn með tilliti til þarfa félagsins, en lengi vel voru aðeins byggðar þotur til flugs á lengri leiðum og því lítt hentugar. Snemma árs 1965 hófust fyrir alvöru athugan- ir og rannsóknir á því, hvaða gerð- ir flugvéla myndu henta bezt er millilandaflugfloti félagsins yrði endurnýjaður. Niðurstaðan er al- þjóð kunn. Félagið ákvað að kaupa þotu af gerðinni Boeing 727, sem er væntanleg til landsins í þessum mánuði. Með tilkomu íslenzkrar þotu á flugleiðum milli íslands og nágrannalandanna, skapast gjör- samlega ný viðhorf í ferðamálum. Ferðatíminn styttist um allt að því helming og þægindin umfram það sem var í hinum gömlu góðu skrúfuvélum er meiri en orð fá lýst. Fargjöld með hinni nýju þotu verða þó hin sömu. íslendingum hafa jafnan verið flugniálin hugstæð. Það sannar svo ekki er um að villast, hin tiltölu- lega langa flugsaga. Saga Flugfélags íslands í þrjá- tíu ár er saga þrotlauss starfs þar sem skin og skúrir skiptust á eins og í mannlífinu yfirleitt. Sigrarnir hafa þó ótvírætt verið fleiri en það, sem miður hefir farið og það er öllum þeim, sem á undanförn- um árum hafa lagt fluginu lið, fagnaðarefni að laust eftir þrjátíu ára afmælið tekur Flugfélag ís- lands nýjan farkost í notkun; fyrstu þotuna, sem ennþá styttir ferðatímann milli íslands og ná- grannalandanna og færir okkur sem þetta land byggjum inn í þotu- öldina. áðsfoðarmatráðskonu vantar við Sjúkrahús Vestmannaeyja strax Upplýsingar gefur matráðskonan. FRÁ íTALÍU Væntanðegir eru nýir ítalskir und- irkjólar. Munið ódýru ODELON kjólana. Verzlunin ÖRIN Húsby gg j endur NÝTT! Plastskuffur í fataskápa. — Einnig gerefti, spón- lögð með eik og gullálmi og einnig unðir málningu. TRÉVERK S.F. Flötum 18. — Sími 2228. HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG <9 | ^ VESTMANNAEYINGAR ATHUGIÐ! t x (9 S X o s X 19 * X (9 2 X r« Húsgagna- og gólfteppaverzlun Morinós GoðnuindssDnor Brimhólabraut 1. — Sími 1200. Vegna sumarleyfa hjá verksmiðjum eru að verða síðustu forvöð að panta gólfteppi. Margar nýjar prufur. Munið okkar hagkvæmu greiðsluskilmála. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT. x t o X £ o 2 c\ X £ a x Z a x 2: a HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.