Fylkir


Fylkir - 20.10.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 20.10.1967, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Auglýsing um bótagreiðslur vegna laga um hægri handar umferð. Við viljum vekja athygli á eftirfarandi greinum í lögum nr. 65„ 13 maí 1966 um hægri handar umferð: 5. gr. Kostnaður, sem leiðir af breytingu úr vinstri í hægri handar umferð, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt því, sem nánar segir í lögum þessum. 6. gr. Bæta skal kostnað vegna eftirtalinna framkvæmda: 1. Kostnað við nauðsynlegar breytingar á vega- og gatna- kerfi landsins, þar með taldar breytingar á umferðar- ljósum og umferðarmerkum. 2. Kostnað við nauðsynlegar breytingar á bifreiðum og öðrum vélknúnum ökutækjum. 3. Annan óhjákvæmilegan beinan kostnað, sem leiðir af breytingu umferðarlaganna. Eigi skal bæta annað en beinan kostnað. Eigi skal held- ur bæta fyrstu 1000 kr. af kostnaði við breytingu á hverju ökutæki. 7. gr. Bótarétt samkvæmt 6. gr. eiga veghaldarar, skráðir eig- endur ökutækja, svo og aðrir þeir, sem eins stendur á um. 8. gr. Hver sá, sem telur sig eiga rétt til bóta samkvæmt 6. gr., skal áður en framkvæmdir hefjast, senda framkvæmda- nefnd nákvæma greinargerð um þær breytingar, er fram- kvæma skal, ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun. Eigi skal bæta kostnað, nema framkvæmdanefnd hafi fallizt á nauðsyn breytingar og kostnaðaráætlun, áður en ráðizt er í framkvæmd. 9. gr. Bætur skal að jafnaði greiða eftir á, þegar framkvæmd er að fullu lokið. Heimilt er þó að greiða bætur að nokkru eða öllu leyti fyrr, ef um meiri háttar framkvæmd er að ræða, gegn tryggingu, sem framkvæmdanefnd tekur gilda. 10. gr. Greinargerðir og áætlanir samkvæmt 8. gr. skulu hafa borizt framkvæmdanefnd eigi síðar en 1. janúar 1968. Kröfur um greiðslu bóta skulu hafa borizt framkvæmda- 1 nefnd innan þriggja mánaða frá því er verki lauk. j Framkvæmdanefnd getur þó í einstökum tilvikum veitt j undanþágu frá ofangreindum frestum, þannig að frestur samkvæmt 1. mgr. geti orðið til ársloka 1968, en frestur ! samkvæmt 2 mgr. lengist í allt að sex mánuði frá því j verki lauk. j Kröfur, sem berast síðar en að framan getur, verða eigi teknar til greina. ! I FRAMKVÆMDANEFND HÆGRI UMFERÐAR, Auglýsing um sveinspróf. Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um land allt í október og nóvember 1967. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próf- töku fyrir þá nemendur sína, sem lokið hafa námstíma og burtfararprófi frá iðnskóla. Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur, sem eiga 2 mánuði eða minna eftir af námstíma sínum, enda hafi þeir lokið iðn- skólaprófi. Umsóknir um próftöku sendist formanni við- komandi prófnefndar fyrir 1. október n.k., ásamt venju- legum gögnum og prófgjaldi. Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavík fá umsóknar- eyðublöð afhent í skrifstofu iðnfræðsluráðs, sem einnig veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík 15. september 1967. IÐNFRÆÐSLURÁÐ Hugmyndasamkeppni Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar hefur í samvinnu við Húsnæðismálastofnun ríkisins ákveðið að efna til hug- myndasamkeppni um uppdrætti að einbýlishúsi, sem henta mun til fjöldaframleiðslu á íslandi. Hugmyndasamkeppni þessi er boðin út samkvæmt sam- keppnisreglum Arkitektafélags íslands. Heimild til þátttöku hafa allir íslenzkir ríkisborgarar. Keppnisgögn eru afhent af trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jenssyni, fulltrúa, Byggingaþjónustu A. í. Laugavegi 26, gegn kr. 500,00 þátttökugjaldi. Verðlaunaupphæð er samtals kr. 260.000,00 er skiptist þannig: 1. verðlaun kr. 130.000,00 2. verðlaun kr. 80.000,00 3. verðlaun kr. 50.000,00 Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 40,000,00 . Skila skal tillögum til trúnaðarmanns dómnefndar í síðasta lagi kl. 18. 31. janúar 1968. D ÓMNEFNDIN. _________________________________________________ I TILKYNNING ! I I i í i I Fjallskilanefnd kaupstaðarins vekur athygli á að hagaganga sauðfénaðar er óheimil á Heima- ey, utan girðingar, nema frá 15. október ár Þetta er birt öllum þeim, er hlut eiga að máli. hvert. Fjallskilanefnd. Leigjum út sali fyrir fundi og samkvæmi. MATST0FAN DRÍFANDA. Sími 1128. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31, Kaupangl. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu, Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f.h. Sími 1847. Blómlaukar. Nýkomið mikið úrval af blómlaukum. ALDA BJÖRNSDÓTTIR. Kirkjulundi. Sími 1163. Fast fæði — lausar móltíðir — gisting. - MATSTOFAN DRÍFANDA. Sími 1128.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.