Fylkir


Fylkir - 27.10.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 27.10.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 27. október 1967 Málgagn Sjálfsfæðis- flokksins 29. tölublað Umferðareftirlit lögreglunnar. Gangandi umferðareftirlit lögregl unnar tel ég mjög ákjósanlegt, en flestir lögregluþjónanna eru bundn ir við störf að næturlagi og verðá fæstir varir við þá. Þó má nefna að lögreglan hefur fært í fanga- húsið, það sem af er þessu ári, hátt á fimmta hundrað manns, ein göngu vegna ölvunar á almanna- færi, fleiri hafa gist fangageymsl- una vegna annarra saka. Allt árið í fyrra gistu fangahúsið 311 manns. Á meðan lögreglan þarf binda störf sín svo mikið á sviði, hlýtur það að koma niður öðrum. Hér í bænum eru tíu lögreglu- þjónar og virðast margir álíta að þeir séu allir samtímis á vakt. VatnslögTiinni miðar nú vel áfram að sögn Framsóknarblaðsins á miðvikudaginn, og verður þess vonandi ekki langt að bíða, að Magnús og co geti farið að vökva langþyrsta Eyjabúa. Svo er þó ekki, sólarhringurinn er 24 stundir, hver lögregluþjónn vinn ur 7 til 8 stundir á sólarhring og á frídag einu sinni í viku, sólar- hringurinn skiptist því í þrennt á 8 eða 9 lögregluþjóna. Inn í þetta koma sumarfrí, sem er nú nýlega lokið, og eru þá þrír fjarverandi samtímis. Getur orðið nokkuð erf- itt að þrískipta sólarhringnum á 5 menn, þannig að alltaf sé einn á lögreglustöðinni, einn á götunni og útköllum sinnt samtímis. Nú sem stendur, eru tveir lög- regluþjónar á lögboðnum lögreglu- skóla í Reykjavík. Bæjarstjóri hefir óskað eftir að lögreglan vínni ekki aukavinnu, nema nauðsyn krefji. Ganobroutir 09 fleira Varðandi grein bifreiðastjóra á B.S.V. í blaðinu Bergmál 24 þ.m. óska ég að gefa nokkrar skýring- ar. Umferðarnefnd er ekki til hér í Vestmannaeyjum og hefur ekki verið skipuð þó ég hafi óskað eft- ir því. Lögreglunni ber ekki laga- leg skylda til að sjá um að götur séu merktar. Á sínum tíma, var ég við að mæla út fyrir gangbrautum og bif reiðastæðum. Að sjálfsögðu mást þessar merkingar út og hverfa með tímanum, er því sjálfsagt að þess- ar merkingar séu skírðar á hverju vori, eða oftar ef þurfa þykir. Hægt er að greina gömlu merking- arnar enn og því hreint fram- kvæmdaratriði hjá bæjaryfirvöld- um að hlutast til um að þær séu skírðar, svo sem um annað viðhald vega er að ræða. Gangbrautum hér í bænum þarf að fjölga, og þá einkum í návist skóla og ætti þá að temja nemendum að nota þær, þar ættu að koma til kennarar, foreldar og lögregla. Foreldar yngri barna ættu að kenna börnum sín- um hvaða leið er öruggust í skól- ann og úr, og hvar öruggast er fara yfir akbrautir. Aldrei er snemmt að kenna barninu góða siði í umferðinni. Ef það má verða þurfa þeir fullorðnu að vera til fyr irmyndar. Eg vil segja, því miður er enginn verkefnaskortur hjá lögreglunni og blasa verkefnin víða við, til dæmis væri mjög æskilegt að lög- reglan færi hér í skólana og kenndi umferðarreglur o.fl. Ýmis vanda- mál er við að stríða og má deila um getu lögreglunnar til að leysa þau, en viljann vantar ekki. Varðandi unglingana á skellinöðr unum er þa að segja: Flestar kær- ur lögreglunnar á þessu ári í um- ferðinni eru kærur á þessa ung- linga og hafa sumir verið kærðir oftar en einu sinni, þeir aka þó á sínum hjólum enn um bæinn. Bifreiðastjórinn á B.S.V. segir, að hér séu margir ökufantar á göt- unum. Tel ég þá sennilegt að hann hafi horft á þá gerast brotlega, þá er það skylda hans að kæra fant- ana til lögreglunnar. Þá erum við komnir að því vandamáli sem við erum alltaf að reka okkur á, fólk hringir og segir að hitt og þetta ólöglegt sé að ske, en neitar að gefa upp nafn sitt, ef sá brotlegi neitar, getur lögreglan ekki fram- fylgt kærunni. Síðan er sagt að lögreglan geri ekki neitt í málinu. Eg vil þakka bifreiðastjóra á B. S.V. fyrir grein hans þar sem ég er honum í flestu sammála, fleiri ættu að láta sig varða umferðar- málin og láta til sín heyra, þar sem margt og mikið er ógert og ýmislegt fer aflaga. Að lokum vil ég gleðja þá, sem áhuga hafa á þessum málum, að útlit er fyrir að tala árekstra bif- reiða fækki um Vs á þessu ári. í þessari fækkun, kynnu að vera slys á mönnum eða jafnvel dauða- slys. Það þætti umtalsvert t.d. í Reykjavík, ef árekstrafjöldi þar hrapaði niður um % á einu ári. Guðmundur GuSmundsson (yfirlögregluþjónn.). Hinn mishunnsami Samverji Vestmonnoyinaa

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.