Fylkir


Fylkir - 22.09.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 22.09.1967, Blaðsíða 4
1 Y Neðan frá sjó. Y_________ _____J Afli og gæftir: í byrjun vikunn- ar var austan þembingur, svo að flestir bátar voru í landi. Sein- ustu dagana hefur brugðið til blíð- viðris, og er allur flotinn úti. Botn vörpubátarnir eru yfirleitt með lít inn afla, þó er bátur og bátur að reka í ágætis túra, t.d. kom Sig- urður á Sæunni með um 20 tonn um seinustu helgi, og í morgun var Sjöstjarnan að landa 14 tonnum. Línubátarnir: 5 bátar eru byrjað ir með línu, ísleifur, Stígandi, Sæ- borg, Sæbjörg og Kópur. Afli hef ur yfirleitt verið í betra lagi, um 5—6 tonn seinustu daga. .Aflinn er- að verulegu leyti keila, og langa. Aðeins hefur örlað á ýsu, t.d. var Sæbjörg með um tonn af ýsu í i fyrradag. Hefur ekki um árabil ver ið hér í Eyjum, róið með línu á þessum árstíma. Bátur seldur: Þeir Trausti Jóns- son og Þorleifur Guðjónsson frá Reykjum, hafa selt bát sinn Glað, til Norðfjarðar. Síldarfrysting: Svo sem menn muna var um talsverða síldarfryst- ingu að ræða hér í Eyjum á s. 1. hausti. Var þetta mikil búbót og hressti mjög upp á atvinnulífið. Heldur horfir skuggalega með að um verulega frystingu verið að ræða á þessu hausti, þó svo vildi til að síldin kæmi það nærri landi að tök væru á að flytja hana hing- að til frystingar. Bæði er að sölu- horfur á freðsíld eru heldur dapr- ar og svo eru „húsin” hér í Eyjum full af fiski og þar af leiðandi lít- ið, sem ekkert geymslurými fyrir síld. Gestir: í gær voru hér á ferð þeir Gunnar Guðjónsson, formað- ur S.H. og Eyjólfur ísfeld Eyjóufs son, framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvarinnar. Voru þeir þeirra er- inda að halda fund með frystihúsa mönnum hér í Eyjum. Á þessum fundi kom fram að mjög er dökkt í álinn hjá frystiiðnaðinum, og það svo að vafasamt er að hægt sé að halda gangandi til áramóta. Má segja að hvert, sem litið er, sé alls staðar jafn svart. Er sýnilegt að rekstrargrundvöllur frystihúsanna er gersamlega brostinn og frysti- húsin rekin með tapi. Víst er að þ'að verður að stokka upp um ára- mótin, en í hvaða formi það verður það verður gert, er svo önnur saga. Bj .Guðm. I i|iw<ll> h«i~ ~ *“ * ***' Vegna rúmleysis í blað- inu, verður mikið efni að bíða næsta blaðs. Husbygajendur j Einangrunarplastið ■> fáið þið í þykktunum í M” - 1” " \ li/2” - 2” — Kynnið ykkur verð og gæði. HJÖBLEIFUR GUÐNASON, Sími 1650. FYRIRLIGGJÁNDI! Skóla- og ferðaritvélar. — 5 gerðir. Har. Eiríkuon h. I. VERZLUNIN ] STRANDBERG, auglýsir. NÝKOMIÐ: Buxnadragtir með og án pilsi. Stakar kvensíðbuxur, ný snið, nýjasta tízka. Kvenpeýsur, nýjar gerðir, nýir litir. Karlmannapeysur, (skólapeysur). Hjartagarnið í öllum nýjustu tízkulitunum. Hjerte crepe . Jlurex silfurþræði. Húsmæður, athugið! í MATINN: Svið af nýslátruðu. — Nýr mör. Ný lifuf. ;— Ný' hjörtu.' —::iNýr--btóðmör. — Ný lifrarpylsa. Léttsaltað kjöt. — Hangikjöt. — Eldri sviðin ódýru Nýkomnar sítrónur. Verzlunin BORG Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér vinar- og hlýhug á 75 ára afmæli mínu hinn 5. júlí s.l. LÚÐVÍK HJÖRTÞÓRSSON VMiðstræti 24. Innilegar þakkir til allra nær og fjær, sem glöddu mig með gjöfum og hlýjum kveðjum á 80 ára afmæli mínu í sumar. Lifið heil. ••í '*• JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR Gerði. V estmannaeyingar Opna matstofu í húsi Drífanda, við Báru- götu, föstudaginn, 29. september. ■ Þeir, sem hafa hugsað sér, að fá fast fæði gjöri svo vel að hringja í síma 1295 eða 1181, sem fyrst. ENNFREMUR verða salir leigðir út fyrir fundi og samkvæmi. LAUSAR máltíðir, kaffi, smurt brauð, öl og gosdrykkir allan daginn. ENNFREMUR smurt brauð og snittur selt út í bæ, SENDUM HEIM. MATSTOFAN, Drífanda. Odýru barnaúlpurnar komnar afturi Sængurgjafir, ný sending. lunin ÖRIN Landakirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Jóhann Hlíðar predikar. Ný fyrirtæki. Fyrir nokkru hóf nýtt fyrirtæki starfsemi sína hér í bæ. Nefnist það Bílaþjónusta Vestmannaeyja, og gefur nafnið til kynna tilgang þess, sem er alls konar þjónusta við bifreiðaeigendur, svo sem út- vegun varahluta, hjólbarðaviðgerð- ir, smurning, þvottur á bifreiðum og fleira. Eigendur fyrirtækisins sem hefur aðsetur á smurstöð Shell, eru þeir Kjartan Guðmunds- son og Jón Gauti. Matsala: Sigurjón Jóhannsson, hef- ur undanfarið unnið að standsetn- ingu á húsnæði í Drífanda, þar sem Jóna heitin Jónsdóttir rak sína matsölu. Hefur Sigurjóni gengið verkið vel og er áformað að hefja rekstur matstofunnar n.k. föstu- dag. Utanferð. Flugfélag íslands hefur boðið rit stjórum blaðanna í Eyjum til tveggja daga ferðar til Kaupmanna hafnar. Farið verður á mánudag með hinni nýju þotu Flugfélagsins, Gullfaxa. Sjónvarpið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um lok- un stöðvarinnar á Keflavíkurvelli, voru fjölmargir, sem sáu útsend- ingar þess í gærkveldi. Að vísu ku myndin hafa verið slæm og mikill „snjór’. Ekki hefur okkur tekizt að fá nánari upplýsingar af því, hvort á- fram verði unnt að ná sendingunni hér í bæ. Bifreiðaeigendur! athugið: Nú er rétti tíminn til að ryðverja bílinn. ENSIS. ryðvarnarefnið er endingargott og mjög ódýrt. Ryðvörn á Volkswagen og bif- reiðum í sama stærðarflokki, kost- ar aðeins 450 kr. — Ryðvörn á 6 manna bifreið kostar allt að 900 krónum. BÍLAÞJÓNUSTA VESTMANNAEYJA Sími 2132. SHELL smurt er vel smurt. Til sölu Þvottavél — ACME — og rafmagns þvottapottur. Selst mjög ódýrt. Sími 1920.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.