Fylkir


Fylkir - 15.09.1967, Qupperneq 1

Fylkir - 15.09.1967, Qupperneq 1
Málgagn Sjálfstæðisr’ fíokkslns 19. árgangur. Vestmannaeyjum, 15. september 1967 23.tölublað. S VIFS Hið margumtalaða svifskip kom hingað til Eyja um miðjan ágúst s.l. og hefur það vakið athygli og umtal bæði hér og annarsstaðar og er það að vonum þar sem hér er um algera nýjung að ræða í sam- göngumálum bæði á sjó og á landi. Fyrsta reynsluferðin var farin frá Eyjum upp til lands hinn 15. ágúst. Sjór var sléttur og lítið brim við sandinn. Lent var í fjör- unni fyrir framan bæinn Bakka og haldið þaðan þvert yfir sandtang- ann, sem þar er og upp í Markar- fljót og síðan beint af auga með stefnu á Litla-Dímon og ekki stað- næmst fyrr en upp við Markar- fljótsbrú. Var ýmist farið eftir fljót inu sjálfu, aurunum, sem það renn ur eftir eða yfir mýrartanga, sem ná fram í aurana. Kom mönnum mjög á óvart geta skipsins til að ferðast með 50 til 60 kílometra hraða við þær aðstæður, sem eru á leiðinni neðan frá sandi og upp að Markarfljótsbrú. Önnur reynsluferð skipsins, þar sem með voru blaðamenn frá öll- um dagblöðunum í Reykjavík, fréttamenn sjónvarps og útvarps, bæjarstjórn Vestmannaeyja og fleiri gestir, var farinn daginn eft- ir hinn 16. ágúst í góðu veðri og sléttum sjó og þá haldið sem leið liggur frá Eyjum og upp í sandinn nokkru fyrir austan Hallgeirsey og þaðan eftir sandinum og staðnæmst við túngarðinn í Hallgeirsey, en haldið þaðan upp að Bergþórshvoli þar sem séra Sigurður Haukdal tók á móti farkostinum í hlaðvarpan- um við bæ sinn. Er vafasamt að Njáli gamla hafi nokkurntíma ór- að fyrir að slíkt myndi ske, þó vit ur væri og forspár. Eftir þetta var skipið ýmist í för um milli lands og Eyja eða ferðum út að Surtsey og kringum Eyjarn- ar. Yfirleitt var hagstætt veður og sléttur sjór meðan að skipið dvaldi hér. En sunnudaginn 27. ágúst fékkst nægileg reynsla á getu skips ins til þess a i fara inn og út úr brimgarðinum við Landeyjasand. Skipta varð um vél í skipinu jneðan það dvaldi hér og tafði það K I PI Ð för þess frá Eyjum nokkuð. En þriðjudaginn 29. ágúst var haldið frá Eyjum og ferðinni heitið upp að Selfossi. Gekk ferðin þangað á- gætlega og tók rúma klukkustund þar til lent var í fjörunni austan við Ölfusá. Var staðnæmst þar nokkurn tíma, en síðan haldið upp Ölfusá yfir allar flúðir og strauma í ánni, farið undir Ölfusárbrú og upp á túnblett fyrir framan sýslu- mannsbústaðinn. Var þar með að engu gert aprílgabb Ríkisútvarps- ins um skipakomu upp að Selfossi og mun fáum Árnesingum hafa ór- að fyrir á sínum tíma að svo stutt yrði þar til slíkt skeði. Frá Selfossi var síðan farið niður Ölfusá og fyrir Reykjanes til Reykjavíkur undir leiðsögn Jón I. Sigurðssonar hafnsögumanns hér, sem fylgt hefur skipinu og haft leiðsögu þess á hendi frá því það kom til landsins og þar til því var skilað aftur. Eftir þetta var skipið í förum milli Reykjavíkur og Akraness eða í styttri ferðum frá þessum stöð- um. Þetta er í stórum dráttum saga þessa fyrsta svifskips, sem til lands ins hefur komið og spurningin er. Hvaða lærdóm og reynslu hafa landsmenn fengið af slíku farar- tæki? Um nytsemd þess til samgöngu- bóta eru án efa skiptar skoðanir og fer þar að sjálfsögðu nokkuð eftir aðstæðum þar sem skipið hef ur verið reynt. Án efa mætti t.d. finna annan farkost, sem hentaði til fólksflutninga milli Akraness og Reykjavíkur, og er það út af ekkert aðalatriði. Það sem megin máli skiptir fyrir Vestmannaeyinga, er að skip af réttri stærð af þessari gerð virð- ist leysa þann vanda, sem Vest- mannaeyingar hafa átt við að stríða að koma sjálfum sér og bif- reiðum sínum styztu leið upp í sandinn og þar með í samband við þjóðvegakerfi landsins. Reynsla sú sem fékkst af skipinu hinn 27. ág- úst bendir mjög til þess að það geti fyrirhafnarlaust farið inn og út úr brimgarðinum við sandinn við þær aðstæður, sem mjög sjald- an verða verri yfir sumartímann Er því eðlilegt að kannað verði hvort hægt sé að smíða skip af þessari gerð, sem okkur hentar og þá fyrir verð, sem viðráðanlegt get ur talist. Misnotkun á lánsfé til vatnveituframkvæmdanna Heildarkostnaður við verkið nam í byrjun síðasta mánaðar kr. 13.605,000,00. Á sama tíma nam ríkisframlagið og framlag bæjarbúa af útsvörum kr. 15.560.000,00. og er þá aðeins miðað við þann hluta út- svaranna, sem innheimtur hefur verið. Allt lánsfé til framkvæmdanna, kr. 7 milljónir hefur því verið notað, sem daglegur eyðslueyrir fyrir bæ- inn, þar sem ekkert mun vera fyrir hendi af því. Er þetta gróf misnotk- un á því trausti og velvilja sem lánsstofnanir hafa sýnt þessum fram- kvæmdum. Vatnsveituframkvæmdirnar eru byggilegri en þær voru áður. af öllum taldar nauðsynlegar og Bæjarbúar hafa sætt sig við veru miða í þá átt að gera Eyjarnar enn Framhald á 3. síðu

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.