Fylkir


Fylkir - 15.09.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 15.09.1967, Blaðsíða 4
Neðan frá sjó. v_________ ______ Sumarvertíðin: Sumri er tekið að halla, og litir haustsins allsráð- andi í ríki náttúrunnar. Þetta sum ar, sem nú er að kveðja hefur ver- ið all sæmilegt hvað aflabrögð á- hrærir hér á heimamiðum. Þótt afli trollbátanna hafi yfirleitt verið mjög tregur síðan um þjóðhátíð, þá var aflinn góður fyrst í vor, svo að útkoman að sumarúthaldi loknu er allsæmileg svo sem fyrr er sagt. Ekki er ég á þessari stundu alveg klár á hvaða trollbátur hefur mest- an afla á þessu sumri, en líklega er það Addi á Suðurey, Bjarnhéð- inn Elíasson, eða Hörður á And- vara. Af humarbátunum er Guð- finnur á Björginni með mestan afla. Humarveiðin er nú að hætta, þar sem veiðileyfin, renna út í þess um mánuði. Humarveiðin er líklega svipuð að magni og á sl. sumri en að verð- mæti mun minna, þar sem hum- arinn er veiddist var mikið smærri heldur en í fyrra. Á s.l. sumri fór um það bil tveir þriðju af aflanum í „stórt”. í ár snérist þetta við, þannig að tveir þriðju aflans var „smátt”. Línuútgerð: Nokkur hugur er í útgerðarmönnum um linuútgerð á þessu hausti. Á þessu stigi máls er ekki gott um að segja, hve marg- ir bátar fara á línu. Gætu líklega orðið um 15 bátar. Bæjarráð sam- þykkti á fundi sínum í gær, að bæj arsjóður greiði helming þess hluta kauptryggingar sjómanna á línu- bátunum, sem á kann að vanta að aflahlutir hrökkvi til. Ennfremur var samþykkt að greiða að % hluta verð þeirrar beitusíldar, sem kaupa þarf frá öðrum landshlutum. Eru þessar ráðstafanir bæjarráðs gerð- ar með það fyrir augum að örva til línuútgerðar og á þann hátt auka atvinnuna í bænum. Atvinnu- horfur á þessu hausti eru ekki sem beztar. Beituskortur: Væntanleg línuút- gerð er þó algjörlega komin undir að úr rætist með beitusíld. Er „land ið” nær alveg beitusíldarlaust. Hér í Eyjum er ástandið á þann veg að ísfélagið er eina „húsið” sem á síld sem er þó í rauninni ekki neitt sem teljandi er eða um 20 tonn. Þegar um 400 kg. fara í róður sjá allir að þetta hrekkur skammt. Reynt hef ur verið að fá keypta beitusíld ytra en hún var ekki fáanleg, utan 125 tona er fengust í Noregi, og var þessu magni ráðstafað til Vest- fjarða. Gert er ráð fyrir að verð norsku síldarinnar verði um 7 kr. pr. kg. Þá hafa verið gerðar ráðstaf anir til þess að togarinn Narfi, en það skip hefur frystitæki um borð, fari á síldarmiðin og frysti síld í beitu. Getur togarinn fryst um 25 tonn á sólarhring og 300 tonn í „ferð”. Verð á síld úr Narfa er Gjaldeyrissjóðurinn Síðastliðið vor átti þjóðin veru- legan gjaldeyrisforða, eða nær 2000 milljónir króna, og var hann meðal annars árangurinn af skyn- samlegri stjórnmálastefnu undan- farinna ára. Stjórnarandstöðuflokkarnir Fram sókn og kommúnistar, hafa á und- anförnum árum mjög sótt á að gjaldeyrisforðanum yrði eytt. Sem betur fór stóð bæði ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar af sér þessa ásókn stjórnarandstöðunnar. Er þegar komið í ljós að þar var rétt ráðið. Allur almneningur veit, að minnk- andi afli, sölutregða og lækkandi verðlag á sjávarafurðum á erlend- um mörkuðum, hlýtur að hafa í för með sér margskonar erfiðleika í viðskiptum okkar við útlönd og komið okkur í hreina sjálfheldu, ef ekki hefði einhver gjaldeyrisforði verið fyrir hendi. Allt þetta var stjórnarandstöð- unni mjög vel ljóst, þegar hún var sífellt að hamra á því að vel áraði að gjaldeyrisforðanum yrði þegar ráðstafað. Hún vissi að hvað lítið sem út af bæri yrði