Fylkir


Fylkir - 06.10.1967, Side 1

Fylkir - 06.10.1967, Side 1
Málgagn Sjálfstæðis^ flokksms 19. árgangur. Vestmannaeyjum, 6. október 1967 26. tölublað HÆSTARÉTTARDÓMUR: Árið 1967, þriðjudaginn 19. september, var í Hæsta- rétti í málinu nr. 138/1967: Valdstjórnin pp Sigfúsí J. L Johnsen uppkveðinn svohljóðandi DÓMUR Pétur Gautur Kristjánsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 29. júní 1967, sem hingað barst 4. sept. 1967, hefur varnaraðili skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar, samkvagmt 4. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961, og krafizt þess, að hann verði úr gildi felldur, lagt verði fyrir dómara að skipa honum verjanda í málinu og honum dæmdur kærumálskostnaður úr ríkissjóði. Málsatvikum er eigi lýst í hinum kærða úrskurði. Þá hefur héraðsdómari eigi fært fram rök fyrir því, að varnaraðilja skuli synja um skipaðan verjanda, er sé við dómprófun málsins. Ber því að ómerkja hinn kærða úr- skurð. Greiða ber varnaraðilja kærumálskostnað úr rík- issjóði, sem ákveðst kr. 5000,00. DÓMSORÐ: Hinn kærði úrskurður er ómerkur. Kærumálskostnaður, kr. 5000,00, ,greiðist varnar- aðilja, Sigfúsi J. Á. Johnsen úr ríkissjóði. F0RSETI ÁTELUR BÆIARSTJÓRA Á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðju- dag komu meðal annars til um- ræðu viðtöl bæjarstjóra við Morg- unblaðið 17. ágúst s.l. og Bergmál 14. f.m., þar sem fyllilega var gef- ið í skyn að búið væri að ákveða vatnsveitugjald væntanlegrar vatns veitu kaupstaðarins og tilgreindar ákveðnar upphæðir á meðal heim- ili. Spurðust bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fyrir um hvort meirihlutinn væri búinn að ákveða þetta án þess að formlegt sam- þykki bæjarstjórnar lægi fyrir og bentu réttilega á að vatnsskatt- inn yrði að innheimta þegar þar að kæmi, eftir reglugerð, sem ræða ætti í bæjarstjórn og samþykkjast við tvær umræður og staðfestast síðan af ráðuneytinu. Annað gæti ekki talist formleg ákvörðun þessa gjalds. Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar varð fyrir svörum og taldi það slæmt og ekki rétt af bæjarstjóra að hafa verið að nefna tölur eða ákveðnar upphæðir í þessu sambandi, þar sem bæjar- stjórn væri enn ekki búin að á- kveða gjaldið fyrir vatnið. Urðu nokkrar umræður um vatnsveituna almennt og fullyrti bæjarstjóri að búið væri að leggja minnsta kosti þriðja hluta innan- bæjarkerfisins. Tóku bæjarfulltrú- ar almennt þessum upplýsingum með nokkurri varúð. Bílaþjónustan - þatít fyrirtæki í I Eigendurnir, Jón Gauti og Kjartan við bifreið sína. Hinn 1. júlí s.l. leit nýtt fyr- irtæki dagsins ljós hér í Eyjum. Nefnist það Bílaþjónusta Vest- mannaeyja og eru eigendur þess þeir Kjartan Guðmundsson og Jón Gauti. Fyrirtækið hefur aðsetur sitt, bar sem áður var smurstöð B.S.V. og hefur um- boð fyrir vörur Skeljungs. í stuttu viðtali við annan eig- andann, Jón Gauta, nú fyrir skömmu tjáði hann, að tilgang- urinn með Bílaþjónustunni væri eins og nafnið benti til, að veita bifreiðaeigendum hér eins góða þjónustu og fyr- irgreiðslu og unnt væri, ekki sízt við útvegun varahluta, sem oft hefur reynzt bæði tímafrckt og kostnaðarsamt fram til þessa, þar sem menn hafa oftast orð- ið að eiga við það sjálfir. Aðspurður, hvernig reynslan hefði orðið, sagði hann, að dá- lítið hefði borið á því, að menn hefðu misskilið tilgang fyrir- tækisins í sambandi við vara- hlutaöflun, og hefðu jafnvel að 1 sumir haldið, að verið væri okra á sér með þessari þjón- ustu, en sá væri þó auðvitað ekki tilgangurinn, heldur sá að bæta aðstöðu Eyjabúa þeirra, er bifreiðir eiga. Tók hann sefn dæmi um það, ef menn ætluðu sér að panta platínur í bíl upp á eigin spýt- ur. Fyrir utan verð þeirra úr varahlutaverzlun í Reykjavík, þyrfti einnig að greiða fyrir sím talið við pöntunina, svo og send ingarkostnað allan. í mörgum tilfellum yrði aukakostnaður- inn jafnvel hærri en verð það, sem greitt væri fyrir varahlut- inn. Þetta geta menn nú losnað við ef þeir láta Bílaþjónustuna sjá um að panta hlutinn fyrir sig, þar sem þeir panta ekki eitt eða tvö stykki í einu, heldur fleiri, svo að kostnaðurinn dreif ist í fleiri staði. Auk varahlutaþjónustu þvo þeir og þurrka bifreiðir fyrir mjög vægt gjald, eða 25 kr. fyr- ir bílinn. Þá sjá þeir um að Framhald á 2. síðu

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.