Fylkir


Fylkir - 15.09.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 15.09.1967, Blaðsíða 3
3 F V L<-K I R ;; : j Vestm.eyingar í 1. deild Misnotkim Franihald af 1. síðu. leg útgjöld tíl þeirra á fjárhagsá- ætlun. einnig hefur ríkissjóður sem byrj unarframlag veitt á þessu ári tæpar 3 milljónir króna til verks- ins á fjárlögum og ýmsar lánastofn anir hafa veitt býggðarlaginu sér- staka ’fjárhagslega fyrirgreiðslu, þar sem verkið af þeim var talið nauðsynlegt ög óhjákvæmilegt. Það hefði því mátt ætla að meiri hlúti bæjárs'tjórnar brygðíst ekki trúiíáði tívorki bæjarbúa né annara sem veitt hafa fé til verksins og notáði allt ríkisframlagið, aukaá- lögurnar á bæjarbúá og lánsféð til framkvæmdarina, en ekki til dag- legrar eyðslu eða annara útgjalda fyrir bæinn. Þvi miður liggur ljóst fyrir af reikningum bæjarins og bókhaldi, að á þessu hefur orðið vítaverðúr misbrestur ,Ef rétt væri ættu framkvæmdirnar nú að eiga fyrir hendi áta til níu milljónir kl. en öllu þessu fé hefur verið eytt í annað og framkvæmdirnar við lagningu innanbæjarkerfisins bein- línis farnar að líða fyrir að ekki hefur verið hægt að leysa út rör þau er fara eiga í skurðina, sem grafnir hafa verið í sumar. Meirihluti bæjarstjórnar verður að gera sér ljóst, að þannig er ekki hægt að halda á málum til lang- frama. Lánastofnanirnar hafa lán- að byggðarlaginu fé í þeirir trú að það yrði notað til vatnsveitufram- kvæmdanna og ekki annars. Bæj- arfélagið þarf án efa á enn frekari fyrirgreiðslu þessara aðila að halda í framtíðinni og því aðeins getur bæjarstjórn notið trausts þeirra að hún misnoti ekki þegar í byrjun þan trúnað, sem henni er sýndur, með alveg sérstakri fyrirgreiðslu, og ætti þetta að vera vandalítið, ef áfram verður fylgt sömu stefnu og nú, að setja yfirleitt allar aðr- ar framkvæmdir til hliðar meðan á vatnsveituframkvæmdunum stendur. Hvað sem því líður hlýt- ur það að vera lámarkskrafa bæjar búa til meirihlutans, að allt það fé, sem tekið er að láni til vatns- veituframkvæmdanna jafnt og rík- isframlagið og aukaálögurnar á bæjarbúa verði til þeirra notað, en ekki sóað í dagl. eyðslu eða annað. EMMESS - ÍS í sunnudagsmatinn. BLAÐATURNINN Framhald af 2. síðu. að vinna þennan leik hvað sem á gengi. Vestmannaeyingar fjölmenntu á áhorfendapallana og hvöttu lið sitt óspart og yfirgnæfðu hróp annarra. Þó var það allt innan þess ramma, sem eðlilegt á leikvangi við slík tækifæri, en án efa, mikil hvatn- ing fyrir Vestmannaeyjaliðið á vellinúm. Má segja að Vestmanna- eyingar hafi þessa stund átt Laug- ardalsvöllinn og er vonandi að svo verði oftar í framtíðinni, knatt- spyrnuunnendum og velunnurum Vestmannaeyja til óblandinnar á- nægju. Úrslit þessa leiks voru mikilvæg fyrir knattspyrnuíþróttina hér og eiga vonandi eftir að hafa áhrif til góðs í framtíðinni. Knattspyrnumenn Eyjanna eiga verðugt verkefni framundan. Ekki einasta að vera áfram í 1. deild, heldur vinna sig þar upp þar til lokamarkinu, endanlegum sigri er náð. Þegar næsta sumar mun þetta skapa enn meiri fjölbreytni í bæjar lífinu hér þar sem önnur 1. deild- arlið verða nú að sækja Eyjarnar heim og heyja baráttu sína við Vestmannaeyinga á heimavelli og bíða án efa allir sem áhuga hafa fyrir knattspyrnu, með óþreyju og vænta mikils af sínum mönnum, enda full ástæða til þess, ef reglu- legum æfingum verður haldið uppi eins og aðstæður frekast leyfa, og verður vonandi næsta vor, eins og nú úr mörgum efnilegum knattspyrnumönnum að velja, þeg- ar til leiks kemur. Aðalfundur Aðalfundur ísfélags Vestmannaeyja h. f. fyrir árið 1967, verður haldinn í húsi félagsins við Strandveg, laugardaginn 18. nóvember n. k. og hefst kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Vestmannaeyjum, 15. sept. 1967 STJÓRNIN Frá Iðnskóla Vestmannaeyja Skólinn verður settur 1. oktober, kl. 6. Nemendur 3. og 4. bekkjar mæti SKÓLASTJÓRI. Enskunámskeiðin hefjast að nýju 21. september. Sérstakir húsmæðratímar kl. 5,30. Innritun í síma 1109 kl. 5 — 7 alla virka daga. REYNIR GUÐSTEINSSON. Til leigu 4 herbergi og eldhús til leigu í nýju húsi á einum friðsælasta stað bæjarins. Uþplýsingar gefur BJARNI ROGNVAVLDSSON, ,úi . piu Stremugötu 23 í síma 1940, milíi kl. 3 og 7 í dag. ERmrrm § að Heimagötu ,1 (Gamla bank- •>1 •« ann), miðhæð. INGRID SIGFÚSSON tannsmiður, ' > ■ sírni 1586. i TÆKIFÆRISVERÐ Dívan, 2 barnarúm, telpukápa. Upplýsingar í síma 1548. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Simi 1878. — Heima 2178. Frá Tónlistarskólanum; Kennsla hefst 2. óktóber og verður kennt á eftir- talin hljóðfæri: Píanó — Orgel — Blokkflautu — Klarinettu — Trompet. Forskóli fyrir börn á aldrinum 5 — 7 ára. Innritun laugardag 30. september í Iðnskólanum. SKÓLASTJÓRI. Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig með gjöfum og góðum óskum á 70 ára afmæli mínu. Lifið heil! JÓHANN ÞORSTEINSSON. Maður óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í verziuninni GUNNAR OLAFSSON & CO. k. f. Bifreiðaeigendur alhugið 0- Hjólbarðaviðgerðir, hjólbarðasala, rafgeymahleðsla og rafgeymasala. Höfum á lager eða getum útvegað varahluti í allar gerðir bifreiða. Við bónum og þvoum, ryðverjum og smyrjum, sækjum og sendum. FLEST ALLT Á SAMA STAÐ. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA. BÍLAÞJÓNUSTA VESTMANNAEYJA. Sími 2132. SHELL SMURT ER VEL SMURT

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.