að grípa til skömmtunar og allskonar takmark- ana, ef enginn gjaldeyrisforði væri fyrir hendi. Hún vissi að slíkar ráð stafanir myndu verða illa séðar af öllum almenningi og taldi að það gæti orðið henni til framdráttar pólitískt séð. Lengra hugsuðu Fram sóknarmenn og kommúnistar ekki þegar þeir báru fram þessar kröfur sínar. Nú liggur það alveg ljóst fyrir, að það er gjaldeyrissjóðurinn, sem þjóðin hefur safnað á undanförn- um árum, sem bjargar því að ekki hefur þurft að grípa til neinna slíkra ráðstafana, nema þess eins að lækka nokkuð erlendan gjald- eyrir til ferðalaga og telja víst fá- ir það nokkra skerðingu, þar sem bjargar ferðagjaldeyrir er enn það rúmur að nægja mun öllu venjulegu fólki. Þjóðin vonar öll, að það ástand, sem nú ríkir í afurðasölumálum okkar á erlendum markaði, sé tímabundið og fari batnandi þegar frá líður. Fari svo mun íslenzka þjóðin á- fram lifa við óskert verzlunar- og athafnafrelsi meðan núverandi stjórnarstefna ríkir. Verzlunin MARKAÐURINN gert ráð fyrir að verði um 5 krón- ur pr. kg. Gangi þessar ráðstafan- ir eftir áætlun og komi síldin nær „landinu” þá vonandi tekst að koma í veg fyrir að til verulegs tjóns komi af völdum beituskorts. Bj. Guðm. Vinsældir TAUSCHER sokkanna eru stöðugt að aukast. Fylgist með fjöldanum og notið TAUSCHER sokka. Fasleignamarkað- urinn Það er ekkert kreppulegt á mark aðnum hjá mér. Einbýlishús, spánný og glæsileg, með teppum og tízkuinnréttingum. Við Hólagötu, kjallari og hæð, 100 fermetrar flatarmál. Við Höfðaveg, 126 ferm. all á einni hæð. Við Nýjabæjarbraut 122 ferm. stofa og 6 svefnh. á hæð og á hálf- um kjallara. Við Brekastíg, 100 ferm. allt á einni hæð. Húseignin Helgafell, einnar hæð ar einbýlishús á einum fegursta stað á íslandi. Ágæt eldri einbýlishús við Heimagötu og Hilmisgötu. Minni einbýlishús með viðráðan- legum kjörum: Við Vestmannabraut, Strandveg og Vesturveg. Húseignin Sæberg, Urðavegi 9, einbýlishús 5 herb. og eldhús. Hóf- legt verð og skilmálar. íbúðir: Við Fífilgötu, 4 herbergi og eldhús. Við Fjólugötu, 3. herb. og eldhús. Við Landagötu, 2ja og 4ra herb. í- búðir í sama húsi. Við Vestmannabraut, forskallað timburhús, 4 herb. og eldhús. Vægt verð og skilmálar. Húslóðarréttindi með teikning- um Húsnæðismálastjórnar, við Suð urveg. Fokheld hús í nýju hverfunum við Illugagötu og Höfðaveg. Teikn- ingar húsnæðismálastjórnar. Atvinnuhúsnæði: Við Strandveg, Njarðarstíg og Skildingaveg, veiðarfærahúsnæði, sem einnig mætti nota fyrir iðnað. Verzlun með kvöldsölu í fullum gangi í hjarta bæjarins í góðu stein húsi um 70 fermetrar. Er hér um að ræða verzlunarbúð, lagerpláss og forstofuherbergi fyrir skrifstofu. í kaupum fylgir pylsupottur og hamborgaraplata sambyggt, 2 kæli skápar, frystikista, ljósaskilti, firmanafn, að ógleymdu kvöldsölu- leyfi. Lager þarf ekki að fylgja. Einnig kæmi til greina leiga. Stórkostlegt tækifæri fyrir þann, sem vildi skapa sér sjálfstæða at- vinnu. Ef einhver vildi flytja í Þorláks- höfn, hefi ég þar til sölu 2ja hæða 100 ferm. hlaðið steinhús. 6 herb. og eldhús með bílskúr, næsta hús við kaupfélagið. Ef einhver vildi fara út í útgerð, gæti ég haft þokkalega báta handa þeim. Svo er líka verið að biðja mig að selja bifreiðar, t.d. Taunus 12M 1963, ekinn 30 þús. km. Svo mörg eru tækifærin í dag, og hver veit nema fleira leynist á markaðnum, ef að er spurt. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drifanda við Bárugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. Sími 1847.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.