Fylkir


Fylkir - 20.10.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 20.10.1967, Blaðsíða 1
Nokkur orð um nýyrði Við lýði er á íslandi hópur manna, sem ber heitið nýyrða- nefnd. Er verksvið nefndar þess- arar að finna íslenzk nöfn yfir erlenda hluti og hugtök, sem nafn þurfa á íslenzka tungu. Nefnd þessi hefur oft unnið gott starf, en helzt mun mega finna henni það til foráttu, að hún eða með- limir hennar hafa verið heldur seinir á sér að finna íslenzk heiti yfir hlutina, áður en hin erlendu hafa festst við þá. Mjög algengt er þetta úr sjó- mannamáli, þar sem ekki hefur verið um það skeytt að finna strax heppileg nöfn á hið fjölmarga, sem þar að lýtur, þannig að erlend orð, oft misjöfn að gæðum, hafa fengið bólstað í málinu. Ef tekin eru fáein dæmi um slíkt, má nefna orðið koja, sem mun sennilega aldrei verða út- rýmt. íslenzka orðið er hvíla, en kom fullseint fram, og hefur ekki náð að festast í málinu. Orðið troll yfir botnvörpu og botnvörpu- veiðar verður áreiðanlega notað áfram, hversu ákjósanlegt sem það nú er. Fleiri orð, sem nátengd eru botnvörpuveiðum hafa verið „íslenzkuð” beint úr frummálinu með misjöfnum árangri, svo sem „messenger”, sem almennt mun kallaður „messiséri”. Nýyrðanefnd kom fram með tvö heldur hláleg nöfn á vír þennan, sendill eða sendiboði, sem hvorugt hafa náð hylli, sem vonlegt er. Hitt er annað, að sjómenn hafa verið mjög fljótir til, oft og tíðum, með að finna sjálfir ákjósanleg nöfn yfir hlutina, og má þar til nefna orðin stertur og gálgi, svo að enn sé vitnað í botnvörpuveið- ar. Það, sem nýyrðanefnd hefur mjög flaskað á við sínar nafngift- ir, er að orð þeirra eru of löng og stirð í munni, þar sem hin er- lendu heiti eru stutt og laggóð. Örðið lúkar vildu þeir nefna stafn- káetu, og má nærri geta hverjar viðtökur það orð fékk. Hins vegar hefur nefnd þessari oft tekizt afbragðsvel upp, til dæm is, þegar síminn kom til sögunnar. Flestar þjóðir tóku orðið „tele- phone” upp hjá sér og samlöguðu það sínum máls- og rithætti. En íslendingar fundu sitt eigið orð yf- ir fyrirbrigðið og kölluðu það síma, sem var nafnið á sendiboða guðanna í heiðinni trú. Gott nafn og réttnefni. Sennilega mun eng- um detta í hug að tala um tele- fón á íslandi í dag. Þá má einnig nefna dæmi um nafngiftir á hinar ýmsu gerðir flugvéla, en þar tókst nefndinni einnig vel upp. Orðið þrýstilofts- flugvél yfir þá tegund flugvéla, sem á ensku nefnist „jet”, var til skamms tíma notað, eða þar til nýyrðið þota vék því til hliðar. Framhald á 2. síðu. Lækkar kosn- ingaaldur í 20 ár S.l. mánudag mælti forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um breyt- ingu á stjórnarskránni. Frumvarpið er samhljóða frum- varpi, sem var samþykkt á síðasta þingi og kveður á um, að kosningaaldur verði lækkaður úr 21 ári í 20 ára aldur. Forsætisráðherra sagði, að ekki hefði orðið neinn ágrein- ingur um þetta mál i fyrra, og hefðu kosningarnar í sumar sýnt samhljóða vilja þjóðarinnar á afgreiðslu þess. Var frumvarpinu, að lokinni ræðu ráðherra, vísað til allsherjarnefndar og annarrar umræðu. Fyrsti snjórinn féll á mánudaginn var. Mikið frost fylgdi þessum vetrarboða og komst það hæst upp í 8 stig, sem er óvenjulega mikiðð miðað við þennan árstíma. Það var ekki ósvipað um að litast á mánu- daginn og á þesari fallegu vetrarmynd, sem Sigur-geir Jónasson tók í fyrra.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.