Fylkir


Fylkir - 22.09.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 22.09.1967, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- fíokksín* 19. árgangur. Vestmannaeyjum, 22. september 1967 24. tölublað Samninoar undirritaðir um vatnsleiðsluna «t til Eyja Samningarnir undirritaðir. Hinn 16. fyrra mánaðar komu hingað til Eyja einn af fram- kvæmdastjórum N.K.T. í Kaup- mannahöfn og framkvæmdastjóri umboðsfyrirtækis N.K.T. á Norður- löndum í þeim erindagjörðum að ganga endanlega frá samningum um framleiðslu og lögn á neðan- sjávarleiðslu fyrir Vatnsveitu Vest mannaeyja frá Landeyjasandi og út til Eyja. Er þar með náð ákveðnum á- fanga sem stefnt hefur verið að í þessu máli. Vatnsveitan á sér langan aðdrag anda eins og kunnugt er. Hafa bæj aryfirvöld á undanförnum árum látið athuga mjög vandlega alla hugsanlega möguleika á öflun neyzluvatns, sem undirstöðu fyrir- hugaðrar vatnsveitu fyrir byggðar- lagið. Varð þegar fyrir nokkrum árum ljóst að málið yrði ekki leyst á annan hátt en með virkjun upp- sprettu uppi á fastalandinu og leiðslu út til Eyja, þar sem allar athuganir í sambandi við grunn og djúpborun hér úti í Eyjum svo og möguleikar á vinnslu vatns úr sjó, reyndust neikvæðar. í sambandi við leiðslu yfir sund ið út til Eyja kom fljótlega í ljós, að verulegum vandkvæðum virt- ist bundið að fá framleidda leiðslu úr efni sem nægjanlega sterkt gæti talist til þess að hugsanlegt væri að hún stæðist fyrirfram vituð á- tök á sjávarbotninum. Var efni í leiðsluna og lögn henn- ar boðin út á sínum tíma fyrir milligöngu Innkaupastofnunar rík- isins og bárust mörg tilboð frá ýms um löndum í Evrópu og einnig frá Bandaríkjunum og Japan. Þau tilboð, sem virtust fjárhags- lega viðráðanleg voru í leiðslu úr óeinangruðu plasti, sem festa átti við sjávarbotninn með steypukloss- um eða blývafningum. Að athug- uðu máli var talið af sérfróðum aðilum að hæpið væri að slík leiðsla myndi reynast nægjanlega sterk og varanleg. Fyrrverandi bæjarstjórn, sem Síðastliðinn föstudag var gerð alvara úr því, sem lengi var búið látið hafði gera allar þessar athug- anir snéri sér þá til Nordisk Kap- el og Traadfabrik í Kaupmanna- höfn og óskaði eftir að sérfræðing- ar þessa fyrirtækis gerðu tilraun- ir með framleiðslu á leiðslu, sem einangruð væri eins og neðansjáv- arkapall, en með ákveðnu þrýst- ingsþoli innan frá þar sem fyrir- hugað var að setja annaðhvort þrýsti eða sogdælu á leiðsluna til þess að auka flutningsgetu hennar. Ástæðan fyrir því að leitað var til þessa fyrirtækis var sú fyrst og að standa til í sjónvarpsmálum landsmanna. Það er að endanlega var iokað fyrir útsendingar sjón- varps varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Munu sendingar þess hér eftir aðeins ná til varnarliðsmanna svo og til þeirra bæja, sem nærri flugvellinum eru, svo sem Kefla- víkur, Sandgerðis og Njarðvíkur, en loku fyrir skotið, að Reykvík- ingar, Kópavogsbúar og Vestmanna eyingar nái útsendingunni. Hún er sem sagt horfinn þáttur úr þjóð- lífi og sögu íslands. Forsaga þesa máls er löng. Lengri en svo, að hún verði hér rakin. Hverjum hefur sýnzt sitt í málinu, og það átt hér bæði eld- heita meðmælendur og mótmæl- endur. Telja má, að fyrst hafi kom fremst að það er heimsþekkt að segja má fyrir framleiðslu og lögn á neðansjávarköplum og lagði á sínum tíma neðansjávar rafstreng- inn milli lands og Eyja og hafði í sambandi við það verk kynnt sér allar aðstæður og botnlag yfir sundið út til Eyja. Að athuguðu máli tjáði N.K.T. fyrrverandi bæjarstjórn að það myndi geta framleitt leiðslu eins og um var beðið, en þyrfti nokk- urn frest til frekari athugunar. rramhald á 3. síðu izt skriður á málið, þegar styrkur stöðvarinnar var aukinn, þannig að Reykvíkingum gafst kostur á að ná útsendingunni, enda byrjaði loftnetaskógurinn þá fyrst fyrir alvöru að rísa. Suðurnesjabúar höfðu þá um nokkurt skeið haft sín sjonvarpstæki og séð útsend- inguna allsæmilega. En eins og áð- ur er sagt, var það ekki fyrr en eft ir að styrkurinn var aukinn, að menn fóru almennt að leggja fé í sjónvarpstæki. Fljótlega heyrðust raddir um það að ekki væri allt efni sem vandað- ast, sem sent væri út frá Keflavík og þá byrjaði slagurinn. Undir- skriftalistar og samþykktir alls kon ar fóru að birtast, og mun það Framhald á 2. síðu. Þessa mynd teiknaði Sigmund á sínum tíma, en nú hefur tenglinum verið kippt úr sambandi. Endalok Keflavíkursjónvarpsins OG UPPHAF ÞESS ÍSLENZKA

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.